Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 61
Tafla 4.4 Tekjur og gjöld
slysatrygginga 1980 1984 1989
Tekjur, m.kr. 30,6 109,1 366,2
Framl. atvinnurekenda 20,6 105,3 365,6
Vaxtatekjur 10,0 3,8 0,6
Gjöld, m.kr. 12,8 74,8 355,4
Samneysluútgjöld 1.2 13,2 64,1
Dánarbatur og aðrar bætur 8,3 30,4 122,8
Dagpeningar og ferðakostn. 3,3 31,2 168,5
Tekjuafgangur 17,7 34,3 10,8
Slysatryggingar eru fjármagnaðar af atvinnu-
rekendum með greiðslu iðgjalda. í ofangreindri
töflu er að finna tekjur og gjöld slysatrygginga á
árunum 1980-1989.
Útgjöld slysatrygginga voru 355 milljónir á
árinu 1989, þar af voru dagpeningar tæplega 170
milljónir króna, eða tæplega helmingur, og hef-
ur hlutur þeirra farið vaxandi.
4.3 Sjúkratryggingar.
Hlutverk sjúkratrygginga er margþætt, en
meginhlutverk þeirra er þó að tryggja einstak-
lingum nauðsynlega sjúkraþjónustu, s.s. sjúkra-
húsvist, hjúkrun, læknishjálp og lyf, þegar þörf
krefur. Þá veita sjúkratryggingar ýmsa styrki,
s.s. vegna hjálpartækja, sjúkraþjálfunar og
sjúkrahjálpar erlendis. Þá taka þær þátt í að
greiða, samkvæmt ákveðnum skilyrðum, al-
menna læknishjálp utan sjúkrahúsa, tannlækna-
þjónustu, sérfræðiþjónustu, lyfjakostnað,
sjúkraflutninga, heimaþjónustu aldraðra og
sjúkradagpeninga svo eitthvað sé nefnt.
Greiðslur sjúkratrygginga falla að öllu leyti und-
ir samneysluútgjöld að undanskyldum sjúkra-
dagpeningum sem falla undir tekjutilfærslur.
Sjúkratryggingar eru fjármagnaðar af ríkis-
sjóði að 85% og sveitarsjóðum að 15%. í eftir-
farandi töflu er að finna tekjur og gjöld sjúkra-
trygginga á árinu 1989, og ýmis áhugaverð hlut-
föll.
Tafla 4.5 Tekjur og gjöld
sjúkratrygginga. Hlf. af
Hlf. af gjöld. Hlf.
1989 tekjum/ hins af
m.kr gjöldum opinb. VLF
Framtög, m.kr. 8.902 100 7,5 3,0
Framl. rfkissjóðs 7.103 79,9 6,0 2,4
Framl. sveitarfélaga 1.799 20,2 1,5 0,6
Útgjöld, m.kr. 8.902 100 7,5 3,0
Langlegu, dagv.stofn. 1.969 22,1 1,7 0,7
S j úkrahúsakostnaður 1.392 15,6 1,2 0,5
Læknak. utan sjúkrah. 1.040 11,7 0,9 0,4
Tannlæknakostnaður 556 6,3 0,5 0,2
Lyfjakostnaður 2.147 24,1 1,8 0,7
Heimaþjónusta aldraðra 135 1,5 0,1 0,0
Sjúkrakostn. erlendis 211 2,4 0,2 0,1
Sjúkradagpeningar 209 2,3 0,2 0,1
Annar kostnaður 1.243 14,0 1,1 0,4
Útgjöld sjúkratrygginga voru 8,9 milljarðar
króna á árinu 1989. Þar af voru útgjöld til
langlegu- og dagvistunarstofnana fatlaðra, aldr-
aðra og áfengissjúklinga tæplega 2 milljarðar
króna, lyfjakostnaður ríflega 2,1 milljarður
króna, sjúkrahúsakostnaður um 1,4 milljarðar
króna, læknakostnaður utan sjúkrahúsa rúm-
lega 1 milljarður króna og tannlæknakostnaður
tæplega 0,6 milljarðar króna. Að síðustu fara
209 milljónir króna í sjúkradagpeninga.
4.4 Atvinnuleysistryggingar.
Hlutverk atvinnuleysistrygginga er fyrst og
fremst að tryggja launþegum bætur við atvinnu-
leysi samkvæmt ákveðnum skilyrðum. Þá greiða
þær öldruðum í stéttarfélögum eftirlaun og laun
kjararannsóknarnefndar. Atvinnuleysistrygg-
ingar eru fjármagnaðar með iðgjöldum atvinnu-
rekenda sem greiðast samkvæmt ákveðnum
reglum í hlutfalli við kaup launþega, með fram-
lagi sveitarsjóða sem skal vera jafnhátt heildar-
iðgjöldum atvinnurekenda, með framlagi ríkis-
sjóðs sem skal vera tvöföld fjárhæð heildarið-
59