Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 59
4. Almannatryggingar.
í velferðarþjóðfélögum nútímans er talið eðli-
legt að hið opinbera tryggi þegnum sínum al-
mennt félagslegt öryggi við ákveðnar aðstæður
sem upp geta komið og geta verið þegnunum
íþyngjandi. Slíkt velferðarkerfi kallast almanna-
tryggingar, en það samanstendur af eftirfarandi
fjórum tryggingum hér á landi: lífeyristrygging-
um, slysatryggingum, sjúkratryggingum og at-
vinnuleysistryggingum. Rekstur þeirra er í
höndum Tryggingastofnunar ríkisins. í þessum
kafla verður starfsemi almannatrygginga gerð
nokkur skil.
Tafla 4.1 Tekjur og gjöld Hlf.
almanna t rygginga. Hlf. af af gj. Hlf
1989 tekjum/ hins af
m.kr gjöldum opinb. VLF
Tekjur almannatrygg. 21.234 100 18,0 7,2
Framl. atvinnurekenda 3.003 14,1 2,6 1,0
Framl. ríkissjóðs 16.182 76,2 13,7 5,5
Framl. sveitarfélaga 2.089 9,8 1,8 0,7
Vaxtatekjur -41 -0,2 0,0 0,0
Gjöld almannatrygg. 21.200 100 18,0 7,2
Samneysla 8.794 41,5 7,5 3,0
- Lffeyris-, slysatr. 195 0,9 0,2 0,1
- Atvinnuleysistrygg. 54 0,3 0,1 0,0
- Sjúkratryggingar 2.915 13,8 2.5 1,0
- Sjúkrasamlög 5.630 26,6 4,8 1,9
TekjutiIfarslur 12.406 58,5 10,5 4,2
- Lffeyristryggingar 10.724 50,6 9,1 3,6
- Slysatryggingar 291 1,4 0,3 0,1
- Atvinnuleysistrygg. 1.181 5,6 1,0 0,4
- Sjúkrasamlög 209 1,0 0,2 0,1
Tekjuafgangur 34 0,2 0,0 o.o
Eftirfarandi tafla gefur yfirlit yfir tekjur og
gjöld almannatrygginga á árinu 1989, en þar
kemur fram að heildartekjur þeirra á árinu 1989
voru rúmir 21,2 milljarðar króna eða 7,2 prósent
af VLF. Þar af var framlag ríkissjóðs rúmlega
76%, sveitarfélaga tæplega 10% og atvinnurek-
enda rúmlega 14%. Um 8,8 milljarðar króna af
útgjöldum þessa árs fóru í samneyslu eða 41,5%
af útgjöldunum, en hins vegar rúmir 12,4 millj-
arðar króna í tekjutilfærslur eða 58,5% af út-
gjöldunum.
4.1 Lífeyristryggingar.
Lífeyristryggingar eru eingöngu í formi tekju-
tilfærslna til einstaklinga sem uppfylla ákveðin
skilyrði, og eru þær flokkaðar á eftirfarandi hátt
með tilliti til eðlis þeirra:
- Ellilífeyrir greiðist einstaklingum eldri en
67 ára.
- Sjómannalífeyrir greiðist sjómönnum eldri
en 60 ára með meiri en 25 ára sjósókn.
- Örorkulífeyrir greiðist einstaklingum með
skerta starfsgetu vegna örorku.
- Makabætur greiðast maka elli- og örorku-
lífeyrisþega.
- Barnalífeyrir greiðist með börnum yngri en
18 ára sem búa við sérstakar aðstæður.
- Mæðralaun (feðralaun) greiðast einstæð-
um mæðrum með börn yngri en 16 ára á
framfæri.
- Fæðingarorlof greiðist foreldri vegna fæð-
ingar barns.
- Ekkjubætur og lífeyrir greiðist einstaklingi
eftir lát maka.
- Aðrar bætur, s.s. bílakaupastyrkir, greið-
ast einstaklingum sem uppfylla viss skil-
yrði.
57