Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 17
á þennan mælikvarða 1). Útgjöld ríkisins hafa
ávallt verið meiri en útgjöld sveitarfélaga, og
hefur hlutdeild ríkisins frekar vaxið.
í töflu 1.3 má sjá að árlegur meðalvöxtur
Tafla 1.3 Þróun ríkisútgjalda 1901-1945.
Árlegur
Tímabil Árlegur meðal- vöxtur meðal- vöxtur umfram hagvöxt Árlegur meðal- vöxtur á mann Meðal- htutfall ríkisútgj af VÞF
1901-1914 4,7% 0,8% 3,8% 3,9%
1914-1920 0,5% 0,5% -0,6% 4,1%
1920-1930 12,9% 6,7% 11,5% 5,3%
1930-1940 1,6% -1,0% 0,4% 7,1%
1940-1945 20,5% 14,9% 19,2% 9,6%
1901-1945 6,9% 3,1% 5,8% 5,6%
ríkisútgjalda á föstu verði hefur verið 6,9% á
tímabilinu 1901 til 1945, eða um 3,1% umfram
vöxt þjóðarframleiðslu. Á mann hefur meðal-
vöxturinn verið um 5,8% á ári. Mestur er vöxt-
urinn á mann á stríðsárunum eða rúmlega 19% á
ári, en minnstur í fyrri heimsstyrjöldinni en þá
drógust ríkisútgjöldin saman um 0,6% á ári að
meðaltali.
Séu ríkisútgjöldin skoðuð nánar (sjá mynd
1.3) kemur í ljós að árið 1876 fóru um 85% af
útgjöldum ríkisins til rekstrar, um 14% til tekju-
tilfærslna og 1,5% til styrktar framleiðslu. Árið
1901 fóru um 62% útgjaldanna til rekstrar,
12,5% til fjármunamyndunar, um 14% í tekju-
tilfærslur og 12% í framleiðslustyrki. í lok tíma-
bilsins tók rekstur ríkisins um 48% útgjaldanna,
fj ármunamyndun um 21%, tekjutilfærslur
10,5% og framleiðslustyrkir 21%.
Á mynd 1.4 er ríkisútgjöldum skipt eftir við-
fangsefnum. Þar kemur fram að rúmlega 24%
útgjalda ríkisins á árinu 1876 runnu til stjórnsýsl-
unnar og tengdra málefna, rúmlega 10,3% til
réttargæslu og rúmlega 56% til félagsiegra mál-
efna. Atvinnumálin tóku til sín 9,4%. Á árinu
1) Þessi niðurstaða víkur nokkuð frá niðurstöðu Gísla Blön-
dals þar sem landsframleiðslutölur Þjóðhagsstofnunar
eru lagðar til grundvallar.
1901 runnu 12% útgjaldanna til stjórnsýslunnar,
rúmlega 11% til réttargæslu, rúmlega 43% til
félagslegra mála og 33% til atvinnumála. í lok
tímabilsins var skiptingin þessi: Stjórnsýslan
tæplega 12% útgjaldanna, réttargæslan rúmlega
5%, félagslega þjónustan ríflega 47% og at-
vinnumálin tæplega 35%. Vextir af ríkisskuld-
um svöruðu til 1% af útgjöldum ríkisins árið
1945, en höfðu þá minnkað verulega frá fyrri
áratugum.
15