Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 90

Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 90
8. Skilgreining á starfsemi og umfangi hins opinbera. Það sem einna helst einkennir þróun hagkerf- isins á síðustu áratugum er vaxandi umfang og mikilvægi opinberrar starfsemi. Sú þróun hefur hrundið af stað mikilli umræðu bæði innan hagfræðinnar og stjórnmálanna, og hafa margar áhugaverðar spurningar vaknað. I þessum kafla verður leitast við að aðgreina opinbera starfsemi frá starfsemi annarra aðila í hagkerfinu, m.ö.o. að skilgreina umfang hins opinbera. Að sjálf- sögðu er ekki til nein einhlít skilgreining á hinu opinbera, því hún hlýtur alltaf að taka mið af þeirri notkun sem henni er ætluð hverju sinni. Hins vegar er hægt að draga fram þá þætti sem skipta mestu við slíka afmörkun. 8.1 Hvers vegna opinber starfsemi. Þegar fjallað er um opinbera starfsemi í hag- fræðilegu tilliti er rétt í upphafi að draga fram að hverju slík starfsemi beinist. En til að svara slíku skal dregin upp einföld mynd af hagkerfinu. Annars vegar eru framleiðsluþættir, þ.e. vinnu- afl, fjármagnsvörur og aðföng, hins vegar eru til staðar ákveðnar þarfir einstaklinga og þjóðfé- lags fyrir vöru og þjónustu. Framleiðslan gengur út á það að umbreyta framleiðsluþáttunum yfir í þessar vörur og þjónustu. Ef framleiðsluþáttun- um er umbreytt á hagkvæmastan hátt, þá bera einstaklingar og þjóðfélagið sem heild meira úr býtum en ella. Spurningin er því með hvaða hætti er best hægt að tryggja hagkvæmustu umbreytingu á framleiðsluþáttunum yfir í vöru og þjónustu. Þeir sem trúa á starfsemi markaðarins eru þeirr- ar skoðunar að einkarekstur og markaðskerfið sinni best slíku hlutverki. Þeir hugsa sem svo að hagnaðarvonin reki framleiðendur áfram í leit sinni að tækifærum til hagnaðar. Slík leit endar annars vegar í framleiðslu nýrra vara og þjón- ustu, ef framleiðandinn trúir því að neytandinn sé tilbúinn til að greiða hærra verð fyrir vöruna en kostar að framleiða hana. Og hins vegar í ódýrari framleiðslu eða hagkvæmari umbreyt- ingu en áður. Hagnaðarvonin er því driffjöðrin að nýj ungum og hagkvæmari framleiðslu. Það er að þessu ferli sem opinber starfsemi beinist meðal annars. 8.1.1 Markaðsbrestir. Ef markaðskerfið getur best fullnægt þörfum einstaklinganna og stuðlað að bestri nýtingu framleiðsluþáttanna vaknar sú spurning hvort þörf sé fyrir opinbera starfsemi. Flestir telja að svo sé og er ástæðan fyrst og fremst sú að raunveruleikinn er oft mun flóknari en margar forsendur markaðskerfisins gera ráð fyrir. Til dæmis er iðulega gert ráð fyrir að neytendur og framleiðendur séu margir og smáir, að enginn einn þeirra hafi bein áhrif á verðmyndunina, o.s.frv. Þá er í slíku kerfi oft gert ráð fyrir að aðilar markaðarins hafi þá þekkingu um nútíð og framtíð, sem nauðsynleg er til ákvarðana- töku, til að markaðskerfið skili tilætluðum ár- angri. En raunveruleikinn er oft annar. Þar þurfa aðilar markaðarins oft að taka ákvarðanir í algjörri óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér; ákvarðanir sem byggja aðeins á væntingum um framtíðina. Slíkar væntingar reynast iðulega rangar. Slíkar kringumstæður geta í vissum til- fellum reynst framleiðendum og þjóðfélaginu afar kostnaðarsamar, og dregið úr hvöt þeirra til að ráðast í stærri verkefni, sem mikil óvissa ríkir um. Markaðskerfið brestur með öðrum orðum. Það eru því margar ástæður fyrir því að hið opinbera hafi afskipti af markaðskerfinu og sé með ýmsa starfsemi. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Búskapur hins opinbera 1980-1989

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1989
https://timarit.is/publication/1002

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.