Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 88
Tafla 7.12 Útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála 1980-1989.
- HiUjónir króna -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Almannatrygg. og velferðarmál 815 1.349 2.168 3.418 4.525 6.736 8.748 12.403 16.543 19.733
Samneysla 124 214 359 592 656 1.117 1.560 2.249 3.142 3.543
Tekjutitfærslur 648 1.041 1.672 2.621 3.559 5.078 6.615 9.282 12.165 14.692
Fjármunamyndun 29 58 86 156 229 415 392 638 983 1.172
Fjármagnstitfærslur 14 37 52 49 81 127 181 233 254 326
% af heiIdarútgjöldum 16,3 16,8 16,6 14,5 16,1 16,4 15,1 17,9 17,5 16,7
% af vergri landsframleiðslu 5,3 5,5 5,7 5,2 5,2 5,7 5,5 6,0 6,5 6,7
almannatrygginga og velferðarmála. Um þrír
fjórðu hlutar þessara útgjalda eru tekjutilfærslur
til heimilanna. Um 18% er samneysla í ýmsum
formum og afgangurinn er fjármunamyndun og
fjármagnstilfærslur. í ofangreindu yfirliti er að
finna sundurgreiningu þessara útgjalda eftir teg-
undum.
Ef litið er nánar á sundurgreiningu þessara
útgjalda kemur eftirfarandi í ljós:
1. Tekjutilfœrslur.
Tekjutilfærslur hins opinbera til velferðar-
mála voru um 14,7 milljarðar króna á árinu 1989
og greiddu almannatryggingarnar 84/2% þeirra,
ríkissjóður um 11% og sveitarfélögin það sem á
vantaði. í kafla fjögur hér á undan er gerð grein
fyrir greiðslum almannatrygginganna og kemur
þar fram að hinar ýmsu lífeyristilfærslur til heim-
ilanna voru lang fyrirferðarmestar. Ríkissjóður
greiddi beint tæplega 1,6 milljarða króna á
nefndu ári, og fór stærsti hluti þess til heimil-
anna, eða u.þ.b. 84%; og var uppistaðan að
mestu lífeyris- og eftirlaunagreiðslur. Það sem
eftir var, eða 16%, fór að mestu til málefna
fatlaðra. Að síðustu þá greiddu sveitarfélögin
beint 722 milljónir króna í tekjutilfærslur til
velferðarmála á árinu 1989 og var stór hluti þess
fjárhagsaðstoð við heimilin.
2. Samneysla.
Samneysla hins opinbera í velferðarmálum
var ríflega 3,5 milljarðar króna á árinu 1989. Þar
af var samneysla sveitarfélaga rúmlega 2,3 millj-
arðar króna, sem var að mestu í formi umönnun-
ar við annars vegar börn, s.s. með rekstri barna-
heimila, og hins vegar aldraðra, s.s. með rekstri
elliheimila. Samneysla ríkissjóðs varð rúmlega 1
milljarður króna á nefndu ári, og var að mestu
þjónusta við fatiaða. Afgangurinn eða um 200
milljónir króna var samneysla almannatrygg-
inga, sem var að mestu leyti yfirstjórn, m.ö.o.
rekstrarkostnaður Tryggingastofnunar ríkisins.
Ríflega tveir þriðju hlutar af brúttó samneyslu
hins opinbera í velferðarmálum er launakostn-
aður.
3. Fjármunamyndun og fjármagnstilfœrslur.
Fjárfesting hins opinbera í velferðarmálum
varðum 1,5 milljarðar krónaáárinu 1989. Þaraf
varfjárfestingsveitarfélaga um þrírfimmtu hlut-
ar hennar, en þar taka dagvistunarheimili barna
og heimili aldraðra stærsta hlutann. Fjárfesting
eða fjármagnstilfærslur ríkisins fara að mestu til
stofnana fatlaðra, en aðstaða aldraðra fær
einnig sinn skerf.
í eftirfarandi töflu má sjá hvernig heildarút-
gjöld til almannatrygginga og velferðarmála
skiptast milli opinberra aðila, þ.e. ríkissjóðs,
almannatrygginga ogsveitarfélaga. Fram kemur
að tveirþriðju hlutar útgjaldanna erráðstafað af
almannatryggingum, en afgangnum, þ.e. einum
þriðja, er ráðstafað nokkurn veginn jafnt af
sveitarfélögum og ríkissjóði.
86