Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 77
6. Tekjur hins opinbera.
í þessum hluta verður gefið yfirlit yfir tekjur
hins opinbera á árunum 1980 til 1989, en á þeim
áratug hafa orðið umtalsverðar breytingar á
tekjuöflunarkerfi þess. Má þar nefna stað-
greiðslu tekjuskatts einstaklinga sem hófst í
ársbyrjun 1988, breikkun söluskattsstofnsins og
fækkun undanþága, og nú allra síðast upptöku
virðisaukaskatts í stað söluskatts í ársbyrjun
1990. Pá hafa orðið margar umfangsminni
breytingar, svo sem á bifreiðasköttum, eigna-
sköttum, lántökusköttum og vörugjöldum svo
eitthvað sé nefnt.
Eins og fram kemur í töflu 6.1 hefur hlutfall
heildartekna af vergri landsframleiðslu verið
tiltölulega stöðugt fyrstu fimm ár þessa áratug-
ar, eða á bilinu 33-34% af landsframleiðslu.
Síðan lækkar það nokkuð á árunum 1985-1987
og varð rúmlega 32%. Á árinu 1988 urðu hins
vegar umtalsverðar breytingar á tekjuöflunar-
kerfinu eins og áður segir, og varð hlutfall
heildartekna af landsframleiðslu 35% á því ári.
Og enn hækkaði þetta hlutfall árið 1989 og varð
um 36‘/2%, meðal annars vegna hækkunar á
skattprósentum og samdráttar í landsfram-
leiðslu. Tekjur hins opinbera eru að mestu leyti
skatttekjur, eða um 92% þeirra að meðaltali á
árunum 1980 til 1989. Vaxtatekjur standa fyrir
mestum hluta af því sem á vantar. Ef skatttekjur
eru skoðaðar nánar kemur í ljós, að óbeinir
skattar eru um 73 % af heildarsköttum að meðal-
tali á þessum árum. Með tilkomu staðgreiðslu
tekjuskatts hefur hlutfallið lækkað nokkuð, og
eru óbeinir skattar nú um 70% af heildarskött-
um.
Skatttekjum er yfirleitt skipt í annars vegar
beina skatta, sem leggjast fyrst og fremst á
tekjur og eignir, og hins vegar óbeina skatta,
sem leggjast á vöru og þjónustu. í alþjóðasam-
anburði eru skattar þó oft flokkaðir frekar eftir
tegund, eins og gert er í töflu 6.2. Þar sést að
tekjuskattar eru um einn fjórði hluti af skatttekj-
um hins opinbera á árinu 1989, en árin þar á
undan var hlutdeild þeirra ríflega einn fimmti
hluti skattteknanna að meðaltali. Hlutdeild
þeirra hefur því aukist all nokkuð, en einstak-
lingar greiða nálægt 90% tekjuskattanna. Hlut-
deild eignarskatta hefur einnig vaxið á síðasta
áratug, eða úr því að vera 6,2% árið 1980 í 8,4%
árið 1989.
Hlutfall vöru- og þjónustuskatta af heildar-
Tafla 6.1 Tekjur hins opinbera 1980-1989
- Milljónir króna 09 % af heiIdartekjum og VLF -
HeiIdartekjur 1980 5.155 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 8.248 13.580 22.027 29.760 38.678 50.973 66.786 89.236 107.770
1. Eignatekjur 6,3 5,7 7,0 10,7 9,0 10,0 8,0 7,6 6,8 7,9
- Vaxtatekjur 5,9 5,2 6.3 9,9 8,1 9,0 6,8 6,5 5,7 6,2
2. Skatttekjur 93,4 94,1 92,6 89,1 90,8 89,8 91,8 92,2 93,0 91,9
- Beinir skattar 25,2 24,1 24,9 23,3 23,3 21,7 25,2 22,9 27,0 27,8
- Óbeinir skattar 68,2 70,1 67,8 65,8 67,4 68,1 66,6 69,3 66,0 64,1
3. Aðrar tekjur 0,2 0,2 0,4 0,2 0,3 0,2 0,1 0,2 0,2 0,1
Heildarekjur % af VLF 33,3 33,9 35,6 33,5 34,0 32,5 32,1 32,1 35,0 36,4
Skatttekjur % af VLF 31,1 31,9 33,0 29,8 30,9 29,2 29,5 29,6 32,6 33,5
75