Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 74
5.4 Samstarf ríkis og sveitarfélaga.
Samstarf ríkis og sveitarfélaga er með marg-
víslegum hætti, og hefur tekið talsverðum breyt-
ingum undanfarna áratugi. Hér á eftir verður
fj allað um þá málaflokka þar sem um samstarf er
að ræða. í ársbyrjun 1990 tóku að vísu gildi ný
lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga,
sem fólu í sér verulegar breytingar frá fyrri
skipan. En hér verður þó fyrst og fremst fjallað
um fyrri skipan.
1. Frœðslumál.
Starfsemi grunnskóla eru bæði í verkahring
ríkis og sveitarfélaga. Ríkið greiðir t.d. launa-
kostnað vegna kennslu, stjórnunarstarfa, bóka-
safna, félagslífs nemenda og mötuneyta. Þá
tekur það þátt í kostnaði við s.s. húsaleigu,
skyldutryggingar, heilbrigðisþjónustu og skóla-
akstur. Annan rekstrarkostnað greiða sveitarfé-
lögin að mestu. Ríkið greiðir um helming af
stofnkostnaði við kennslurými grunnskóla og
verulegan hluta af stofnkostnaði við heima-
vistarrými og kennaraíbúðir. Með nýju verka-
skiptingarlögunum er þátttaka sveitarfélaga
mun meiri í starfsemi grunnskólanna, bæði hvað
varðar rekstur og stofnkostnað.
Framhaldsmenntun er að mestu kostuð af
ríkinu, en sum sveitarfélög eiga þó nokkurn hlut
þar að. Ríkið greiðir t.d. kennaralaun og helm-
ing rekstrarkostnaðar fjölbrautaskóla. Af rekst-
arkostnaði iðnskóla greiðir ríkið kennaralaun
og helming af viðhaldi húsnæðis og tækja, flutn-
ingskostnaði og heilbrigðisþjónustu. Annan
rekstrarkostnað þessara skóla greiðir viðkom-
andi sveitarfélag. Þá greiðir ríkið allan stofn- og
rekstrarkostnað við menntaskóla og ýmsa
sérskóla, en kostnaður við fjölbrautaskóla og
iðnskóla skiptist milli ríkis og viðkomandi sveit-
arfélags. Ber ríkið 60% af stofnkostnaði fjöl-
brautaskóla og 50% af stofnkostnaði iðnskóla.
Varðandi tónlistarskóla sem sveitarfélög reka
eða styrkja þá greiðir ríkið sem samsvarar 50%
af launum skólastjóra og kennara. Með nýjum
lögum falla þessar greiðslur niður. Stofnkostn-
aður tónlistarskóla greiðist af stofnendum hans.
2. íþrótta-, félags- og æskulýðsmál.
Bæði ríki og sveitarfélög taka þátt í byggingu
íþróttamannvirkja, en mannvirkin eru rekin af
sveitarfélögum eða íþróttafélögum. Þá styrkja
báðir aðilar rekstur íþróttahreyfinga og íþrótta-
félög. íþróttasjóði er heimilt að veita styrki sem
samsvara allt að 40% af byggingarkostnaði.
Mörg íþróttamannvirki sveitarfélaga flokkast
sem skólamannvirki og eru því fjármögnuð af
ríkissjóði að helmingi. Frumkvæði í æskulýðs-
málum hefur einkum verið hjá sveitarfélögum
og félagasamtökum. Félagsheimilasjóði, sem er
í eigu ríkisins, er heimilt að veita félagsheimilum
og ýmsum félagasamtökum styrki sem nema allt
að 40% af byggingarkostnaði félagsheimila.
Með nýju verkaskiptingarlögunum verður þessi
málaflokkur í mun ríkara mæli í verkahring
sveitarfélaganna.
3. Dagvistarheimili.
Sveitarfélög sjá um dagvistunarmál að öðru
leyti en því að ríkið leggur til 50% af stofnkostn-
aði dagvistarheimila, annast stofnanir fatlaðra
og meðferðarheimila fyrir unglinga. Meiri hluta
rekstrarkostnaðar dagvistarheimila greiða sveit-
arfélög, en hluti hans er greiddur af foreldrum.
Með nýjum lögum verður stofnkostnaður dag-
vistarheimila að fullu greiddur af sveitarfélög-
um.
4. Málefni fatlaðra.
Málefnum fatlaðra er sinnt af ríki, sveitarfé-
lögum og ýmsum félagasamtökum. Sveitarfé-
lögin greiða þann kostnað fatlaðra barna á
almennum dagheimilum sem er umfram vist-
gjöld. Kostnaðarauki umfram almennan rekstr-
arkostnað á ríkið þó að endurgreiða eftir sér-
stökum reglum. Kostnaður við skammtímavist-
un, leikfangasöfn, atvinnuleit og skóladagheim-
ili á að skiptast þannig að ríkið greiðir 85% og
sveitarfélög 15%. Rekstrarkostnaður göngu-
deilda og endurhæfingarstöðva skiptist milli
ríkis og sveitarfélaga í sömu hlutföllum og rekst-
ur heilsugæslustöðva. Rekstrarkostnað annarra
stofnana fatlaðra greiðir ríkissjóður að fullu.
Ríkið greiðir 100% af stofnkostnaði meðferð-
arheimila, sumardvalarheimila, sambýla, sér-
72