Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 92
mismunandi hætti. Slík áhrif geta verið í formi
tekjutilfærslna til heimilanna, til að auka tekju-
jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Þá geta þau verið í
formi framleiðslustyrkja til fyrirtækja, til að
halda uppi framleiðslu á einhverri vöru eða
þjónustu sem talin er þjóðhagslega mikilvæg,
eða til að halda verði hennar niðri. Að síðustu
geta þau verið í formi fjármagnstilfœrslna til
ýmiss konar fjárfestinga, s.s. til húsnæðismála
eða menntunar.
Á vettvangi stjórnmálanna þarf einnig að taka
afstöðu til þess hvaða vöru og þjónustu skuli
neytt sameiginlega, en slík þjónusta getur flokk-
ast undir eftirfarandi viðfangsefni:
1. Aimenn þjónusta.
a) Opinber stjórnsýsla.
b) Öryggis- og varnarmál.
2. Félagsleg þjónusta.
c) Heilbrigðismál.
d) Fræðslumál.
e) Velferðarmál.
f) Skipulags-, umhverfis- og húsnæðis-
mál.
g) Menningarmál.
3. Þjónusta við atvinnuvegina.
h) Orkumál.
i) Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál.
j) Iðnaðarmál.
k) Samgöngumál.
8.2 Hvernig ber að skilgreina starfsemi hins
opinbera.
Ekki er til neitt einhlítt svar við þeirri spurn-
ingu hvernig beri að skilgreina starfsemi hins
opinbera. Skilgreining af þessu tagi hlýtur ætíð
að taka mið af þeim tilgangi sem henni er ætlað.
Að sjálfsögðu er slíkur tilgangur afar mismun-
andi, sem hefur áhrif á hvaða þættir skulu
reiknaðir með.
Segja má að um tvö meginsjónarmið sé að
ræða hvað varðar skilgreiningu á hinu opinbera,
þ.e. bókhaldslegt sjónarmið og hagfræðilegt
sjónarmið. Hið fyrra leggur ríka áherslu á bók-
haldslegar venjur og samkvæmni í skilgreiningu
90
sinni, en hið seinna meiri áherslu á hin raun-
verulegu hagfræðilegu áhrif hins opinbera. Hér
verður einungis fjallað um hið hagfræðilega
sjónarmið. En hagfræðingar vilja að reikningar
hins opinbera séu þannig úr garði gerðir að á
einfaldan hátt sé hægt að lesa út úr þeim vís-
bendingar sem, með aðstoð sambanda eða lík-
ana, sýna hin fjölmörgu áhrif hins opinbera á
hagkerfið, s.s. á heildareftirspurnina, ráðstöfun
og nýtingu framleiðsluþáttanna og á peninga- og
fjármagnsmarkaðinn. Hér skiptir því miklu að
hið opinbera sé þannig skilgreint að hinir raun-
verulegu áhrifavaldar þess á hagkerfið komi
fram.
Segja má að í allra víðustu merkingu saman-
standi hið opinbera af þeim stofnunum sem á
beinan eða óbeinan hátt lúta yfirstjórn stjórn-
valda. Slík skilgreining væri þó röng útfrá hag-
fræðilegu sjónarmiði þar sem margar stofnanir
sem lúta óbeint stjórn yfirvalda eru nokkuð
sjálfstæðar í sinni starfsemi og hafa eiginleika
sem eru mun líkari eiginleikum einkaaðila en
opinberra aðila. Það er því nauðsynlegt að
þrengja merkingu hins opinbera nokkuð og
draga fram vissar reglur sem styðjast má við í
flokkun stofnana í einka- og opinbera aðila.
Samkvæmt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu
þjóðanna (SNA) er sú starfsemi opinberra aðila
sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum,
en ekki með sölu á almennum markaði, flokkuð
sem opinber starfsemi. Hér er um tiltölulega
þrönga skilgreiningu á hinu opinbera að ræða. í
þessu felst að starfsemi opinberra fyrirtækja,
sem að mestu er fjármögnuð með gjaldskrár-
bundnum tekjum eða með sölu á almennum
markaði, er ekki talin með opinberri starfsemi,
heldur er hún talin með viðkomandi atvinnu-
grein í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga.
Samkvæmt þessari reglu á að telja A-hluta
ríkissjóð (central government), sveitarfélög
(local government) og almannatryggingarkerfið
(social security system) sem opinbera aðila, þar
sem þeir eru að mestu fjármagnaðir með skatt-
tekjum. Öðru máli gegnir hins vegar um fyrir-
tæki og sjóði í eigu þeirra, sömuleiðis um fyrir-
tæki og stofnanir sem þeir eiga eignaraðild að.
Þá má spyrja um stöðu lífeyrissjóða og Seðla-
j