Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 80
Mynd 7.1
Útgjaldaflokkar hins opinbera
Hlutfall af heildargjöldum
Árið 1989
Önimr útgjöld (5.6%)—^ /—Alrnenn stjómsýsla (8.3%)
Atvinimrnál (21.8%)-
Vaxtagjöld (9.5%)
Menningartnál (6.0%)
Fræðslumál (13.4%)
Heilbrigðisrnál (18.7%)
i— Velferðannál (16.7%)
armál, sem voru rúmlega 16% af útgjöldunum
að meðaltali á árunum 1980-1989. Þá koma
fræðslumálin sem voru u.þ.b. 13/2% að meðal-
tali. Þessir þrír málaflokkar taka til sín um
helming af opinberu fjármagni.
Útgjöld hins opinbera til atvinnumála voru
um fjórðungur opinberra útgjalda að meðaltali á
árunum 1980-1989. Samgöngumálin voru þar
stærst, en þau hafa verið um tíundi hluti útgjalda
hins opinbera. Þá vega landbúnaðarmálin
einnig þungt. Að síðustu eru það önnur mál,
sem eru um 10% af heildarútgjöldum að meðal-
tali. Þar vega vaxtaútgjöldin langþyngst, en þau
hafa verið 7,7% að meðaltali á þessu tímabili.
Mynd 7.1 að ofan sýnir vel hlutdeild ofan-
greindra málaflokka í heildarútgjöldum hins
opinbera.
Hér á eftir verður gerð nánari grein yfir
þremur stærstu viðfangsefnum hins opinbera,
þ.e. heilbrigðismálum, fræðslumálum og að síð-
ustu almannatryggingum og velferðarmálum.
7.1 Fræðslumál.
Fræðsluþjónusta hér á landi er að mestu í
höndum hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfé-
laga, en þó er nokkur hluti hennar í höndum
einkaaðila. Samræmd löggjöf um fræðsluþjón-
ustu er ekki til, en hins vegar eru til sérstök lög
fyrir hverja tegund þeirrar þjónustu. Til að byrja
með verður leitast við að lýsa uppbyggingu
fræðsluþjónustunnar hér á landi og meginmark-
miðum hennar. Til einföldunar má greina
fræðsluþjónustuna í eftirfarandi sex megin-
flokka, þ.e.:
1. Grunnskólastig.
2. Framhaldsskólastig
2.1 Almennt framhaldsskólastig.
2.2 Sérhæft framhaldsskólastig.
3. Æðra skólastig.
3.1 Háskólastig.
3.2 Önnur stig.
4. Annað skólastig.
5. Námsaðstoð.
6. Aðra fræðsluþjónustu
- þ.a. námslán.
f framhaldinu verður fjallað um hvern þessara
flokka fyrir sig, um eðli þeirra og markmið:
1. Grunnskólastig.
Grunnskólastig er níu ára skyldunámsstig,
þar sem fram fer fræðsla fyrir börn og unglinga á
aldrinum 7 til 16 ára. Samkvæmt lögum skal
grunnskólinn leitast við að haga störfum sínum í
sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda
og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og mennt-
un hvers og eins. Hann skal veita nemendum
tækifæri til að afla þekkingar og leikni og temja
sér vinnubrögð, sem stuðla að stöðugri viðleitni
til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því
leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda
og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
78