Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 24
tekjutilfærslur 17,6 milljarðar og fjármagnstil-
færslur 9,9 milljarðar króna.
2.1.3 Lánastarfsemi.
Með lánastarfsemi sinni getur hið opinbera
haft veruleg áhrif á sparnað og ráðstöfun sparn-
aðar þjóðarbúsins. Sömuleiðis getur það haft
áhrif á vaxtaþróunina. Á árinu 1988 var hrein
lánsfjárþörf hins opinbera um 10 milljarðar
króna eða 3,9% af vergri landsframleiðslu, og
kröfu- og hlutafjáraukningin rúmlega 5,7 millj-
arðarkrónaeðaum2% afVLF. Hérerumnettó
stærðir að ræða þannig að umsvif hins opinbera
á lánamarkaðnum eru umtalsverð. Stærstum
hluta lánsfjárþarfarinnar hefur verið mætt með
erlendum lánum á undanförnum árum.
2.1.4 Atvinnustarfsemi.
Hið opinbera hefur með höndum margþætta
atvinnustarfsemi, sem þjónar mismunandi
markmiðum og starfar við mismunandi mark-
aðsskilyrði. Markmiðin geta, auk hagnaðarvon-
ar, verið t.d. byggðasjónarmið, atvinnusköpun
og nýjungar í atvinnumálum. Markaðsskilyrðin
geta verið allt frá einokunaraðstöðu til frjálsrar
samkeppni. Slík atvinnustarfsemi stendur að
öllu eða verulegu leyti undir kostnaði með tekj-
um af sölu á vöru og þjónustu eða er í meginat-
riðum hliðstæð starfsemi einkaaðila. Skipta má
þessari atvinnustarfsemi í annars vegar fram-
leiðslustarfsemi, þ.e. framleiðslu á vöru og
þjónustu, og hins vegar lánastarfsemi, sem starf-
rækt er af lánastofnunum og sjóðum. Þessi
atvinnustarfsemi getur verið að öllu leyti í eigu
hins opinbera eða aðeins að hluta til, t.d. í formi
hlutafjár.
Á árinu 1988 námu heildartekjur framleiðslu-
fyrirtækja í eigu ríkisins (í B-hluta fjárlaga) og
Reykjavíkurborgar í kringum 38 milljörðum
króna eða sem svarar 15% af vergri landsfram-
leiðslu. Heildar lánveitingar A-hluta ríkissjóðs
og sjóða í B-hluta námu um 82 milljörðum króna
á sama ári eða 32% af vergri landsframleiðslu.
2.1.5 Efnahagsstjórn.
Hið opinbera getur beitt tvennskonar stjórn-
tækjum við efnahagsstjórn, þ.e. fjármála- og
22
peningamálastjórn. Með fjármálastjórn, sem
mótuð er í fjárlögum, nær hið opinbera efna-
hagslegum markmiðum sínum með stjórnun
skattlagningar og útgjaldaáforma.
Hið opinbera beitir peningamálastjórn í sam-
ráði við Seðlabanka í því skyni að ná efnahags-
legum markmiðum sínum með stjórnun er mið-
ar að því að hafa áhrif á fjármagnsmarkaðinn,
s.s. á lánastarfsemina, sparnaðinn og vaxtastig-
ið, og með stjórnun gengismála. Slík stjórnun er
meðal annars mótuð í lánsfjárlögum.
2.1.6 Lagasetning.
Hið opinbera getur með lagasetningu haft
áhrif á athafnir fyrirtækja og heimila. í fram-
kvæmd getur það einnig haft margþætt áhrif á
þróun efnahagsmála. Það getur t.d. takmarkað
eða rýmkað aðgang að vissum atvinnugreinum,
eða haft áhrif á framleiðslumagn. Sömuleiðis
getur það sett reglur um mengunarvarnir, aukið
öryggi og heilnæmi vinnustaða, eða gæði og
eftirlit með neyslu- og fjárfestingarvörum. Þá
getur hið opinbera haft áhrif á margvísleg mál-
efni, s.s. byggðaþróun, atvinnuþróun, atvinnu-
vegaþróun, þróun lánamarkaðarins o.s.frv.
2.2 Umfang hins opinbera.
Með þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu
þjóðanna eða SNA (A System of National
Accounts), er á kerfisbundinn hátt reynt að gefa
yfirlit yfir efnahagsstarfseminaíþjóðarbúskapn-
um í heild svo og einstaka þætti hennar. Tilgang-
urinn er meðal annars að mæla afkomu og
efnahag þjóðarbúsins. í þessu skyni eru aðilar
efnahagsstarfseminnar því flokkaðir niður í
stærri hópa eða geira eftir eðli eða starfsemi
þeirra. Takmarkið er að skrá öll viðskipti milli
einstakra geira en ekki innbyrðis viðskipti aðila
innan sama geira. Oftast er miðað við fjóra
geira, þ.e.:
1) Fyrirtæki önnur en peningastofnanir.
2) Peningastofnanir.
3) Hið opinbera.
4) Heimilin.
J