Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 13
bera þar lýst, ásamt því sem gerður er stuttur
samanburður við helstu OECD-ríkin. í þriðja
kafla er hins vegar ýtarlega fjallað um fjármál
ríkissjóðs, og er þar farið yfir tekjur, útgjöld og
afkomu ríkissjóðs, ásamt lánahreyfingum.
í fjórða kafla er gefið yfirlit yfir starfsemi
almannatrygginga, og er einstökum tryggingum
þar gerð skil. í flmmta kafla er fjallað um fjármál
sveitarfélaga, um tekjur þeirra, útgjöld, afkomu
og lánahreyfingar. Eru efnistök svipuð og í
þriðja kafla. í sjötta kafla er vikið að tekjum hins
opinbera og í sjöunda kafla að útgjöldum hins
opinbera. í þeim kafla er fjallað ýtarlega um
meginútgjaldaflokka hins opinbera, þ.e.
fræðslu- og heilbrigðisútgjöld og útgjöld til al-
mannatrygginga og velferðarmála. Að lokum er
í áttunda kafla farið yfir helstu þætti varðandi
skilgreiningu á starfsemi og umfangi hins opin-
bera.
Töfluhluti skýrslunnar skiptist í tíu flokka.
Fyrst eru yfirlitstöflur, en síðan ýmsar sundur-
liðanir á tekjum og útgjöldum, s.s. á samneyslu,
framleiðslustyrkjum, fjármunamyndun o.fl.
Síðast í töfluhlutanum er alþjóðlegur saman-
burður og yfirlitstöflur um fjármál hins opinbera
á þessari öld.
Að síðustu eru svo þrír viðaukar. í þeim fyrsta
er ensk þýðingu á töfluheitunum og í öðrum
þýðing á helstu hugtökum sem koma fyrir í
skýrslunni, en sá þriðji er heimildaskrá.
Heimildir um búskap hins opinbera eru að
mestu leyti unnar upp úr reikningum ríkissjóðs,
sveitarfélaga og Tryggingastofnunar ríkisins.
Reikningar ríkissjóðs hafa nær eingöngu verið
unnir upp úr A-hluta ríkisreiknings, sem nær
yfir skatttekjur og ráðstöfun þeirra. í B-hluta
eru hins vegar færð fyrirtæki ríkisins, ýmsar
stofnanir o.fl.
Úrvinnsla úr reikningum sveitarfélaganna
hefur fyrst og fremst miðast við hina eiginlegu
bæjarsjóðsreikninga, en þar eru færðar skatt-
tekjur og ráðstöfun þeirra. Efni fyrir hreppana
hefur verið unnið upp úr reikningum helstu
hreppa, nokkuð breytilegt eftir árum. Þessi
úrvinnsla er síðan notuð til viðmiðunar við
áætlun fyrir aðra hreppa og sýslufélög. Við þá
áætlun hefur einnig verið lögð til grundvallar
álagning útsvara, aðstöðugjalda og fasteigna-
skatta, skv. skýrslum félagsmálaráðuneytisins
um þau hreppsfélög, sem ekki hafa verið í úrtaki
Þjóðhagsstofnunar. Þá liggur jafnframt fyrir
uppgjör Jöfnunarsjóðs, en Jöfnunarsjóður er
hér færður sem hluti af búskap sveitarfélaganna.
Úrvinnsla Þjóðhagsstofnunar úr reikningum
sveitarfélaga, eins og henni hefur verið lýst hér,
hefur náð til sveitarfélaga, sem samtals höfðu
85-90% af heildartekjum sveitarfélaga á öllu
landinu, þannig að aðeins hefur þurft að beita
þeim áætlunum, sem lýst var hér að framan, á
10-15%. Hin allra síðustu ár hefur úrvinnsla
Þjóðhagsstofnunar tekið í ríkara mæli mið af
uppgjöri Hagstofu íslands á sveitarsjóðsreikn-
ingum, sem nú kemur út með reglulegu millibili.
Þá hefur hún einnig stuðst við árbækur Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga um fjármál sveitar-
félaga.
Varðandi almannatryggingakerfið hafa yfir-
litin verið unnin upp úr reikningum Trygginga-
stofnunar ríkisins, þ.e. reikningum sjúkratrygg-
inga, lífeyristrygginga, slysatrygginga og at-
vinnuleysistrygginga, en reikningar þessir hafa
verið birtir í Félagsmálum, tímariti Trygginga-
stofnunar ríkisins.
Varðandi frekari lýsingu á reikningagerðinni
umfram það sem fram kemur í þessari skýrslu er
vísað til „Búskapar hins opinbera 1980-1984“
sem fjallar um sama efni.
11