Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 34
Tafla 2.8 Framleiðslufyrirtæki i eigu
ríkissjóðs og Reykjavfkurborgar.
Ár Vergar tekjur m.kr Vergar tekjur sem hlf. af VLF Fjöldi fyrirtæk
1980 2.791 18,0% 75
1982 6.962 18,3% 79
1984 17.795 20,3% 76
1986 23.893 15,1% 63
1988 38.088 15,0% 60
Af töflunni hér að ofan má ráða, að umsvif
opinberra fyrirtækja hafa minnkað nokkuð á
þessum áratug mælt í hlutfalli við verga lands-
framleiðslu eða um einn sjötta. Um 30% tekna
opinberra fyrirtækja á árinu 1988 myndast hjá
orkufyrirtækjum.
2. Opinber lánastarfsemi.
Hið opinbera er umsvifamikill lántakandi og
lánveitandi í hagkerfinu, sömuleiðis ábyrgist
það í ríkum mæli lán ýmissa aðila. Það getur því
með lánastefnu sinni haft margþætt áhrif á starf-
semi hagkerfisins, s.s. á uppbyggingu atvinnu-
lífsins, vexti og starfsemi lánamarkaðarins al-
mennt. Það er því mikilvægt að gera sér grein
fyrir umfangi og hugsanlegum áhrifum þessa
þáttar. Rétt er þó að benda á, að lántaka eða
lánveiting getur haft mismunandi áhrif á hag-
kerfið eftir því hvernig fénu er varið. Þaö er því
erfiðleikum háð að mæla umfang og áhrif þess-
arar starfsemi.
í töflunni hér á eftir eru dregnar saman nokkr-
ar upplýsingar sem gætu varpað Ijósi á umfang
lánastarfsemi opinberra aðila. Upplýsingarnar
eru unnar upp úr A- og B-hluta ríkisreiknings og
sýna því lánastarfsemi ríkissjóðs og fyrirtækja í
eigu hans.
Lánaumsvif þessara aðila eru umtalsverð eins
og fram kemur í töflunni. Árið 1988 voru vergar
skuldir A- og B-hluta ríkissjóðs í kringum 126
milljarðar króna, eða um helmingur af lands-
framleiðslu þess árs. Útistandandi kröfur voru
hins vegar tæplega 82 milljarðar króna eða 32%
af VLF. Nettó skuldin er því ríflega 44 milljarðar
króna. En opinber lánastarfsemi takmarkast
ekki aðeins við þessa aðila, því bæði sveitarfélög
og ýmis fyrirtæki þeirra eru þátttakendur í um-
fangsmikilli lánastarfsemi. Þá eru nokkrir at-
vinnuvegasj óðir eða fj árfestingarlánasjóðir utan
B-hluta ríkissjóðs á ábyrgð eða í eigu ríkissjóðs,
en skuldir og kröfur þeirra nema tugum millj-
arða króna. Að síðustu má nefna að Landsbanki
íslands og Búnaðarbanki íslands eru í eigu
opinberra aðila, en innlán eða vergar skuldir
þeirra voru í árslok 1988 tæplega 82 milljarðar
króna.
Eftirfarandi tafla sýnir fjölda lána og Iántaka
sem njóta ríkisábyrgðar á lánum sínum. Einnig
sýnir hún heildarfjárhæð þessara lána og hlutfall
þeirra af vergri landsframleiðslu. Þar sést að
fjöldi lána hefur minnkað verulega á þessu
Tafla 2.9 Skuldir og kröfur A- og
Skuldir 2)
Ár mi l j.kr % af VLF
1980 6,4 41,3
1982 21,0 55,0
1984 51,3 58,6
1986 73,5 46,3
1988 126,0 49,5
•hluta ríkissjóðs 1980-1988 1).
Kröfur 2) Nettó skuldir
ilj.kr % af VLF milj.kr % af VLF
3,0 19,6 3,4 21,7
11,1 29,2 9,8 25,8
24,8 28,3 26,5 30,3
44,2 27,9 29,3 18,5
81,6 32,0 44,4 17,4
1) Innbyrðis kröfur og skuldir ekki meðtaldar. 2) Formlegar kröfur og skuldir, þ.e.
án viðskiptareikninga.
32