Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 14
1. Sögulegt yflrlit.
Þegar gefa á sögulegt yfirlit yfir opinber
útgjöld hér á landi er eðlilegast að miða við árið
1874 sem upphafsár. Á því ári fengu íslendingar
nýja stjórnarskrá sem gaf Alþingi takmarkað
lagalegt og stjórnunarlegt vald yfir opinberum
fjármálum. Fyrir þann tíma, eða frá endurreisn
Alþingis árið 1843, starfaði Alþingi aðeins sem
ráðgefandi aðili við stjórnina í Kaupmannahöfn.
Með hinni nýju stjórnarskrá skyldi fjárlagafrum-
varp lagt fyrir Alþingi til umræðu, en það varð
hins vegar ekki að lögum nema með samþykki
Danakonungs. Æðsta valdið var þó í raun í
höndum danska dómsmálaráðuneytisins, en
framkvæmdavaldið í höndum landshöfðingja
hér á landi. Með heimastjórnarlögunum árið
1904 færðist allt vald yfir innlendum málefnum
til íslendinga, og árið 1918 varð ísland fullvalda
ríki en í ríkjabandalagi við Danmörk, sem ann-
aðist utanríkismálefni þjóðarinnar. Árið 1944
varð ísland síðan sjálfstætt ríki óháð danska
ríkinu.
Best er að skipta tímabilinu 1874 til 1989 í tvö
tímabil, þ.e. fyrir og eftir 1945. Ástæða þess er
fyrst og fremst sú að fyrir 1945 eru upplýsingar
varðandi helstu hagstærðir frekar af skornum
skammti og ekki ýkja áreiðanlegar í samanburði
við síðari upplýsingar. En með lögum frá árinu
1953 var Framkvæmdabanka íslands falið að
semja áætlun um þjóðartekjur, myndun þeirra,
skiptingu og notkun. Með þeim lögum hefst
samfelld þjóðhagsreikningagerð hér á landi, en
árið 1945 var valið sem upphafsár þeirra sam-
felldu áætlana.
1.1 Tímabilið 1876-1945.
Segja má að upp úr aldamótunum hefjist
„iðnbyltingin“ hér á landi, er tæknivæðingin
jókst verulega í flestum atvinnugreinum, þó
mest í sjávarútvegi. Fyrsti togarinn kom til
landsins árið 1905, en þeir voru orðnir 20 talsins
tíu árum síðar. Sjávarafli stórjókst í kjölfarið,
bæði að magni og verðmæti. Velgengni sjávarút-
vegsins hafði mikil áhrif á búsetu og atvinnuupp-
byggingu. Byggðakjarnar stækkuðu og þjón-
ustustörfum fj ölgaði. Viðskipti við útlönd j ukust
verulega. Ýmis mikilvæg þjónustufyrirtæki voru
stofnuð í upphafi aldarinnar, s.s. íslandsbanki
árið 1904 og Eimskipafélag íslands árið 1914. Þá
var símasambandi komið á við útlönd árið 1906.
Á árunum 1920 til 1930 varð veruleg endurnýjun
á fiskiskipaflota landsmanna, og jókst heildar-
fiskaflinn úr 137 þús. tonnum árið 1920 í 417
þús. tonn árið 1930. Þá varð verulegt átak í
vegamálum á þessum áratug og voru helstu
byggðalög landsins tengd akfærum vegum.
Heimskreppan hafði vissulega sín áhrif. Á
áratugnum 1930 til 1940 drógst fiskiskipaflotinn
saman og sömuleiðis heildarfiskaflinn. Þá varð
mikið verðfall á saltfiski. Á móti þessu vó
veruleg aukning í síldveiðum og síldariðnaði, og
voru reistar nokkrar síldarverksmiðjur á þessum
áratug. Þá jókst margvíslegur iðnaður, aðallega
neysluvöruiðnaður. Sömuleiðis komst á þessum
árum verulegur skriður á rafvæðingu landsins,
og fyrsta stórvirkjunin tók til starfa árið 1937.
Árið 1939 höfðu um 60% landsmanna fengið
rafmagn til heimilisnota. Umbætur í samgöngu-
málum urðu allverulegar á þessum áratug, en
sem dæmi má nefna að lengd akfærra þjóðvega
þrefaldaðist á tíu ára tímabili. Síðari heimsstyrj-
öldin gjörbreytti efnahagsaðstæðum hér. Utan-
ríkisviðskiptin urðu mun liprari og viðskipta-
kjörin hagstæðari. Þá var ráðist í miklar fram-
kvæmdir á vegum breska herliðsins sem hér var.
Þjóðfélagið var á hraðri leið inn í nútímann.
12