Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 38
útgjöld almannatrygginga um allt að 4% af
VLF, þ.e. úr 5% upp í ríflega 8%. Þá skal hafa í
huga að aldursdreifingin hér á landi er nokkuð
ólík því sem er í flestum OECD-ríkjunum.
Lífeyrisþegar eru t.d. mun færri hér eins og fram
kemur í töflu 2.14.
Þá kemur fram í töflu 2.13 að erlend aðstoð
hins opinbera hér á landi er 0,1% af VLF að
meðaltali á árunum 1980-1988. Á öðrum Norð-
urlöndum nam slík aðstoð 0,9% af VLF og í
OECD-ríkjunum 0,6% af VLF. Að síðustu eru
aðrar tekjutilfærslur svipaðar í þessum löndum
eða rúmlega 1% af VLF. Hér eru taldar tilfærsl-
ur til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Bygg-
ingarsjóðanna, sem venjulega flokkast sem fjár-
magnstilfærslur. Sú flokkun er þó nokkuð á reiki
milli landa.
3. Fjármagnstilfœrslur.
Fjármagnstilfærslur eru opinberar tilfærslur
til fjárfestinga. Hér á landi námu slíkar tilfærslur
1,8% af VLF að meðaltali á árunum 1980 til
1988. Á öðrum Norðurlöndum námu þær 0,4%
af VLF og í OECD-ríkjunum 0,8%. Þessar
tilfærslur fara að mestu til atvinnumála hér á
landi, s.s. til landbúnaðar- og orkumála. Ef
tilfærslur til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og
Byggingarsjóðanna væru taldar hér, en ekki
með tekj utilfærslum, væru fj ármagnstilfærslurn-
ar 3,1% af VLF. Þá má spyrja hvort ekki ætti að
flokka slíka sjóði með hinu opinbera. Ef svo
væri myndu þessi tilfærsluútgjöld falla niður en
þess í stað ykjust lánveitingar hins opinbera til
einkageirans. Vaxtagjöld þessara sjóða myndu
hins vegar færast með útgjöldum hins opinbera,
ogykju því hlutfall vaxtagjalda af VLF verulega.
4. Heildarútgjöld.
Af því sem fram hefur komið í þessari grein
má ráða að velferðarþjónustan eða opinber
þjónusta hér á landi er nokkru meiri en opinber-
ar tölur gefa til kynna. Líklega má hækka hlut-
fall opinberra útgjalda af VLF á árinu 1989 úr
tæplega 39/2% í ríflega 43% af VLF, ef aðeins er
tekið tillit til ólíkra uppgjörsaðferða. Að teknu
tilliti til aldursdreifingar, efnahagsumhverfis og
efnahagstengsla við umheiminn má vel álykta-að
velferðarþjónustan hér á landi sé ekki síðri en í
flestum OECD-ríkjum. Það er hins vegar nokk-
uð varasamt að bera saman slíka þjónustu milli
landa á grundvelli skattlagningar einnar, þar
sem bæði fjármögnun og form þeirrar þjónustu
eru með mjög ólíkum hætti milli landa.
2.4.2 Tekjur hins opinbera.
Tekjur hins opinbera hér á landi voru 33,6%
af vergri landsframleiðslu að meðaltali á árun-
um 1980-1988, um 51,8% á hinum Norðurlönd-
unum og um 41,4% í OECD-ríkjunum að með-
altali. Þessar upplýsingar koma fram í töflu 2.15.
Tafla 2.15 Tekjur hins opinbera i
OECD-n'kjunum að meðaltali árin 1980-1988.
- Hlutfall af VLF -
Önnur
Norður- lsland
ísland lönd OECD 1989
HeiIdartekjur 33,6 51,8 41,4 36,4
1. Eignatekjur 2.7 4,2 2,7 2.9
2. Skatttekjur 30,9 45,7 37,2 33,5
Óbeinir skattar 22,7 16,5 13,6 23,3
Beinir skattar 7,0 21,1 14,0 8,7
Tryggingariðgjöld 1.2 8.1 9,6 1.4
3. Aðrar tekjur 0,1 1,9 1.5 0,1
Ef tekjurnar eru skoðaðar nánar kemur í ljós
að eignatekjur í hlutfalli við VLF eru svipaðar á
íslandi og í OECD-ríkjunum að meðaltali. Á
öðrum Norðurlöndum eru þær heldur hærri eða
4,2% af VLF. Eignatekjur eru vaxtatekjur, arð-
greiðslur og leigutekjur.
Tekjur hins opinbera af óbeinum sköttum eru
langmestar hér á landi, eða 22,7% af VLF. Á
Norðurlöndum eru þær 16,5% að meðaltali og
13,6% í OECD-ríkjunum. Næstir okkur koma
Danir, en þar í landi skila þessar tekjur 18,6% af
VLF. í Sviss skila þær minnstu eða 7,0% af
VLF. Ef litið er á hlut óbeinna skatta af heildar-
sköttum hins opinbera þá sést að þeir eru þrír
fjórðu hlutar skatttekna á íslandi á þessu tíma-
bili, sem er langhæsta hlutfallið í ríkjum OECD.
36