Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 52
litið er á framleiðslustyrki í heild, sést að hlutur
þeirra af heildarútgjöldum ríkissjóðs á tímabil-
inu 1980-1989 hefur lækkað úr 11,6% árið 1980 í
8,3% árið 1987, en hækkaði aftur í 10% árið
1989.
3.2.4 Tekjutilfærslur.
Tekjutilfærslur fara að mestu til heimila og
samtaka, og er meginmarkmið þeirra að jafna
tekjur í hagkerfinu. Mestur hluti tekjutilfærslna
ríkissjóðs fer þó í gegnum almannatryggingar-
kerfið, eða ríflega helmingur þeirra. í eftirfar-
andi töflu má sjá í hvaða málaflokkum tilfærsl-
urnar hafna að lokum. Þar sést að á árinu 1989
fór um 96'/2% af tekjutilfærslum til félagslegra
málefna. Um þrír fimmtu hlutar þeirra fóru til
lífeyris- og velferðarmál, og um einn þriðji til
heilbrigðismála. Ef litið er á tekj utilfærslur ríkis-
sjóðs í heild, sést að hlutur þeirra af heildarút-
gjöldum ríkissjóðs hefur minnkað úr 31,2% af
útgjöldunum á árinu 1980 í 25,3% af útgjöldun-
um 1989, eða úr 8,1% af VLF í 7,9%. í hluta 7
verður gerð nánari grein fyrir tilfærslum til
velferðarmála og sömuleiðis í hluta 4 um al-
mannatryggingar.
Tafla 3.21 TekjutiIfærslur ríkissjóðs 1980-1989.
- Milljónir króna og hlutfall af VLF -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
TekjutiIfærslur 1.249 1.979 3.186 5.168 6.488 9.249 12.393 14.799 19.320 23.357
1. Stjórnsýsla 14 27 43 101 75 128 129 175 363 568
2. Félagsleg þjónusta 1.227 1.937 3.121 5.023 6.363 9.026 12.173 14.503 18.773 22.538
- Fræðslumál 10 16 25 39 52 101 128 173 255 304
- HeiIbrigðismál 539 863 1.395 2.324 2.746 3.835 5.219 4.913 6.396 7.264
- Almannatr, velferðarmál 647 1.007 1.615 2.520 3.354 4.794 6.366 8.784 11.281 13.646
- Menningarmál 30 49 84 137 205 296 460 633 841 1.323
3. Atvinnumál 8 15 22 41 48 94 88 118 141 248
4. Önnur mát 3 2 1 2 3 43 3
Tekjutitf. % af heildarútgj. 31,2 31,1 31,0 27.1 29,0 28,1 26,3 27,0 25,8 25,3
Tekjutitfærslur % af VLF 8,1 8,1 8,4 7,8 7.4 7,8 7,8 7,1 7,6 7,9
3.2.5 Verg fjármunamyndun.
Fjárfesting eða verg fjármunamyndun nær
t.d. yfir byggingu og kaup fasteigna, gatna- og
holræsagerð og kaup bifreiða svo eitthvað sé
nefnt. Til frádráttar kemur sala á samskonar
vörum. Sammerkt þessum vörum er að þær eru
lengur en eitt rekstrartímabil í notkun. Þó flokk-
ast ekki með vörur eins og húsgögn, skrifstofu-
vélar og ýmis áhöld. í töflu 3.22 birtist yfirlit yfir
verga fjármunamyndun ríkissjóðs á árunum
1980-1989, sundurliðað eftir viðfangsefnum.
Þar sést að fjármunamyndun er mest í sam-
göngumálum á þessu tímabili, eða vel yfir helm-
ingur af vergri fjármunamyndun flest árin.
Menntamálin voru vel yfir 10% fyrri hluta tíma-
bilsins. Pá hefur fjárfesting í heilbrigðismálum
verið hlutfallslega mikil árin 1986 og 1987. í
heild sinni nema útgjöld til fjármunamyndunar
að meðaltali um 5,4% af heildarútgjöldum ríkis-
sjóðs á þessum árum, eða sem svarar 1,5% af
vergri landsframleiðslu. 2)
2) Sjá bls. 14-16 í „Búskap hins opinbera 1980-1984“, feb.
1986.
50