Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 54
magnstilfærslur að meðaltali um 12% af heildar-
útgjöldum ríkisins á þessum árum, eða sem
svarar 3,3% af vergri landsframleiðslu. 2)
3.3 Afkoma og lánahreyfingar ríkissjóðs.
í þessum hluta verður leitast við að lýsa
annars vegar afkomu ríkissjóðs og hins vegar
lánahreyfingum hans.
3.3.1 Afkoma ríkissjóðs.
Afkoma ríkissjóðs á tímabilinu 1980-1989
(samanber kafla 2.3) kemur fram á mynd 3.3 og í
töflu 3.24. Þar sést að rekstrarafkoman hefur
verið mjög góð á þessum árum eða um 4% af
vergri landsframleiðslu að meðaltali. Hún hefur
þó versnað um helming frá byrjun áratugarins er
Mynd 3.3
Afkoma ríkissjóðs
% Hlutfall af vergri landsframleiðslu %
Tafla 3.24 Afkoma ríkissjóðs 1980-1989.
- Verðlag hvers árs og hlutfall af VLF -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Rekstrar jöfnunður 795 1.281 2.114 2.138 4.591 3.447 4.871 6.143 6.652 7.774
Tekjuafgangur/halli 182 309 764 -1.162 1.438 -1.751 -6.211 -1.288 -4.086 -6.743
Hrein lánsfjárþörf 157 213 945 2.132 1.716 5.404 3.119 5.345 8.936
Rekstrarjöfn. % af VLF 5,1 5,3 5.5 3,2 5,2 2,9 3,1 3,0 2,6 2,6
Tekjujöfn. % af VLF 1,2 1,3 2,0 -1,8 1,6 ■1,5 -3,9 -0,6 -1,6 -2,3
Hrein lánsfjárþ. % af VLF 1,0 0,9 2,5 3,2 2,0 4,5 2,0 2,6 3,5
1) Árin 1983, 1986 og 1989 yfirtók rikissjóður hluta af skuldum orkuveitna.
hún var rúmlega 5% af vergri landsframleiðslu í
rúmlega 2’/2% nú í lok hans. Hrein lánsfjárþörf
hefur verið jákvæð öll árin, þ.e. heildarútgjöld
ríkissjóðs hafa verið meiri en heildartekjur.
Ríkissjóður hefur því stöðugt aukið skuldir
sínar. Á móti vegur að vísu að eignir hans í formi
krafna á þriðja aðila hafa aukist.
Tekjujöfnuður sýnir að um tekjuafgang er að
ræða á árunum 1980-1982 og 1984, en aftur
tekjuhalla öll hin árin. Mestur var tekjuhallinn á
árunum 1983,1986 og 1989, eða 1,8%, 3,9% og
2,3% af vergri landsframleiðslu. Hafa skal þó í
2) Sjá bls. 14-16 í „Búskap hins opinbera 1980-1984“, feb.
1986.
52
huga að á þessum árum yfirtók ríkissjóður
skuldir orkuveitna að fjárhæð 735 milljónir
króna árið 1983,5.066 milljónir króna árið 1986
og 3.462 milljónir króna árið 1989. Ef leiðrétt er
fyrir þessum yfirtökum verður tekjuhalli ríkis-
sjóðs töluvert minni eða 0,6% árið 1983, 0,7%
árið 1986 og 1,1% árið 1989.
3.3.2 Þróun tekna og gjalda.
1. Tekjur ríkissjóðs.
Eins og fram kemur á mynd 3.4 hefur hlutfall
heildartekna af vergri landsframleiðslu verið
tiltölulega stöðugt fyrstu fimm ár þessa áratug-
ar, eða um 27%. Síðan lækkar það nokkuð á
árunum 1985 til 1987 og verður um 25/2%. Á
árinu 1988 urðu hins vegar umtalsverðar breyt-
J