Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 44
félagslegu gjöld sýnd fyrir árin 1980-1989. Þar
sést að á árinu 1989 námu þau rúmlega 4 millj-
örðum króna og 22,6% af beinum sköttum
ríkissjóðs.
3.1.1.2 Óbeinir skattar.
Óbeinir skattar eru fyrst og fremst lagðir á
vöru og þjónustu, m.ö.o. áútgjaldahliðhagkerf-
isins í stað tekjuhliðar eins og beinir skattar.
Óbeinir skattar eru þess eðlis, andstætt beinum
sköttum, að hinn skattskyldi getur velt skatt-
byrðinni yfir á aðra, þ.e.a.s. óbeinir skattar
hækka í flestum tilfellum verð vöru og þjónustu
um þá fjárhæð sem þeim nemur. Skipta má
óbeinum sköttum í sjö undirflokka m.t.t. skatt-
skyldu þeirra vara og þjónustu sem þeir eru
lagðir á: (1) Innflutningsskatt, (2) Söluskatt, (3)
Launaskatt, (4) Einkasöluskatt, (5) Fram-
leiðsluskatt, (6) Bifreiðaskatt og (7) Aðra
óbeina skatta. í töflu 3.8 er þessi sundurliðun
óbeinna skatta ríkissjóðs sýnd fyrir tímabilið
1980-1989, og sömuleiðis hlutfall óbeinna skatta
af vergri landsframleiðslu. Á árinu 1989 námu
óbeinir skattar rúmlega 59,6 milljörðum króna
eða sem svarar 20,1% af VLF.
Tafla 3.8 Óbeinir skattar ríkissjóðs 1980-1989.
- Milljónir króna og hlutfall af VLF -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Óbeinir skattar 3.079 5.057 8.009 12.500 17.115 22.850 29.334 40.462 51.011 59.646
1. Innflutningsskattur 692 1.178 1.755 2.558 3.581 4.268 5.035 6.654 6.176 7.882
2. Söluskattur 1.367 2.247 3.604 5.952 8.192 11.271 15.050 21.387 30.703 34.570
3. Launaskattur 204 325 532 759 1.022 1.395 1.691 2.213 3.029 3.414
4. Einkasöluskattur 264 409 583 730 1.217 1.940 2.460 3.264 4.348 5.435
5. Framleiðsluskattur 324 522 906 1.519 1.770 2.078 2.270 2.823 997 2.361
6. Bifreiðaskattur 52 88 153 262 400 504 860 1.300 1.851 1.928
7. Aðrir óbeinir skattar 176 288 476 720 933 1.394 1.968 2.822 3.907 4.056
Óbeinir skattar % af VLF 19,9 20,8 21,0 19,0 19,6 19,2 18,5 19,4 20,0 20,1
1. Innflutningsskattur.
Innflutningsskattur er samheiti yfir fjölmarg-
ar tegundir skatta sem lagðir eru á innfluttar
vörur. Framkvæmdin er yfirleitt sú að greitt er
ákveðið hlutfall af innflutningsverði vörunnar í
ríkissjóð. Hlutfallið getur verið mismunandi
með tilliti til tegundar vörunnar, í sumum tilfell-
um jafnvel ekkert en í öðrum allhátt. Tilgangur
þessarar skattlagningar er fyrst og fremst að afla
ríkissjóði tekna, þó getur verndun innlendrar
framleiðslu verið megintilgangurinn í vissum
tilfellum. í töflu 3.9 er að finna yfirlit yfir helstu
innflutningsskatta ríkissjóðs á árunum 1980-
1989 og sömuleiðis heildarhlutfall þeirra af
óbeinum sköttum hans. Á árinu 1989 námu þeir
13,2% af óbeinum sköttum.
42