Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 25
Við athugun á umfangi hins opinbera þarf
fyrst að afmarka eða skilgreina hið opinbera,
þ.e. hvað er opinber starfsemioghvaðekki. Hin
hefðbundna skilgreining á hinu opinbera sam-
kvæmt SNA afmarkar hið opinbera við þá starf-
semi þar tekna er aflað til með álagningu skatta
en ekki með sölu vöru og þjónustu á almennum
markaði. Undir þetta heyra m.a. opinber
stjórnsýsla, fræðslumál, heilbrigðismál og al-
mannatryggingar. Hér er því um tiltölulega
þrönga skilgreiningu að ræða og takmarkast hún
við ríkissjóð A-hluta, almannatryggingar og
sveitarsjóði. í þessu felst að opinber atvinnu-
starfsemi, sem fjármögnuð er að mestu með sölu
ávöruogþjónustu, erekki talin til hinsopinbera
samkvæmt hinni hefðbundnu skilgreiningu,
heldur til viðkomandi atvinnugreinar í fram-
leiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga.
Hins vegar er því ekkrað neita að áhrif
opinberra aðila hverju sinni takmarkast ekki
aðeins við þessa þröngu skilgreiningu. I mörg-
um tilvikum er nauðsynlegt að greina áhrif hins
opinbera í víðara samhengi en þar kemur fram. í
því sambandi má nefna áhrif opinberra fyrir-
tækja á efnahagsframvindu, s.s. efnahagsleg
áhrif af fjárfestingarákvörðunum þeirra. Hér
koma einnig til áhrif af starfsemi ýmissa lána-
stofnana og sjóða í eigu hins opinbera á t.d.
fjármagnsmarkaðinn og eftirspurn eftir vöru og
þjónustu. Hér koma oft upp ýmis markavanda-
mál, sem erfitt getur verið að Ieysa hverju sinni,
þannig að sem best samræmi náist. í þessari
skýrslu er hins vegar leitast við að fylgja þjóð-
hagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna
(SNA), en þar takmarkast hið opinbera við
ríkissjóð, almannatryggingar og sveitarsjóði
eins og áður segir. 1 11
Ríkissjóður greinist í æðstu stjórn ríkisins, tólf
ráðuneyti, Hagstofu íslands og Fjárlaga- og
hagsýslustofnun. Til æðstu stjórnar ríkisins telst
embætti forseta, alþingi, ríkisstjórn og hæstirétt-
ur. Undir hvert ráðuneyti falla síðan fjölmargar
stofnanir sem tengjast viðfangsefnum þeirra.
1) Sjá einnig kafla 8.2 og „Búskap hins opinbera 1980-
1984“, febrúar 1986.
Almannatryggingar ná til fjögurra málefna-
flokka, þ.e. lífeyris-, slysa-, sjúkra- og atvinnu-
Ieysistrygginga. Rekstur þeirra er í höndum
Tryggingastofnunar ríkisins, sem fellur undir
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Sveitar-
sjóðir eru á þriðja hundrað í landinu, að sjálf-
sögðu mjög mismunandi að stærð. Reykjavíkur-
borg er þeirra stærstur, en útgjöld hans nema um
tveimur fimmtu hlutum af heildarútgjöldum
sveitarsjóða. Sveitarsjóðir eru tengdir marg-
þættri atvinnustarfsemi líkt og ríkissjóður, sem
ekki telst til hins opinbera.
Eftirfarandi mynd sýnir fjárstreymið milli op-
inberra aðila og annarra aðila hagkerfisins, og
hefur þá innbyrðis fjárstreymi milli opinberra
aðila verið hreinsað út. Af myndinni má ráða að
um 36/2% af landsframleiðslu þjóðarinnar fer til
hins opinbera í formi skatta og annarra tekna,
og að um þrír fimmtu hlutar opinberra útgjalda,
sem nema ríflega 39%, fara til kaupa á vöru og
þjónustu, um tíundi hluti til vaxtagreiðslna og
tæplega þriðjungur til tilfærslna til fyrirtækja og
heimila.
Mynd 2.1 sýnir sömuleiðis að skatttekjur hins
opinbera eru langstærsti tekjupóstur þess eða
um 92% af heildartekjum. Pá sýnir hún að
samneysluútgjöldin eru veigamesti útgjaldalið-
urinn eða um helmingurinn af heildarútgjöldum
þess. í samneysluútgjöldunum eru útgjöld til s.s.
fræðslumála, heilbrigðismála, réttar- og örygg-
ismála, og stjórnsýslu. Þessir fjórir málaflokkar
taka til sín um þrjá fjórðu af samneysluútgjöld-
unum. Fast á eftir þeim koma tilfærsluútgjöld,
sem eru tæplega þriðjungur af heildarútgjöldum
hins opinbera. Til þessara útgjalda flokkast allar
lífeyrisgreiðslur hins opinbera, s.s. elli- og ör-
orkulífeyrir, barnalífeyrirog mæðralaun. Sömu-
leiðis flokkast rekstrar- og fjármagnstilfærslur
opinberra aðila til fyrirtækja og námsmanna
undir þennan Iið. Aðrir útgjaldapóstar eru
vaxta- og fjárfestingarútgjöld.
Mynd 2.2 sýnir hvernig tekjur og útgjöld hins
opinbera á árinu 1989 skiptast niður á ríkissjóð,
sveitarsjóði og almannatryggingar. Hér er fjár-
streymið eða tilfærslurnar milli opinberra aðila
ekki hreinsaðar út. Fram kemur meðal annars
að tekjur almannatrygginga eru að mestum
23