Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 84
rekstrarkostnaður skiptist milli ríkis og sveitar-
félaga. í töflu 7.6 er að finna yfirlit um fræðslu-
kostnað ríkissjóðs á árunum 1980-1989.
Eins og fram kemur í töflunni fara um tveir
fimmtu hlutar fræðsluútgjalda til grunnskóla, og
rúmlega einn fjórði hluti til framhaldsskóla. Þá
hefur að meðaltali 13% af útgjöldunum farið til
æðri skóla og milli 13-14% útgjaldanna til Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna á þessu tíu ára tíma-
bili.
7.2 Heilbrigðisþjónusta hins opinbera.
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu
skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu
heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök
á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og
félagslegu heilbrigði. En heilbrigðisþjónusta
tekur til hvers kyns heilsugæslu, heilbrigðiseftir-
lits, lækningarannsókna, lækninga og hjúkrunar
á sjúkrahúsum, læknisfræðilegs endurhæfingar-
starfs, tannlækninga og sjúkraflutninga.
Heilbrigðisþjónusta hér á landi er að mestu í
höndum hins opinbera, en þó er nokkur hluti
hennar í höndum einstaklinga og samtaka. Til
einföldunar má flokka heilbrigðisþjónustu hins
opinbera í eftirfarandi þrjá flokka: Heilsugæslu,
sjúkrahúsaþjónustu og sjúkratryggingar.
1. Heilsugœsla.
Með heilsugæslu er átt við hvers kyns heilsu-
verndarstarf og allt lækningastarf sem unnið er
vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dvelja á
sjúkrahúsum. í hverju læknishéraði, sem eru
átta talsins í landinu, eru starfræktar heilsu-
gæslustöðvar sem sinna þessari þjónustu ásamt
öðrum aðilum. Undir heilsugæslu flokkast
einnig heilbrigðisþjónusta eins og tannlækning-
ar, sjúkraflutningar og heimahjúkrun.
2. Sjúkrahúsaþjónusta.
Sjúkrahús eru ætluð sjúku fólki til dagvistunar
eða fullrar vistunar og er læknishjálp, hjúkrun
og allur aðbúnaður þar meiri og í samræmi við
sjúkleika fólks. Sjúkrahús eru af ýmsum tegund-
um og veita mismikla þjónustu. Sem dæmi má
nefna tvær tegundir þeirra: Annars vegar eru
svæðissjúkrahús, sem veita sérfræðiþjónustu ein
sér eða í samvinnu við önnur sjúkrahús í öllum
eða flestum greinum læknisfræðinnar, sem við-
urkenndar eru hérlendis. Þau hafa jafnframt
aðgang að stoðdeildum og rannsóknardeildum
til þess að annast þetta hlutverk. Hins vegar eru
hjúkrunar- og endurhæfingarheimili, sem veita
því fólki vistun sem búið er að sjúkdómsgreina,
en þarfnast meðferðar, sem hægt er að veita
utan almennra og sérhæfðra sjúkrahúsa.
3. Sjúkratryggingar.
Hlutverk sjúkratrygginga er margþætt, en
felst þó aðallega í að tryggja einstaklingum
nauðsynlegasjúkraþjónustu,svosemsjúkrahús-
vist, hjúkrun, Iæknishjálp og lyf, þegar þörf
krefur. Þá veita sjúkratryggingar ýmsa styrki,
svo sem vegna hjálpartækja, sjúkraþjálfunar og
sjúkrahjálpar erlendis. Þá taka þær þátt í að
greiða samkvæmt ákveðnum skilyrðum al-
menna læknishjálp utan sjúkrahúsa, tannlækna-
þjónustu, sérfræðiþjónustu, lyfjakostnað,
sjúkraflutninga, heimaþjónustu aldraðra og
sjúkradagpeninga svo eitthvað sé nefnt.
Af framansögðu sést að sjúkratryggingar
veita ekki sjálfar heilbrigðisþjónustu, heldur
greiða aðallega öðrum fyrir að veita hana.
Þannig skarast sjúkratryggingar, heilsugæsla og
sjúkrahúsaþjónusta að verulegu leyti. Sjúkra-
tryggingar eru nefndar hér sérstaklega þar sem
þær greiða sjúkradagpeninga og kostnað vegna
hjálpartækja, sjúkrahjálpar erlendis og ýmissa
lyfja o.s.frv., en þeir liðir reiknast ekki undir
heilsugæslu eða sjúkrahúsaþjónustu hins opin-
bera.
7.2.1 Kostnaður við opinbera heilbrigðisþjón-
ustu.
í eftirfarandi töflu er að finna yfirlit yfir
heilbrigðisútgjöld hins opinbera á árabilinu
1980-1989, og sömuleiðis ýmsar áhugaverðar
upplýsingar, eins og hvernig þau skiptast milli
samneyslu, fjárfestingar og tilfærslna. Einnig er
sýnt hvert hlutfall þeirra er af heildarútgjöldum
hins opinbera og af vergri landsframleiðslu.
Eins og lesa má úr töflunni er langstærsti hluti
heilbrigðisútgjalda hins opinbera samneysluút-
82