Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 23
2. Hið opinbera.
Hið opinbera hefur í meginatriðum með
höndum þá starfsemi, sem tekna er aflað til með
álagningu skatta en ekki með sölu á vöru eða
þjónustu á almennum markaði. Hið opinbera
takmarkast því að mestu við A-hluta ríkissjóðs,
almannatryggingar og sveitarsjóði. í kaflanum
verður þátttöku, umfangi og umsvifum hins
opinbera lýst. Sömuleiðis verður gerður lausleg-
ur samanburður við opinber umsvif í helstu
OECD-ríkjum.
2.1 Þáttur hins opinbera í hagkerfinu.
Þáttur hins opinbera í þjóðarbúskapnum hef-
ur stöðugt farið vaxandi undanfarna áratugi,
ekki aðeins hér á landi heldur og í flestum
öðrum löndum. Það er því afar mikilvægt að fá
heildarmynd af hlut hins opinbera í hagkerfinu
til að skilja áhrif þess og afleiðingar. Þátttaka
hins opinbera er einkum með tvennum hætti:
Annars vegar er um að ræða þátttöku í efna-
hagslífinu í margþættri mynd, s.s. með tekjuöfl-
un, neyslu, tilfærslum, lánastarfsemi og atvinnu-
starfsemi, og hins vegar þátttöku í gegnum vald
til lagasetningar og stjórnunar í mismunandi
mæli. Hér verður þessari starfsemi lýst í fáum
orðum.
2.1.1 Kaup á vöru og þjónustu.
Hið opinbera kaupir þjónustu í ríkum mæli á
hverju ári til eigin starfsemi. Þannig var í þjón-
ustu hins opinbera um 17,4% af vinnuafli lands-
ins árið 1989, stærsti hlutinn í heilbrigðis- og
fræðslustarfsemi eða um tveir þriðju hlutar. Þá
kaupir hið opinbera mikið af vörum. Dæmi um
slíkar vörur eru rekstrarvörur eins og sjúkravör-
ur, áhöld og tæki ýmiskonar, húsbúnaður og
pappírsvörur. Hins vegar er um að ræða fjárfest-
ingarvörur eins og skóla, sjúkrahús, vegi og
brýr. Kaupum hins opinbera á vörum er skipt í
samneyslu og fjárfestingu eftir því hvort þær eru
notaðar á rekstrartímabilinu eða á lengra tíma-
bili. Á árinu 1989 var samneysla þess 19% af
vergri landsframleiðslu og fjárfesting um 4,4%
af vergri landsframleiðslu þess árs.
2.1.2 Tilfærslur á tekjum í hagkerfínu.
Með skattlagningu og tilfærslum hefur hið
opinbera áhrif á tekjudreifinguna í þjóðfélag-
inu. Stór hluti af skatttekjum þess fer aftur til
heimilanna og fyrirtækjanna í formi tilfærslna.
Markmið þess getur verið að skapa j afnari tekj u-
dreifingu, að halda uppi æskilegri þjónustu við
þegnana og að létta undir við félagsleg áföll svo
eitthvað sé nefnt.
Skattstofnar hins opinbera eru fjölmargir og
ólíkir að eðli. Þeir skiptast þó í tvo meginhópa;
þ.e. beinaskatta, sem leggjast á tekjur og eignir,
og óbeina skatta, sem leggjast á vöru og þjón-
ustu. Dæmi um beina skatta eru tekju- og eign-
arskattar en dæmi um óbeina skatta eru sölu- og
innflutningsgjöld. Beinir skattar minnka ráð-
stöfunartekjur skattgreiðenda, en óbeinir skatt-
ar hækka verð vöru og þjónustu. Á árinu 1989
voru skatttekjur hins opinbera rúmlega 99 millj-
arðar króna eða sem svarar 33% af vergri lands-
framleiðslu. Óbeinir skattar stóðu fyrir um 70%
af skatttekjunum.
Tilfærslur hins opinbera samanstanda af
framleiðslustyrkjum sem fara til fyrirtækja,
tekjutilfærslum sem fara að stærstum hluta til
heimilanna, og fjármagnstilfœrslum sem fara til
fjárfestinga, bæði heimila og fyrirtækja. Á árinu
1989 voru tilfærslur hins opinbera um 37,3 millj-
arðar króna eða 12,6% af vergri landsfram-
leiðslu. Framleiðslustyrkir voru 9,8 milljarðar,
21