Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 19
1.2 Tímabilið 1945-1989.
Eins og fram hefur komið nær samfelld og
samræmd skýrslugerð um helstu þjóðhagsstærð-
ir ekki lengra aftur en til ársins 1945, og hafa
Þjóðhagsstofnun og forverar hennar annast þá
skýrslugerð og birt í ritum sínum. Hér skal ekki
fjallað um þá skýrslugerð, heldur verða sýndar
ýmsar áhugaverðar hagstærðir varðandi opin-
beran búskap sem varpað gætu ljósi á þátt hans í
þjóðarbúskapnum. En fyrst verður farið
nokkrum orðum um hagvöxtinn. í töflu 1.4, sem
sýnir vöxt vergrar landsframleiðslu á árunum
1945 til 1989, má sjá að meðalhagvöxtur á mann
var 2,7% á ári á þessu tímabili. Mestur var hann
á árunum 1970-1980 eða 5,3% á mann, en
minnstur á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina
eða 0,5% á mann. Landsframleiðslan sexfaldað-
ist því ríflega á þessu tímabili, á sama tíma og
fólksfjöldinn nær tvöfaldaðist. Landsframleiðsl-
an þrefaldaðist því á mann eða rúmlega það.
Tafla 1.4 Hagvöxtur og fólksfjölgun 1945-1989.
T ímabil Árlegur meðatvöxtur Fólks- fjölgun Árlegur meðalvöxtur á mann
1945-1950 2,5% 2,1% 0,5%
1950-1960 4,2% 2,1% 2,1%
1960-1970 4,7% 1,4% 3,2%
1970-1980 6,5% 1,1% 5,3%
1980-1989 2,4% 1,1% 1,2%
1945-1989 4,2% 1,5% 2,7%
Á mynd 1.6 kemur fram að landsframleiðslan
á föstu verði hefur nálægt þrjátíu og þrefaldast
frá aldamótum og fólksfjöldinn ríflega þrefald-
ast, en meðalfjöldinn var 76.735 árið 1901 en
252.746 árið 1989. Á mann hefur landsfram-
leiðslan því nálægt tífaldast. Meðalvöxtur lands-
framleiðslunnar hefur því verið um 4,1% og
meðal fólksfjölgunin tæplega 1,4%.
Sé atvinnuskiptingin skoðuð eða hlutdeild
vinnuafls eftir atvinnuvegum, kemur í lj ós að um
þriðjungur vinnuaflsins var í landbúnaði árið
Mynd 1.6
Hagvöxtur og fólksfjölgun 1901-1989
Vísitölur 1901 = 100
1940. Árið 1988 var hlutdeildin hins vegar kom-
in niður í 5,1%, sjá mynd 1.7. í fiskveiðum var
hlutdeildin 14,1% árið 1940 en aftur 5,2% árið
1988. Við iðnað starfaði 15,6% vinnuaflsinsárið
1940 en 24% árið 1988. Hlutdeild viðskipta og
þjónustu var 24,1% árið 1940 en var komin í
48% árið 1988. Að síðustu má nefna að vinnuafl
í opinberri þjónustu hefur aukist gríðarlega á
þessu tímabili, eða úr 5,3% vinnuaflsins árið
1940 í 22% árið 1988 2).
I eftirfarandi töflum, myndum og í viðauka er
að finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar um
opinber fjármál á árabilinu 1945 til 1989. Þar
kemur meðal annars fram að opinber útgjöld í
hlutfalli við verga landsframleiðslu hafa aukist
úr rúmlega 21% í upphafi tímabiisins í tæplega
40% í lok þess. Á þennan mælikvarða hafa
opinber útgjöld vaxið um 88%. Þá má lesa í töflu
1.5 að um þrír fimmtu hlutar opinberra útgjalda
eru ríkisútgj öld, ríflega einn fimmti hluti útgjöld
sveitarfélaga og um einn fimmti hluti útgjöld
almannatrygginga. Sé magnbreytingin í opin-
berum útgjöldum skoðuð (sjá töflu 1.6) kemur í
ljós að árlegur meðalvöxtur í opinberum út-
gjöldum hefur verið 6,3% á tímabilinu 1945 til
1989, eða um 2% umfram hagvöxt. Á mann
2) Skilgreiningin á opinberri þjónustu er hér víðari en síðari
tíma skilgreining; sjá hluta 2.3.5.
17