Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 42
Tafla 3.4 Beinir skattar rfkissjóðs 1980-1989.
- Milljónir króna og hlutfall af VLF -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Beinir skattar 766 1.152 2.054 3.054 3.976 4.616 7.630 8.273 14.110 17.864
1. Tekjuskattur 474 776 1.454 1.998 2.463 2.624 4.735 4.357 9.450 11.290
2. Eignarskattur 78 127 207 401 457 659 899 1.187 1.523 2.540
3. Lögbundin félagsleg gjöld 215 249 393 654 1.056 1.333 1.996 2.729 3.137 4.034
Beinir skattar hlf. af VLF 4,9 4,7 5,4 4,6 4,5 3,9 4,8 4,0 5,5 6,0
3.1.1.1 Beinir skattar.
Eins og áður segir leggjast beinir skattar fyrst
og fremst á tekjur og eignir, þ.e. á tekjuafgang
fyrirtækja og launatekjur einstaklinga, svo og á
hreina eign bæði félaga og einstaklinga. Þá eru
gjöld sem renna til almannatrygginga skilgreind
sem beinir skattar og sömuleiðis sóknar- og
kirkjugarðsgjöld. Samkvæmt þessu er því hægt
að tala um þrenns konar tegundir beinna skatta,
þ.e. tekjuskatt, eignarskatt og lögbundin félags-
leg gjöld. Megineinkenni beinna skatta, and-
stætt óbeinum sköttum, er að hinum skattskylda
er ætlað að bera skattinn, eða með öðrum
orðum að skattinum sé ekki velt yfir á vörur eða
þjónustu. í töflu 3.4er þessi sundurliðun beinna
skatta ríkissjóðs sýnd fyrir tímabilið 1980-1989,
og sömuleiðis hlutfall beinna skatta af vergri
landsframleiðslu. En á árinu 1989 námu þeir um
17,9 milljörðum króna eða sem svarar 6,0% af
VLF.
1. Tekjuskattar.
Tekjuskattar eru lagðir annars vegar á ein-
staklinga og hins vegar á félög. Hugsunin er sú
að tekjur þessara aðila eru lagðar til grundvallar
skattlagningunni, og er framkvæmdin sú að frá
tekjum geta viðkomandi aðilar dregið ákveðinn
skilgreindan kostnað og ákveðnar skattívilnan-
ir, en með þeim hætti fæst ákveðinn skattstofn.
Af skattstofninum eru síðan greiddar ákveðnar
prósentur í ríkissjóð, en hæð skattprósentu
ræðst oft af stærð skattstofnsins. í töflu 3.5
birtast tekjuskattar einstaklinga og félaga á ár-
unum 1983-1989 og hlutfallsleg skipting þeirra.
Þar sést að á árinu 1989 námu tekjuskattar
ríkissjóðs um 11,3 milljörðum króna og stóðu
einstaklingar undir þremur fjórðu hlutum
þeirra. Tekjuskattur einstaklinga í atvinnu-
rekstri telst með tekjuskatti einstaklinga.
2. Eignarskattar.
Eignarskattar eru einnig lagðir á bæði ein-
stakling og félög. Hér er hugsunin aftur á móti
sú að hrein eign einstaklinga og félaga skuli lögð
Tafla 3.5 Tekjuskattar ríkissjóðs 1983-1989.
- Milljónir króna og hlutfallsleg skipting -
Tekjuskattar
1. Tekjuskattar einstaklinga
2. Tekjuskattar félaga
Tekjuskattar einst. % af heitdartekjusk.
Tekjuskattar félög % af heiIdartekjusk.
1984 2.463 1985 2.624 1986 4.735 1987 4.357 1988 9.450 1989 11.290
1.863 1.997 3.450 3.237 7.235 8.467
600 626 1.285 1.121 2.216 2.823
75,6 76,1 72,9 74,3 80,6 75,0
24,4 23,9 27,1 25,7 19,4 25,0
1983
1.998
1.570
428
78,6
21,4
40