Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 75
hæfðra dagheimila, endurhæfingarstöðva og
vistheimila. Þá greiðir ríkið 85% af stofnkostn-
aði göngudeilda, leikfangasafna, skammtíma-
fósturheimila, hjúkrunarheimila, verndaðra
vinnustaða og skóladagheimila; en sveitarfélög
aftur 15%. Að lokum greiðir ríkið 50% af
stofnkostaði dagvistarstofnana og sveitarfélögin
50%. Með nýju verkaskiptingarlögunum færast
málefni fatlaðra í verulegu mæli yfir til ríkisins.
5. Vatnsveitur og hafnamál
Bygging og rekstur vatnsveitna er verkefni
sveitarfélaga. Ríkissjóður styrkir þó vatnsveitu-
framkvæmdir eftir sérstökum reglum. Hafna-
málastofnun ríkisins sér yfirleitt um fram-
kvæmdir við hafnargerð. Sveitarfélög sjá hins
vegar um rekstur hafna, að undanskyldum
landshöfnum, sem reknareru af ríkissjóði. Hluti
kostnaðar við hafnargerð er greiddur af sveitar-
félögum og af sjálfsaflafé hafna. Þátttaka ríkis-
ins í vatnsveituframkvæmdum og í rekstri lands-
hafna mun verða óveruleg samkvæmt nýju
verkaskiptingarlögunum.
6. Vegamál.
Samstarf ríkis og sveitarfélaga í vega- og
gatnagerð er með tvennum hætti, annars vegar
gerð og viðhald sýsluvega og hins vegar bygging
og viðhald þjóðvega í þéttbýli. Sýsluvegasjóðir
fjármagna gerð og viðhald sýsluvega, en Vega-
gerð ríkisins sér um framkvæmdir. Tekjur sýslu-
vegasjóða koma að mestu frá ríkissjóði. Sveitar-
félög sjá um byggingu og viðhald þjóðvega í
þéttbýli, en fá ákveðið framlag á hverju ári af
tekjum ríkisins af umferð. Framlagi þessu er
skipt eftir íbúafjölda. Önnur vegagerð í þéttbýli
er eingöngu kostuð af sveitarfélögum.
7. Heilbrigðismál.
Bæði ríki og sveitarfélög annast heilbrigðis-
þjónustu. Ríkið greiðir um 85% af stofnkostn-
aði sjúkrahúsa sveitarfélaga, en sveitarfélögin
aftur 15%. Rekstrarkostnaður þeirra er greidd-
ur af sjúkratryggingum með svokölluðum dag-
gjöldum. Hjúkrunardeildirog sjúkradeildirfyrir
aldraða hafa verið byggðar og reknar af ríki,
sveitarfélögum eða einkaaðilum. Byggingar-
kostnaður hefur verið fjármagnaður með fram-
lögum á fjárlögum, úr Framkvæmdasjóði aldr-
aðra, af viðkomandi sveitarfélögum og með
söfnunarfé. Rekstrarkostnaður er í flestum til-
vikum greiddur af sjúkratryggingadeild Trygg-
ingastofnunar. Ríkissjóðurgreiðir85% afstofn-
kostnaði heilsgæslustöðva en sveitarfélög 15%.
Þá greiða þessir aðilar í sömu hlutföllum bæði
viðhalds- og endurnýjunarkostnað fasteigna og
tækja. Launakostnað faglærðra starfsmanna
greiðir ríkissjóður, en launakostnað annarra
starfsmanna og annan rekstrarkostnað greiða
sveitarfélögin. Einkaþjónusta sérfræðinga og
heimilislækna er greidd af sjúkrasamlögum og
sjúklingum.
Ríkið og sveitarféiög greiða hluta af tann-
lækningakostnaði landsmanna. Sjúkrasamlög
greiða ákveðið hlutfall af tannviðgerðum barna
og unglinga að 18 ára aldri, sem er breytilegt
eftir aldri viðkomandi og tegund aðgerðar (yfir-
leitt 50%). Einnig greiðir sjúkrasamlög 75% af
tannlæknakostnaði elli- og örorkulífeyrisþega
sem njóta tekjutryggingar og 50% kostnaðar hjá
öðrum elli- og örorkulífeyrisþegum. Sveitarfé-
lög greiða auk þess 50% af tannlæknakostnaði
skólabarna á aldrinum 6-15 ára. Útgjöld sjúkra-
samlaganna skipist 85% á ríkissjóð og 15% á
sveitarfélög.
Rekstur heilbrigðisþjónustu er að hluta til
fjármagnaður af sjúkratryggingum. Greiðslurn-
ar koma ýmist frá viðkomandi sjúkrasamlagi
eða beint frá sjúkratryggingardeild Trygginga-
stofnunar ríkisins sem annast einnig málefni
sjúkrasamlaganna. Samkvæmt almannatryggg-
ingalögum greiðir ríkissjóður 85% af rekstrar-
kostnaði sjúkrasamlaga og sveitarfélög 15%.
Með nýju verkaskiptingarlögunum greiðir ríkis-
sjóður rekstrarkostnað heilsugæslustöðva, tann-
læknakostnað og kostnað sjúkratrygginga að
fullu. Þáttur sveitarfélaga verður því verulega
minni í þessum kostnaði.
8. Málefni aldraðra.
Málefni aldraðra eru einkum í forsjá sveitar-
félaga og félagasamtaka, en ríkið ber verulegan
kostnað af vistun aldraðra. Stofnkostnaður op-
inberra dvalarstofnana er nú fjármagnaður með
73