Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 36
samanburð á velferðarþjónustu er þó oft stuðst
við útgjöld hins opinbera og ýmis hlutföll þeirra.
2.4.1 Opinber útgjöld.
Samkvæmt opinberum mælingum voru
útgjöld hins opinbera hér á landi um 34% af
vergri landsframleiðslu að meðaltali á árunum
1980-1988, um 52% á hinum Norðurlöndunum
og rúmlega 44/2% í öðrum OECD-löndum að
meðaltali. Þessar upplýsingar koma fram í töflu
2.11.
Tafla 2.11 Útgjöld hins opinbera f
OECD-ríkjunum að meðaltali árin 1980-1988 1).
- Hlutfall af VLF -
Önnur
Norður- tsland
ísland tönd OECD 1989
HeiIdarútgjöld 33,8 51,8 44,6 39,3
1. Samneysla 17,2 23,4 19,1 19,1
- afskriftir -0,6 -1,0 -0,9 -0,6
2. Vaxtagjöld 2,5 4,8 4,3 3,8
3. Framleiðslustyrkir 3.0 4,3 2,9 3,3
4. TekjutiIfærslur 6,1 16,8 15,1 7,0
5. Fjárfesting 3,7 3,2 3.3 4,4
6. FjármagnstiIfarslur 1.8 0,4 0,8 2,3
1) OECD og Þjóðhagsstofnun.
Ef útgjöldin eru skoðuð nánar kemur í ljós að
framleiðslustyrkir í hlutfalli við verga landsfram-
leiðslu eru svipaðir á íslandi og í OECD-ríkjun-
um að meðaltali. Sama gildir um fjárfestinguna.
Samneyslan er hins vegar heldur lægri hér, en að
teknu tilliti til varnarútgjalda er samneyslan þó
svipuð og í OECD að meðaltali, en varnarút-
gjöldin eru að meðaltali um 2,7% af VLF í
þessum löndum. Þá eru vaxtagjöldin talsvert
lægri hér á landi. Þó má nefna í þessu sambandi
að miklu skiptir hvort raunvextir eða nafnvextir
eru færðir til gjalda. En það sem fyrst og fremst
aðgreinir okkur frá öðrum OECD-ríkjum er
umfang tekju- ogfjármagnstilfærslna. Hér á eftir
verða útgjöldin skoðuð nánar.
1. Samneysla.
í töflu 2.12 er samneyslu ársins 1988 skipt
niður eftir viðfangsefnum. Þar sést að opinbera
stjórnsýslan er 3,2% af VLF í OECD-ríkjunum
og á öðrum Norðurlöndum að meðaltali. Hér
kostar hún hins vegar 2,9%. Félagslega þjónust-
an, þ.e. fræðslu-, heilbrigðis-, velferðar- og
menningarmál, er 11,6% af VLF í OECD-
ríkjunum, 13,4% hér á landi og 15,7% á Norð-
urlöndunum. Nánari skoðun sýnir að til fræðslu-
mála er varið 3,9% af VLF hér, 5,3% á hinum
Norðurlöndunum og 4,5% í OECD-ríkjunum.
Þetta er nokkuð athyglisvert í ljósi þess að 25%
þjóðarinnar er yngri en 15 ára. Á hinum Norður-
löndunum er þessi aldurshópur 18,4% af heild
og 19,6% í OECD-ríkjunum að meðaltali (sjá
töflu 2.14).
Heilbrigðisþjónusta er hér 7,0% af VLF, á
öðrum Norðurlöndum 5,2% og í OECD-ríkjun-
um 4,1%. Þetta er einnig athyglisverð niður-
staða þar sem aðeins 10,5% af þjóðinni er eldri
en 64 ára. Á Norðurlöndum er þessi hópur
15,6% af heild og í OECD 14%. Hér getur þó
verið um ákveðna misvísun að ræða, þar sem
heilbrigðiskerfin eru nokkuð ólík eftir löndum. í
sumum þeirra fá sjúklingar t.d. sjúkraþjónustu
greidda eftir á samkvæmt framvísun reikninga.
Slík útgjöld flokkast þá ekki sem samneysla
heldur sem tekjutilfærsla og færast sem slík (sjá
töflu 2.13). Þá er líklegt að sum sjúkrahús hér á
landi annist vissa þjónustu elliheimila, sem ætti
að flokka sem velferðarþjónusta en ekki heil-
brigðisþjónustu. í næsta lið í töflu 2.12 sést
einnig að 1,1% afVLFfertilvelferðarmála,þ.e.
til umönnunar barna og aldraðra. Á öðrum
Norðurlöndum fara hins vegar um 4% af VLF til
samsvarandi málefna og 2,1% í OECD-ríkjun-
um.
Útgjöld hins opinbera til menningarmála eru
svipuð í þessum löndum að meðaltali eða rúm-
lega 1% af VLF. Að síðustu sést að beinn
kostnaður hins opinbera af atvinnumálum er um
1,7% af VLF hér á landi, sem er svipaður
kostnaður og í OECD-ríkjunum og á öðrum
Norðurlöndum að meðaltali.
34