Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 16
talin með í þjóðarframleiðslunni. Viðskipti
stórjukust á tímabilinu og mælanleg atvinnu-
þátttaka sömuleiðis. Fullyrða má að þessar
breytingar á þjóðfélagsháttum leiði til ofmats á
hagvexti á nefndu tímabili. í öðru lagi er rétt að
nefna að vinnutími hefur styst tölvert á þessu
tímabili, m.ö.o. að hagvöxtur er meiri ef miðað
er við vinnuframlag.
Mynd 1.2
Skipting mannf jölda á helstu atvinnugr.
Hlutfallsleg skipting
1901 1910 1920 1930 1940 1945
BðS) Landbúnaöur K Sjávarútvcgur S5§ Aörar atvinnug
Mynd 1.2 sýnir skiptingu mannfjöldans á
landbúnað, sjávarútveg og aðrar atvinnugreinar
á árunum 1901 til 1945. Þar má sjá að um þrír
fimmtu hlutar landsmanna byggðu afkomu sína
á landbúnaði í byrjun aldarinnar, en hins vegar
vel innan við þriðjungur í lok tímabilsins. Sam-
svarandi stærðir fyrir sjávarútveginn voru um
23% í byrjun tímabilsins en um 20% í lok þess.
Hlutdeild annarra atvinnugreina, þ.e. ýmissa
iðnaðar- og þjónustugreina, s.s. opinberar þjón-
ustu, þrefaldaðist tæplega á þessu tímabili. í
upphafi aldarinnar var hlutdeild þeirra um
fimmtungur, en í lok tímabilsins rúmlega helm-
ingur.
Talnaefni um ríkisfjármál er mun aðgengi-
legra en talnaefni um helstu þjóðhagsstærðir.
Kemur þar til sú skylda Alþingis að fjalla ýtar-
lega um þann málaflokk. Fjárlagafrumvörp og
fjárlög hafa því birst reglulega í Stjórnartíðind-
um frá árinu 1879, og niðurstöður á framkvæmd
fjárlaga í Landsreikningum eða Ríkisreikning-
um. Heimildir um fjármál sveitarfélaga eru hins
vegar ekki eins góðar og aðgengilegar, meðal
annars vegna fjölda sveitarfélaga og minni kröfu
til uppgjörs og varðveislu gagna. Af þessum
sökum er erfitt að fá heildstæða mynd af
fjármálum hins opinbera á árunum fyrir 1945.
í ritgerð sinni, „Þróun útgjalda hins opinbera í
hlutfalli við þjóðartekjur á íslandi“ frá árinu
1965, gerir Gísli Blöndal fjármálum hins opin-
bera á tímabilinu 1876 til 1960 nokkuð góð skil
miðað við tiltæk gögn. Hann byggir þar fyrst og
fremst á ríkisfjármálum, en leggur minni áherslu
á fjármál sveitarfélaga. í eftirfarandi texta er
stuðst við vinnslu og margar niðurstöður Gísla
Blöndals þegar fjallað er um opinber fjármál á
tímabilinu 1876 til 1945. Við útreikning á hlut-
fallstölum er þó byggt á nýlegri endurskoðun á
þjóðarframleiðslutölum þessara ára, sem Torfi
Ásgeirsson hefur unnið á vegum Þjóðhagsstofn-
unar.
Eins og fram kemur í töflu 1.2 jukust opinber
útgjöld í hlutfalli við verga landsframleiðslu
verulega á tímabilinu 1901 til 1945. í upphafi
tímabilsins voru opinber útgjöld 5,5% af VLF
en í lok þess 18%. Aukningin er rúmlega þreföld
Tafla 1.2 Útgjöld hins opinbera 1901-1945.
1) Útgjöld Útgjöld Opinber
Ríkisútgj. sveitarf. sveitarf. útgjöld
Ár i hlutf. við VLF í hlutf. ríkisútgj. f hlutf. við VLF í hlutf. við VLF
1901 3,4% 60,7% 2,1% 5,5%
1910 4,1% 85,0% 3,5% 7,6%
1922 4,9% 38,8% 1,9% 6,8%
1927 5,2% 55,1% 2,9% 8,1%
1932 7,2% 53,2% 3,8% 11,0%
1940 6,5% 55,6% 3,6% 10,3% 3)
1945 11,5% 53% 2) 6,1% 18,0% 3)
1) Meðaltal ársins, ársins á undan og eftir.
2) Áatlun. 3) almannatryggingar meðtaldar.
14