Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 63
5. Sveitarfélög.
Sveitarfélög landsins voru 213 að tölu í árslok
1989. Þau halda uppi margþættri þjónustu við
íbúa sína, og er sú þjónusta að mestu fjármögn-
uð með skattlagningu. í þessum kafla verður
starfsemi sveitarfélaga gerð nokkur skil. Verður
meðal annars fjallað um tekjur, gjöld, afkomu
og lántökur þeirra. Starfsemi sveitarfélaga tak-
markast að mestu við starfsemi sveitarsjóða, því
fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, sem afla tekna með
sölu á þjónustu sinni, flokkast ekki með starf-
semi sveitarfélaga heldur með atvinnuvegastarf-
seminni, og er það samkvæmt alþjóðaskilgrein-
ingu þjóðhagsreikninga.
Eftirfarandi tafla gefur yfirlit yfir tekjur og
gjöld sveitarfélaganna á árinu 1989, ásamt
áhugaverðum hlutföllum. Þar kemur fram að
heildartekjur þeirra á því ári voru rúmir 23,7
Tafla 5.1 Tekjur og gjöld
sveitarfélaga 1989. Tekjur M.kr. Hlutf. af tekjum og gjöldum Hlutf. af VLF
23.703 100,0 8,0
Eignatekjur 2.127 9,0 0,7
Skatttekjur 21.576 91,0 7,3
Gjöld 25.481 100,0 8,6
Samneysla 13.498 53,0 4,6
- afskriftir -435 '1,7 -0,1
Vaxtagjöld 1.522 6,0 0,5
Framleiðslustyrkir 469 1,8 0,2
TekjutiIfærslur 3.276 12,9 1.1
Verg fjármunamyndun 8.632 33,9 2,9
FjármagnstiIfærslur -1.481 -5,8 -0,5
Tekjuafgangur -1.778 -7,0 -0,6
milljarðar króna, eða um 8% af vergri lands-
framleiðslu. Um 91% af tekjunum voru skatt-
tekjur, en 9% vaxtatekjur og aðrar eignatekjur.
Sveitarfélögin ráðstöfuðu 53% af tekjum sínum
á árinu 1989 til samneyslu og 28% til fjárfesting-
ar, eða um 81% útgjalda sinna. Þá ráðstöfuðu
þau 12,9% tekna sinna til tekjutilfærslna, sem
að stærstum hluta fóru til almannatrygginga.
5.1 Tekjur sveitarfélaga.
Hægt er að greina tekjur sveitarfélaga í fjóra
meginflokka með tilliti til eðlis þeirra, þ.e.
skatttekjur, eignatekjur, tilfærslur frá öðrum og
sértekjur. Eins og fram hefur komið eru sértekj-
ur ekki taldar með tekjum sveitarfélaga sam-
kvæmt alþjóðaskilgreiningunni SNA, heldur
dregnar frá samneysluútgjöldum þeirra. Sömu-
leiðis eru fjármagnstilfærslur frá öðrum, aðal-
lega ríkissjóði, dregnar frá tilfærslum til annarra
og færðar nettó. í töflu 5.2 kemur þessi sundur-
greining fram ásamt heildartekjum sveitarfélaga
fyrir árin 1980-1989. Þá er sýnt hlutfall heildar-
tekna af vergri landsframleiðslu fyrir sama ára-
bil. Þar sést að heildartekjur sveitarfélaga á
árabilinu 1980-1989 hafa aukist um 1,2 pró-
sentustig af vergri landsframleiðslu eða sem
svarar til 3,5 milljarða króna á verðlagi ársins
1989. Hækkunin kemur að mestu fram á árinu
1988 og á rætur að rekja til upptöku stað-
greiðslukerfis tekjuskatta, en samtímis voru
gerðar nokkrar breytingar á verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga. Hér á eftir verður hinum fjóru
tegundum tekna sveitarfélaga lýst nánar.
61