Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 66
Tafla 5.5 Tekjur Jöfnunarsjóðs 1980-1989.
- Milljónir króna og hlutfall af VLF -
Tekjur Jöfnunarsjóðs 1980 148 1981 243 1982 384 1983 617 1984 743 1985 985 1986 1.136 1987 1.240 1988 1.506 1989 1.696
1. Söluskattstekjur 101 164 263 435 495 635 770 820 1.175 1.275
2. AðfLutningstekjur 23 41 64 93 100 148 140 168
3. Landsútsvar 24 37 57 89 148 203 225 252 331 421
Tekjur Jöfn.sj. % af VLF 0,96 1,00 1,00 0,94 0,85 0,83 0,72 0,60 0,59 0,57
4. Aðrir óbeinir skattar.
Aðrir óbeinir skattar eru að stærstum hluta
gatnagerðar- og holræsagjöld. Ýmis leyfisgjöld
teljast hér einnig með. Þessir skattar skiluðu
sveitarfélögum um fimmtungi óbeinna skatta á
árinu 1984, en hlutdeild þeirra hefur minnkað
og var tæplega 1,3 milljarðar króna árið 1989
eða rúmlega 13% af óbeinum sköttum sveitarfé-
laga.
5.1.2 Eignatekjur.
Hér er fyrst og fremst um að ræða vaxtatekjur
af útistandandi kröfum sveitarfélaga, svo sem af
álögðum sköttum og veittum lánum. Þá fá sveit-
arfélögin greiddan arð af ýmsum fyrirtækjum í
eigu þeirra, og sömuleiðis leigu af útleigðu
jarðnæði. í töflu 5.6 sést að eignatekjur eru
rúmlega 2 milljarðar króna á árinu 1989, þar af
eru vaxtatekjur um þrír fimmtu hlutar. Pá sést
að frá byrjun áratugarins hefur hlutur eigna-
tekna vaxið verulega, mælt í hlutfalli við verga
landsframleiðslu.
5.1.3 Tilfærslur frá ríkissjóði.
Hér er annars vegar um að ræða tekjutilfærsl-
ur frá ríkissjóði til sveitarfélaga til ýmissar
rekstrarstarfsemi sveitarfélaga, s.s. til fræðslu-
mála og viðhalds vega, og hins vegar umfangs-
miklar fjármagnstilfærslur frá ríkissjóði til fjár-
festinga sveitarfélaga, s.s. til skóla- og sjúkra-
bygginga og samgöngu- og vegamála. í töflu 5.2
eru þessar tilfærslur sýndar, en tekjutilfærslurn-
ar voru 124 milljónir króna árið 1989 og fjár-
magnstilfærslurnar um 2 milljarðar króna á því
ári.
5.1.4 Sértekjur.
Ýmis þjónusta sveitarfélaga er seld íbúum
þeirra í einhverjum mæli, svo sem hluti af dag-
vistunarþjónustu, íþróttaaðstöðu og fræðslu-
þjónustu svo eitthvað sé nefnt. í töflu 5.2 er að
finna yfirlit yfir sértekjur sveitarfélaga á árunum
1980-1989. Þar sést að á árinu 1989 námu þær
um 3,3 milljörðum króna eða rúmlega 11% af
tekjum sveitarfélaga í víðri merkingu.
Tafla 5.6 Eignatekjur sveitarfélaga 1980-1989.
- Mílljónir króna og hlufalt af VLF -
Eignatekjur 1980 66 1981 112 1982 184 1983 372 1984 423 1985 747 1986 842 1987 1.308 1988 1.707 1989 2.003
- Tekjur af eigin fyrirt . 7 10 15 33 57 110 146 207 398 485
- Vaxtatekjur 50 86 144 289 286 529 539 905 1.051 1.200
- Leiga jarðnæðis 9 16 25 50 80 109 158 196 258 319
Eignatekjur % af VLF 0,43 0,46 0,48 0,56 0,48 0,62 0,52 0,62 0,66 0,68
64