Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 48
3.1.2 Eignatekjur.
Eins og nafnið bendir til eru þetta tekjur sem
ríkissjóður hefur af eignum sínum. Hér er fyrst
og fremst um vaxtatekjur að ræða af útistand-
andi kröfum, t.d. af álögðum sköttum og veitt-
um lánum. Þá fær ríkissjóður greiddan arð, s.s.
frá fyrirtækjum í eigu þess eins og Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli og Happdrætti Háskóla
íslands (sá arður rennur til Háskóla íslands). í
töflu 3.15 er að finna sundurliðun á eignatekjum
ríkissjóðs á árunum 1980-1989. Þar sést að þær
voru rúmlega 6,5 milljarðar króna árið 1989 eða
sem svarar 7,7% af tekjum ríkissjóðs, og stóðu
vaxtatekjur fyrir rúmlega 85% af eignatekjum.
Tafla 3.15 Eignatekjur ríkissjóös 1980-1989.
- Milljónir króna og hlutfall af heiIdartekjum -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Eignatekjur 258 347 745 1.950 2.202 3.051 3.208 3.717 4.366 6.520
1. Vaxtatekjur 250 328 700 1.855 2.070 2.892 2.872 3.403 4.032 5.528
2. Frá opinberum fyrirtækjum 8 19 44 91 128 153 331 306 299 857
3. Aðrar eignatekjur 1 3 4 6 5 7 36 136
Eignatekjur % af heiIdartekjum 6,1 5,1 6,6 10,7 9,0 9,6 7,6 6,7 6,3 7,7
3.1.3 Sektir.
Hér er um að ræða tekjur sem ríkissjóður
hefur af sektum, t.d. vegna skattsvika og upp-
töku ólöglegs varnings. í töflu 3.16 er að finna
yfirlit yfir þessar tekjur ríkissjóðs á árunum
1980-1989.
Tafla 3.16 Sektir ríkissjóðs 1980-1989.
- Mitljónir króna og hlutfall af heitdartekjum -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Tilfærslur frá öðrum 16 33 73 88 120 129 109 181 211 276
Sektir 12 14 55 54 75 75 73 128 169 161
Sértekjur 114 178 293 513 851 1.210 1.778 2.940 4.450 5.025
Tilf. % af heitdartekjum 0,4 0.5 0,7 0,5 0,5 0,5 0,3 0,3 0.3 0,3
Sektir % af heitdartekjum 0,3 0,2 0,5 0,3 0,3 0,2 0,2 0,2 0,2 0.2
Sértekjur % af heiIdartekjum 2,8 2,7 2,7 2.9 3,6 4,0 4,4 5,6 6,4 6,0
3.1.4 Tilfærslur frá öðrum.
Hér er annars vegar um að ræða fjármagnstil-
færslur til ríkissjóðs frá innlendum aðilum í
formi erfðafjárskatts og hins vegar fjármagnstil-
færslur frá Happdrætti HÍ til Háskóla íslands.
Tafla 3.16 sýnir yfirlit yfir þessar tekjur ríkis-
sjóðs á árunum 1980-1989.
3.1.5 Sértekjur.
Hin ýmsu ráðuneyti og stofnanir þeirra, sem
standa að ríkissjóði, fá greiddar tekjur fyrir
þjónustu sína í einhverjum mæli, en slíkar tekjur
kallast einu nafni sértekjur. Þannig fær t.d.
Háskóli íslands og sjúkrastofnanir eins og Ríkis-
spítalar drjúgar tekjur fyrir starfsemi sína. Þá fá
46