Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 12
2.3 Tekjutilfærslur (ýmsar sundurliðanir).
2.4 Verg fjármunamyndun.
2.5 Fjármagnstilfærslur (ýmsar sundurliðanir).
3. Tekjuafgangur/halli og lánahreyfingar.
Hverjum ofangreindra fimm útgjaldaliöa um
sig má skipta í fjórtán viðfangsefnaflokka, en
þeir eru: 1 11
í þriðja lagi má rannsaka áhrif þessarar beinu
og óbeinu þátttöku hins opinbera á starfsemi
hagkerfisins í heild. Beina þátttöku hins opin-
bera má í stórum dráttum setja fram með eftir-
farandi hætti, þar sem annars vegar eru sýndar
þær fjármálaaðgerðir, sem hið opinbera getur
beitt, og hins vegar þau áhrif sem aðgerðirnar
hafa:
Stjórnsýsla
1. Almenn stjórnsýsla
2. Réttargæsla og öryggismál
Félagsleg þjónusta
3. Fræðslumál
4. Heilbrigðismál
5. Almannatryggingar og velferðarmá!
6. Húsnæðis-, skipulags- og hreinsunarmál
7. Menningarmál
Atvinnumál
8. Orkumál
9. Landbúnaðarmál
10. Sjávarútvegsmál
11. Iðnaðarmál
12. Samgöngumál
13. Önnur atvinnumál
Aðgerðir:
Beinir skattar
Tekjutilfærslur
Áhrif:
Bein áhrif á ráðstöfunartekjur
og skiptingu þeirra og því
óbein hrif á það hversu mikil
heildareftirspurnin er í hag-
kerfinu og að hverju hún bein-
ist.
Samneysla
Verg fjármunamyndun
Framleiðslustyrkir
Fj ármagnstilfærslur
Óbeinir skattar
Bein áhrif á það hversu mikil
heildareftirspurn er eftir vör-
um, þjónustu og vinnuafli og
að hverju hún beinist.
Áhrif á skiptingu framleiðsl-
unnar og óbeint á skiptingu
eftirspurnar fyrir tilstilli
óbeinna skatta.
Önnur þjónusta hins opinbera
í öðru lagi má rannsaka þátttöku hins opin-
bera í þjóðarbúskapnum í víðari skilningi. Hér
er til dæmis átt við þátttöku hins opinbera í
almennum atvinnurekstri, en einnig sérstaklega
ráðstafanir í skattamálum, sem ýmist íþyngja
eða ívilna einstökum atvinnugreinum eða þjóð-
félagshópum. Þá má og nefna í þessu sambandi
ríkisábyrgð á lánum til fyrirtækja og bein lán, og
að lokum lagasetningu, sem hefur áhrif á athafn-
ir fyrirtækja eða heimila. Það segir sig sjálft, að
mun erfiðara er að meta og mæla þennan þátt
hins opinbera en hinn fyrrnefnda, þar sem hann
verður oftast ekki talinn beint í krónum. Kerfis-
bundin rannsókn á þessari óbeinu þátttöku eða
umsvifum hins opinbera er víðast hvar mjög
skammt á veg komin.
1) Sjá bls. 16-18 í „Búskapur hins opinbera 1980-1984“,
feb. 1986.
Lánveitingar, lántökur Áhrif á fjármagnsmarkaðinn,
og breyting á sjóði þ.e. vexti, lánamöguleika
o.s.frv. og þar með óbein eft-
irspurnaráhrif.
Óbein þátttaka hins opinbera í hagkerfinu
hefur vaxið ört í hinum vestræna heimi. Ástæður
þeirrar þróunar eru margar. Þar má t.d. nefna
vaxandi andstöðu þegnanna gegn frekari beinni
þátttöku hins opinbera, sem leiðir til þess að
óbein þátttaka eykst. Einnig er oft hentugra að
ná ákveðnum markmiðum með óbeinni þátt-
töku en beinni o.s.frv. Rannsókn á áhrifum
aukinna opinberra afskipta á hagkerfið er enn
skammt á veg komin og því erfitt að komast að
einhlítum niðurstöðum.
Efnisskipan skýrslunnar er í meginatriðum
sem hér segir. í fyrsta kafla er gefið sögulegt
yfirlit um þróun opinberra fjármála. Annars
vegar er sýnt lauslegt yfirlit yfir tímabilið 1876 til
1945 og hins vegar fyllra yfirlit yfir árin 1945 til
1989. í öðrum kafla er að finna yfirlit um
starfsemi hins opinbera á árunum 1980 til 1989.
Er þátttöku, umfangi og umsvifum hins opin-
10