Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 35
Tafla 2. 10 Lántökur með ríkisábyrgð
á árunum 1980-1988 - Heitdar-
F jöldi Fjötdi Heitdar- fjárhæð
Ár lántaka lána f járhæð l' hlf. VLF
1980 244 949 1.365 8,8
1982 162 724 5.622 14.7
1984 136 557 14.670 16,8
1986 117 438 22.746 14,3
1988 94 300 21.949 8,6
tímabili og sömuleiðis heildarfjárhæð þeirra sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu.
3. Álagning skatta.
Óbein umsvif eða áhrif hins opinbera við
álagningu skatta getur komið fram með þeim
hætti að einstökum hópum í þjóðfélaginu er
ýmist íþyngt eða ívilnað í samanburði við aðra.
Mjög erfitt er að meta umfang og áhrif þess
konar skattlagningar hins opinbera. Bæði er
erfitt að skilgreina eðlilega skattlagningu og eins
að meta í krónutölu tap eða ávinning vegna
aðgerða í skattamálum.
Með nýju staðgreiðslukerfi skatta var frá-
dráttarliðum við skattlagningu fækkað veru-
lega. Kerfið var gert einfaldara og skilvirkara.
Ýmsar ívilnanir eru þó til staðar, t.d. hafa hjón
möguleika á að nýta sér persónuafslátt hins
aðilans til skattalækkunar í vissum tilfellum.
Barnafjölskyldur fá greiddar barnabætur og
húsbyggjendur eða kaupendur vaxta- og hús-
næðisbætur samkvæmt ákveðnum skilyrðum
o.s.frv. Þá eru vissar tekjur, svo sem vaxtatekjur
og arður af hlutabréfum, undanskildar skatt-
lagningu, þó með ákveðnum skilyrðum. Að
lokum má geta þess að ýmis útgjöld einstaklinga
geta verið frádráttarbær við útreikning á tekju-
skattsstofni, s.s. útgjöld til fjárfestingar í at-
vinnurekstri (þó með vissum skilyrðum).
Álagning söluskatts var einnig með ýmsum
veigamiklum undanþágum. Þar má nefna mat-
vörur, vinnu við húsbyggingar, skipaviðgerðir,
þjónustu banka, lækna og lögfræðinga o.s.frv.
Með upptöku virðisaukaskatts í byrjun árs 1990
var þessum undanþágum hins vegar fækkað
verulega.
4. Lagasetning.
Hið opinbera getur með lögum haft áhrif á
athafnir fyrirtækja og heimila. í framkvæmd
getur hið opinbera einnig haft margþætt áhrif á
þróun efnahagsmála. Það getur t.d. takmarkað
eða rýmkað aðgang að vissum atvinnugreinum,
eða haft áhrif á það magn sem framleitt skuli.
Sömuleiðis getur það sett reglur um mengunar-
varnir, öryggi og heilnæmi vinnustaða, eða gæði
og eftirlit með neysluvörum. Þá getur hið opin-
bera haft áhrif á margvísleg málefni, s.s.
byggðaþróun, atvinnuþróun, atvinnuvegaþró-
un, þróun lánamarkaðarins o.s.frv.
2.4 Alþjóðasamanburður.
í þessum hluta verða umsvif hins opinbera á
Islandi og í helstu OECD-ríkjum á árunum
1980-1988 borin lauslega saman. En að undan-
förnu hefur spunnist nokkur umræða um skatt-
byrði og opinbera þjónustu hér á landi, og hvort
hún sé minni en í flestum OECD-ríkjum. Það
getur því verið áhugavert að skoða hvar íslend-
ingar standa að þessu leyti í samanburði viö
aðrar þjóðir. Rétt er þó að nefna í upphafi að
mjög vandasamt er að bera saman ólíkar þjóðir
svo viðunandi sé. Flestar þær stærðir sem birtast
í samanburðartöflunum við önnur lönd hér á
eftir eru unnar úr gögnum OECD, úr tölfræði-
handbókum Norðurlanda og úr gögnum Þjóð-
hagsstofnunar.
Til einföldunar má segja að flest velferðarríki
veiti ákveðna grundvallarþjónustu í fræðslu-,
heilbrigðis-, félags- og tryggingamálum. Um-
fang þeirrar velferðarþjónustu er að sjálfsögðu
nokkuð mismunandi eftir löndum og ræðst m.a.
af efnahag, aldurssamsetningu, efnahagsum-
hverfi, fjölskyldutengslum og svo framvegis.
Slík velferðarþjónusta er oft fjármögnuð og
veitt af ólíkum aðilum, opinberum og öðrum.
Hún getur einnig verið með óbeinum og mjög
ólíkum hætti. Hún getur t.d. komið fram í
skilyrðum atvinnulífsins og viðskiptatengslum
við aðrar þjóðir svo dæmi séu tekin. En við
33