Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Side 24

Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Side 24
tekjutilfærslur 17,6 milljarðar og fjármagnstil- færslur 9,9 milljarðar króna. 2.1.3 Lánastarfsemi. Með lánastarfsemi sinni getur hið opinbera haft veruleg áhrif á sparnað og ráðstöfun sparn- aðar þjóðarbúsins. Sömuleiðis getur það haft áhrif á vaxtaþróunina. Á árinu 1988 var hrein lánsfjárþörf hins opinbera um 10 milljarðar króna eða 3,9% af vergri landsframleiðslu, og kröfu- og hlutafjáraukningin rúmlega 5,7 millj- arðarkrónaeðaum2% afVLF. Hérerumnettó stærðir að ræða þannig að umsvif hins opinbera á lánamarkaðnum eru umtalsverð. Stærstum hluta lánsfjárþarfarinnar hefur verið mætt með erlendum lánum á undanförnum árum. 2.1.4 Atvinnustarfsemi. Hið opinbera hefur með höndum margþætta atvinnustarfsemi, sem þjónar mismunandi markmiðum og starfar við mismunandi mark- aðsskilyrði. Markmiðin geta, auk hagnaðarvon- ar, verið t.d. byggðasjónarmið, atvinnusköpun og nýjungar í atvinnumálum. Markaðsskilyrðin geta verið allt frá einokunaraðstöðu til frjálsrar samkeppni. Slík atvinnustarfsemi stendur að öllu eða verulegu leyti undir kostnaði með tekj- um af sölu á vöru og þjónustu eða er í meginat- riðum hliðstæð starfsemi einkaaðila. Skipta má þessari atvinnustarfsemi í annars vegar fram- leiðslustarfsemi, þ.e. framleiðslu á vöru og þjónustu, og hins vegar lánastarfsemi, sem starf- rækt er af lánastofnunum og sjóðum. Þessi atvinnustarfsemi getur verið að öllu leyti í eigu hins opinbera eða aðeins að hluta til, t.d. í formi hlutafjár. Á árinu 1988 námu heildartekjur framleiðslu- fyrirtækja í eigu ríkisins (í B-hluta fjárlaga) og Reykjavíkurborgar í kringum 38 milljörðum króna eða sem svarar 15% af vergri landsfram- leiðslu. Heildar lánveitingar A-hluta ríkissjóðs og sjóða í B-hluta námu um 82 milljörðum króna á sama ári eða 32% af vergri landsframleiðslu. 2.1.5 Efnahagsstjórn. Hið opinbera getur beitt tvennskonar stjórn- tækjum við efnahagsstjórn, þ.e. fjármála- og 22 peningamálastjórn. Með fjármálastjórn, sem mótuð er í fjárlögum, nær hið opinbera efna- hagslegum markmiðum sínum með stjórnun skattlagningar og útgjaldaáforma. Hið opinbera beitir peningamálastjórn í sam- ráði við Seðlabanka í því skyni að ná efnahags- legum markmiðum sínum með stjórnun er mið- ar að því að hafa áhrif á fjármagnsmarkaðinn, s.s. á lánastarfsemina, sparnaðinn og vaxtastig- ið, og með stjórnun gengismála. Slík stjórnun er meðal annars mótuð í lánsfjárlögum. 2.1.6 Lagasetning. Hið opinbera getur með lagasetningu haft áhrif á athafnir fyrirtækja og heimila. í fram- kvæmd getur það einnig haft margþætt áhrif á þróun efnahagsmála. Það getur t.d. takmarkað eða rýmkað aðgang að vissum atvinnugreinum, eða haft áhrif á framleiðslumagn. Sömuleiðis getur það sett reglur um mengunarvarnir, aukið öryggi og heilnæmi vinnustaða, eða gæði og eftirlit með neyslu- og fjárfestingarvörum. Þá getur hið opinbera haft áhrif á margvísleg mál- efni, s.s. byggðaþróun, atvinnuþróun, atvinnu- vegaþróun, þróun lánamarkaðarins o.s.frv. 2.2 Umfang hins opinbera. Með þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna eða SNA (A System of National Accounts), er á kerfisbundinn hátt reynt að gefa yfirlit yfir efnahagsstarfseminaíþjóðarbúskapn- um í heild svo og einstaka þætti hennar. Tilgang- urinn er meðal annars að mæla afkomu og efnahag þjóðarbúsins. í þessu skyni eru aðilar efnahagsstarfseminnar því flokkaðir niður í stærri hópa eða geira eftir eðli eða starfsemi þeirra. Takmarkið er að skrá öll viðskipti milli einstakra geira en ekki innbyrðis viðskipti aðila innan sama geira. Oftast er miðað við fjóra geira, þ.e.: 1) Fyrirtæki önnur en peningastofnanir. 2) Peningastofnanir. 3) Hið opinbera. 4) Heimilin. J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Búskapur hins opinbera 1980-1989

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1980-1989
https://timarit.is/publication/1002

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.