Sagnir - 01.06.1993, Side 15

Sagnir - 01.06.1993, Side 15
ences de l’Honime og hefur hún nú breyst úr því að vera uppreisn gegn ríkj- andi skipulagi í ríkjandi skipulag innan franskrar sagnfræði. En í raun lagði þessi saga, sem eitt sinn var ný, aldrei neitt sérstaka áherslu á kenningar — áhrif fé- lagsvísindanna komu frekar fram í nýj- um spurningum en í efnistökunum sjálf- um. Að mínu mati eru það þó fyrst og fremst kenningar sem sagnfræðingar geta sott i smiðju félagsfræðinnar. Kenningar em tæki sem annars vegar hjálpa fræði- niönnum til að sleppa úr gildru hinna serstæðu dæma og hins vegar geta þær beint sjónum manna að nýjum vanda- málum og spurningum sem ekki liggja í augum uppi. Með þessu á ég við að kenningar gera sagnfræðingum kleift að tengja rannsóknir sínar á einstökum fýr- ■rbærum, eins og sögu landsvæða, stofn- ana, einstaklinga eða atburða, almennri þróun á sambærilegum fýrirbærum ann- ars staðar. Með því að setja það sem gerðist feða gerðist ekki) i samhengi við þróunina 1 umheiminum verða dæmi sagnfræðinnar úæmi um eitthvað annað en sjálf sig. Eins geta kenningar kennt okkur að sú samfélagsuppbygging sem okkur fmnst sjálfiögð og eðlileg er sögulega ákvörðuð, um leið og uppbygging samfélagsins hef- ur ahrif á hvemig það og einstaklingar þróast. í þessu sambandi get ég bent á kenningar ffanska félagsfræðingsins Eierre Bourdieu, en hann hefur bent á i bókum sínum hvemig megi skýra flókið samspil huglægs og hlutlægs veruleika — þ.e. hvernig hugmyndir móta „vem- leikann“, um leið og „veruleikinn“ mót- ar hugmyndimar.7 Slíkar vangaveltur em gmndvallaratriði í þeim rannsóknum í félagssögu sem fjalla um þróun félags- mótunar og hópamyndunar, þ.e.a.s. um það hvemig menn skynja sjálfa sig og tengsl sín við aðra menn á hinum ýmsu tímum og hvernig slík skynjun tengist raunvemlegum félagstengslum í samfé- laginu. I þessu sambandi get ég tekið dæmi af rannsóknarefnum sem ég hef sérstak- an áhuga á, þ.e. skiptingu einstaklinga í þjóðir. Auðvelt er að benda á hvemig þjóðemi mótast af sögulegum aðstæðum, eða jafnvel sögulegum staðreyndum. Is- lendingar skilgreina sig t.d. sem sérstaka þjóð með tilvísun í þá staðreynd að þeir tala tungumál sem er greinilega ólíkt öðmm tungumálum og þeir búa í landi með vel affnörkuð landamæri. Það að þeir einstaklingar sem hafa þessi einkenni skynja sig sem eina heild og að þessi heild hafi síðan einhveijar pólitiskar kröfur eða réttindi er hins vegar tjarn því að vera áþreifanleg staðreynd. Ekki hafa allir hópar sem búa við nokkuð svipaðar aðstæður gert slíkar kröfúr. Hvað er það sem veldur þvi að hópur eins og íslend- ingar fara allt í einu að kreþast réttinda á gmndvelli þjóðemis, og hvers vegna em það aðeins sumar hugsanlegar þjóðir sem skynja sig sem slíkar? Slíkum spurning- um verður ekki svarað með einangraðri rannsókn á sögu Islands, heldur einungis með tilvísun í almennar kenningar um félagsþróun og hópamyndun. Reyndar er ólíklegt að við spyrjum slíkra spuminga ef við leitum ekki samanburðar við önnur dæmi sem gefa hugmynd um hvemig sagan hefði getað orðið, og slíkur saman- burður er ómögulegur án hjálpar al- mennra kenninga. Að lokum vil ég taka ffam að ég boða hvorki sammna félagsffæði og sagnfræði né það að sagnffæði verði ekki stunduð af viti án hjálpar félagsfræðinnar. Þvert á móti hlýtur sú sérhæfing sem nú á sér stað innan rannsókna á mannlegu samfé- lagi að efla skilning okkar á sögulegri þróun og formgerð þjóðfélagsins á hveij- um tíma. Fjölbreytni innan sagnffæðinn- ar er líka einn helsti styrkur hennar sem vísindagreinar og vonandi verður aldrei samin ein allsherjar forskrift fýrir því hvemig eigi að stunda hana. En það er bjargfost trú mín að frjó samskipti sagn- ffæði og félagsfiæði, byggð á gagnkvæmri virðingu og þekkingu á starfsaðferðum greinanna, komi þeim báðum tál góða. Þetta hafa menn á borð við Norbert Elias sannað með rannsóknum sínum og dæmi þeirra eiga að vera öðmm hvatning í ffamtíðinni. Tilvísanir: 1 Norbert Elias, ævi hans og störf, má lesa m.a. í Stephen Mennell: Norbert Elias. Civilzatiott and the Huttian Self-Itnage. Oxford 1989, og Roger Chartier: ”C°nscience de soi et lien social.“ Formáli að N. Elias: La société des individus. París 1991, 7-29. N. Elias: „The Retreat of Sociologists into the Present“. Tltcory, Culture and Society 4 (1987), 223-247. ^ ^ar nefna t.d. bækur breska felagsfræðingsins Anthony Giddens: The Nation- State and Violence. Cambridge. 1985, og hins franska kollega hans Pierre Bourdi- eu: Ta noblessc d’État. Grandes écoles et csprit de corps. París 1989. Tímarit eins og The Jonmal of Historical Sociology. sem hóf útgáfu árið 1988 benda líka til svipaðrar þróunar. 4 Ekki hafa allir orðið á eitt sáttir um þessa þróun, sbr. Tony Judt: „A Clown in Regal Purple: Social History and the Historians", History IVorksltop 7 (vor, 1979), 66-94. 5 Sjá Theda Skocpol, ritstj.: Visiott and Metliod itt Historical Sociology. Cambridge 1984. Sumir af nemendum Moores hafa meira að segja gerst „alvöru" sagnfræð- ingar, þ.e. sökkt sér niður í víðtækar skjalarannsóknir. Pekktastur þeirra er án efa Charles Tilly. 6 Peter Burke: History attd Social Tlteory. Cambridge 11. 7 Sjá t.d. Le setts pratiquc. París 1980. Hún var þýdd á ensku sem Tlte Logic of Pract- ice. Stanford 1990. SAGNIR 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.