Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 29

Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 29
Kortssonar. Hann virðist hafa samþykkt handtökuskipunina en vísaði málinu að svo búnu aftur heirn i hérað. Þórarinn kom ekki fram eiði í héraði enda búinn að játa galdraverkin.46 Málið endaði loks á Alþingi þar sem lögrétta dæmdi Þórarin á bálið enda vart við öðm að búast þar sem fyrir lá „... óneydd meðkenning Þórarins um stúlkuna Hallfríði, að hún muni af sínurn völdum dáið hafa.”47 A líkan hátt er farið í máli Páls Odds- sonar úr Húnavatnssýslu sem ákærður var fyrir galdra og þar á meðal að hafa valdið veikindum prestfrúar nokkurrar. Málið var fyrst tekið fyrir í héraði 1672 og var Þorleifi Kortssyni, sem staddur var á þingi, boðið að taka málið fyrir. Máli Páls var alls fjórum sinnum vísað til Þorleifs en hann þvertók ætíð fyrir að dæma í því og vísaði því jafnharðan ffá sér, annað hvort heim í hérað eða tii Alþingis sem lét að lokum brenna Pál.4* Eins mætti nefna mál Lassa Diðriks- sonar sem tekinn var af lífi á Alþingi 1675. Lassi fell á eið í héraði eftir að hafa verið ákærður fyrir að valda veikindum sona Páls Björnssonar í Selárdal. Málinu var vísað til Þorleifs Kortssonar sem vísaði þvi áfram til Alþingis þar sem Lassi var dæmdur.4'' Vert er að geta þess að Lassi játaði aldrei neitt. Þorleifhr virðist lítið hafa haft af öðr- um líflátsdómum í lögmannstíð sinni að segja ef undan eru skilin tvö mál. Þau eru annars vegar mál Stefans Grímssonar i Húnavatnsþingi og hins vegar mál norðlensku nræðginanna Þuríðar Olafs- dóttur og sonar hennar Jóns Þórðarsonar. Heimildir eru af skornum skammti um þessa dóma en þeir voru samþykktir á Alþingi árið 1678.50 Um mál Stefans er hvergi vimeskju að finna. í Mæli- fellsannál er sagt svo frá að i sinni heima- byggð hafi þau mæðgin ekki verið kunn af fjölkynngi. Samt sem áður játuðu þau að vera völd að veikindum konu Páls í Sel- árdal sem og að hafa iðkað þann nýstárlega ferðamáta að fljúga yfir helstu vatnsföll á leið sinni vestur á firði.51 Að ofangreindu má álíta að Þorleifur Kortsson hafi að öllum líkindum verið mjög varfærinn í galdramálum. Hann heldur sig fast við lagabókstafinn, verald- legan eða Biblíuna eftir því sem við átti °g er óragur við að vísa málum aftur heim í hérað, sér í lagi efjátning viðkom- andi lá ekki fyrir. Nú á tímum mundum við varla telja Biblíuna tæka lagaheimild en í tíð Þorleifs og sér í lagi í galdrantál- um var hún ómissandi sem lögbók. Oll- um þeim málum sem hér eru rakin vísar hann frá sér til dóms ef ekki heint í hérað þá til Alþingis, utan þriggja síðasttöldu málanna. Hitt er svo annað mál að ef játning lá fyrir eða lögrétta hafði fjallað um málið var Þorleifhr óragur við að dæma menn á bálið væri brotið þess eðlis. Þeir dómar virðast þó vera í algeru samræmi við lagabókstafi. Konur í klípu Það sem einkum skilur að galdrantál hér á íslandi og annars staðar í Evrópu er að hér vom sakbomingar upp til hópa karlmenn. Af 121 galdramáli hér á landi er aðeins vitað um tiu mál þar sem konur vom ákærðar.52 Helmingur þeirra var í embættistíð Þorleifs Kortssonar. Aðeins ein af þessum konum var brennd en það var Þuríður Olafsdóttir hin norðlenska sem Þorleifur lét brenna árið 1678 og minnst var á hér að framan. En hvernig tók Þorleifur Kortsson á galdramálum kvenna hér á landi ? Af heimildum má ráða að Þorleifur hafi á námsámm sínum dvalið í Hamborg á þeim tímum er galdrabrennur vom enn við lýði þar í landi. 1 Þýskalandi vom einkum konur brenndar fyrir galdra og því mætti æda að Þorleifur hefði verið manna líklegastur til að aðhyllast erlendar hugmyndir í galdramálum og taka harðar á þeim málum er snertu konur. En sú var alls ekki raunin. Arið 1657 var lesið upp á Alþingi mál Guðrúnar Sigurðardóttur úr Isafjarðarsýslu en því var einfaldlega vísað frá.53 Máli Guðrúnar Jónsdótmr úr Barða- strandasýslu er á svipaðan veg fárið. Guð- rún náði ekki að korna fram eiði í héraði þar sem sjö vitnanna vildu ekki sveija fyrir allan galdur af hennar hendi. Samt sem áður var Guðrún aðeins dæmd til að „...nokkra refsing fai eftir góðri tempran og tilhlutan velnefnds valdsmanns ... ,”54 Guðrúnamiálin tvö em ef til vill í léttvægari kantinum en af þeim má þó álykta að áhugi og trú valdsmanna á galdri kvenna hafi ekki verið mikill. Þáttar Þorleifs Kortssonar er ekki getið í þessum málum en þó er líklegt að hann hafi eitthvað haft með þau að gera þar sem annað á sér stað í hans sýslu en hinu er vísað til Alþingis í lögmannstíð hans. Galdraryktið erfist Þar em einkum galdramál tveggja kvenna sem snerta Þorleif Kortsson með beinum hætti. Það em mál Þuríðar Jóns- dóttur frá Kirkjubóli og Margrétar Þórð- ardóttur, Galdra-Möngu úr Trékyllisvík. Mál þessara kvenna tengjast einmitt tveimur af þeim málum sem rakin em hér að framan, málum Kirkjubólsfeðga og „farinu” í Trékyllisvík, en feður beggja þessara stúlkna vom brenndir fyrir galdra. Stuttu eftir að þeir Kirkjubólsfeðgar vora brenndir þóttist séra Jón þumlung- ur og reyndar fleiri verða fyrir fjölkynngi SAGNIR 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.