Sagnir - 01.06.1993, Page 34

Sagnir - 01.06.1993, Page 34
Bókin Gerð vísindabyltinga er tákn um þessa áherslu. Hugmyndin um ósammælanleika vakti mikla athygli. Það er sú hugmynd að eftir byltingar sjá vís- indamenn heiminn í nýju ljósi og tala annað tungumál.2 Núna túlka menn þessa hugmynd mannfræðilega, t.d. með því að hverfa aftur til 17. aldar. Bylting- armenn eins og Galíleó Galíleí ýttu eldri heimsmynd vísvitandi til hhðar með því að neita að skilja það mál sem fylgismenn náttúruspeki Aristótelesar töluðu.3 A þessum árum festíst sólmiðjukenn- ing og sígild aflfræði í sessi, vísindafélög komust á laggimar og tilraunir voru gerðar á nýstárlegan hátt, t.d. í lofttæmi framleitt með loftdælu. Það vom ekki allir sáttír við aðferðir nýrra tíma. Deilum- ar sem spmttu upp í kjölfarið auðkennd- ust af gagnkvæmu skilningsleysi og mannfræði ósammælanleikans. Baksvið róttækrar tilraunahyggju var borgara- styijöld og trúarbragðadeilur á Englandi. Markmið tilraunamanna var að finna at- hvarf fjarri ógnum heimsins þar sem unnt væri að komast að niðurstöðum á fnð- samlegan og hlutlægan hátt. Tilrauna- stofur áttu að vera vísir að fýrirmyndar- samfélagi sem væri opið öllum þótt ein- ungis faeinir útvaldir kæmu þar inn fýrir dyr. Höfundar bókar um loftdælu 17. aldar, eins konar hringhraðall síns tíma, komast svo að orði um sérfræðingaveldið sem þá varð til: “Samfélag okkar á að heita lýðræðislegt en almenningur er ekki fær um að krefjast skýringa á því sem hann skilur ekki. Þekking sem í grund- vallaratriðum á að vera á allra vitorði er í rauninni óaðgengileg flestum.”J Frá því á dögum stúdentabyltingar- innar og Víetnamstríðsins hefur hrikt í undirstöðum framfaratrúarinnar, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Efahyggjan hefur leitt til þess að vísindamönnum, læknum og tæknifrömuðum er ekki lengur treyst. Langt fram eftir sjöunda áratugnum létu vísindasagnfræðingar yfirleitt staðar numið um aldamótin 1800. Þótt hroðaverk frönsku byltíngarinnar sýndu að framfarir væru blendið hugtak sást þess ekki merki í sagnaritun þessara ára. Þegar vísindasagnfræðingar hófii að fikra sig nær nútímanum varð þeim star- sýnt á tilurð rannsóknastofa í efnaffæði, eðlisffæði og lífeðlisffæði og vöxt háskóla sem tengdist vexti þjóðríkja og heims- valdakapphlaupinu sem náði hámarki í fýrri heimsstyijöldinni. Helsti frumkvöðull vísindasögu var Belginn George Sarton sem flúði Evrópu í heimsstyijöldinni fýrri og fluttist vestur um haf til Bandaríkjanna. Hann batt vonir við alþjóðahyggju og vísindin áttu að vera grundvöllur nýrrar nrannúðar- stefnu. Hann trúði því líka að eining ríkti innan vísindanna og þau væru einnar gerðar. Hann átti því tímabundið samleið með eðlisfræðingum á borð við Albert Einstein sem leitaði sameiningar innan eðlisfræðinnar ævilangt og var friðarsinni á þessum ámm. Ognir seinna stríðs höfðu mikil áhrif á þá báða og lét Sarton áhyggjur sínar í ljós á frmmta áratugnum í tímaritinu lsis sem er helsta málgagnið í vísindasögu.5 Meðan visindasagan sleit barnskónum á eftirstríðsámnum var skipbroti mann- úðarstefnu Sartons gefinn lítill gaumur af fýrstu kynslóð atvinnumanna meðal vísindasagnfræðinga. Efahyggjan sem nú ríkir og framfaragagnrýnin em eins konar síðbúið ffamhald á hugleiðingum Sartons. Hins vegar hefur sú skoðun hans að eining ríki innan vísindanna beðið var- anlegt skipbrot. Vaxandi áhugi á sögu tilrauna í eðlisffæði, efnaffæði og lífffæði og tílkonra sameindalífifæði hefúr stuðlað að því að óreiðu og fjölbreytni er gefinn meiri gaumur i vísindasögu en þegar kenningar og eðlisffæði réðu þar ríkjum. Vegur félagsffæði hefur því vaxið á kostnað heimspeki og mannffæðisveiflan i vísindasögu ber vott um þessa breyt- ingu.6 Jafnffamt því sem jafnræði er orðið á milli kenningasmiða og tilraunamanna i vísindasögu hefiir félagssögu vaxið ás- megin. Þröngir stéttarhagsmunir og gildismat er greypt í innviði mennta- stofnana og vísindasamfélaga. Konur og minnihlutahópar eiga þar erfitt upp- dráttar, ekki var örgrannt um að yfir- burðir hvíta kynþáttarins ættu þar talsmenn áður fýrr, svo ekki sé minnst á ógnvekjandi störf líffræðinga og lækna í Auschwitz og annars staðar í Þriðja rík- inu. Hugmyndaffæði vísindanna á erfitt með að útskýra “afbrigðilega” hegðun af þessu tagi og því hafa sögurannsóknir grafið undan trúnni á vísindin líkt og rannsóknir á biblíunni drógu úr áhrifa- mætti kristninnar á 18. og 19. öld. Saga þróunarkenningarinnar sýnir að hugmyndafræði getur haft jákvæð áhrif í vísindastarfi. Robert Malthus gagnrýndi með bölsýnislegri kenningu um veldis- vöxt líffíkisins og takmarkað fæðuffamboð bjartsýna franrfaratrú upplýsingarstefn- unnar. Charles Darwin greip fegins hendi neikvæða kenningu Malthusar, breytti fonnerkjum hennar og gerði úr henni fagurt og skapandi afl. Auk hugmyndasögu þarf við rannsóknir á sögu þróunarkenningarinnar að leita fanga í jarðffæðisögu, sögu rannsóknar- ferða til fjarlægra landa og bókmennta- sögu, því Darwin var vel ritfær.7 Hann kornst svo að orði í Uppnma tegundanna (1859): Það er athyglisvert að íhuga gróðri vax- inn árbakka, klæddan plöntum af nrargvíslegum gerðum, með fúglum syngjandi í rannum, með ýmsum skordýrum flögrandi um, og með möðkum skríðandi í rökum jarð- veginum, og að hugsa sér að þessi vandvirknislega smíðuðu lífsform, svo ólík hvert öðra, og samt háð hvert öðru á svo flókinn hátt, hafi öll orðið til með lögmálum sem ríkja í kringum okkur.8 Það er sláandi að bera lýsingu Darwins saman við náttúrusýn seinustu áratuga í verkum þýska málarans Anselms Kiefer eða rússneska kvikmyndaleikstjórans Andreis Tarkovsky. Þar birtist ekki ímynd fijósamrar náttúra heldur verald- ar sem hefúr verið eyðilögð eða ógnað í hamförum kjamorkustyijaldar. Togstreita bjartsýni og svartsýni kemur vel fram í nýlegri bók eftir Thomas P. Hughes. Henni lýkur á kafla um hugsuði sem hafa gagnrýnt bhnda tæknitrú og eyðingarmátt tækninnar.9 Aður hafði Hughes sknfað tímamótaverk um rafvæðingu á Vesturlöndum sem varð þess valdandi að tilraunavakningin í vísindasögu fékk byr undir báða vængi. I bókinni kemur skýrt ffarn hvað gangur rafvæðingar er gjörólíkur i mismunandi þjóðlöndum, og þar af leiðandi villandi að gera ráð fýrir tæknilegri nauðhyggju í framvindu sögunnar.10 Saga rafvæðingar er saga stjómmála. Lenín taldi að bandarísk tækni og raf- væðing ásamt sameignarstefnunni yrði undiistaða ffamtíðarríkisins.11 Kraft- birtingarhljómur gjöfullar náttúru, rafmagns og sósíalisma endurómaði í verkum Halldórs Laxness, t.d. í Alþýðu- bókinni: “A þessari jörð þarf nefnilega ekkert að spara. Guð hefúr ekki aðeins gefið oss alt, heldur einnig gnægðir als. Hið eina sem oss vantar á þessari jörð er 32 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.