Sagnir - 01.06.1993, Page 47

Sagnir - 01.06.1993, Page 47
17. öld, búa oftast yfir flókinni sögu og merkingu, þótt þau sýnist einfold og auðskiljanleg í fljótu bragði. Oftast fela þessi verk í sér pólitíska, siðferðilega eða trúarlega merkingu, sem getur verið algerlega hulin áhorfandanum, þvi hann nýtur aðeins yfirborðsins. Má nefna sem dæmi allegórísk verk Titians og verk franska byltingarmálarans David. Flest verk eru niðurstaða hugmynda og vinnu, sama hvaða form og efnivið listamaðurinn kann að kjósa sér. I tímans rás verða verkin, hvort sem þau hafa ætlað sér það eða ekki, heimild um hug- myndir, væntingar, drauma og þrár sér- hvers tímabils, þjóðfelags eða menningar- svæðis. Þekking hstfræðingsins á þessum heimildum, vitneskja hans um þetta afmarkaða svið mannhfsins, hlýtur að vekja áhuga sagnfræðingsins og geta hjálpað honum að nálgast viðfangsefhi sitt. Tökum einfalt dæmi um það hvemig sagnfræðingnum getur nýst þekking listfræðingsins. Sagnfræðingur sem rannsakar stjómartíð Ehsabetar I Englandsdrottningar getur varla horft framhjá þeim fjölda mynda sem hún lét gera af sér og samstarfsmönnum sínurn. Þessum myndum lét hún dreifa um ríki sitt í áróðurs- og upplýsingaskyni. Myndimar voru flestar smáar um sig, þær minnstu á stærð við eldspýtnastokk, en hlaðnar flóknu táknmáli, sem ekki verður leyst nema með næmri þekkingu á ahegórískum bókmenntum timabilsins og dugir oft ekki til (Sjá rit breska list- fræðingsins Roy Strong um þetta efni). Elísabet I notfærði sér til hins ítrasta áróð- urs- og upplýsingamátt myndarinnar, sem kirkjan ein hafði lengi einokað. Myndimar „sköpuðu ímynd” hennar, eins og sagt er á nútíma auglýsingamáli, og áttu þátt i að móta goðsögnina um hina ódauðlegu meydrottningu, sem virtist hafin yfir mennska ellihrörnun. Myndin er því sjaldnast saklaust, ein- angrað fýrirbæri, hugarfóstur einstak- lings, heldur hluti af hugmyndakerfi veraldlegs eða andlegs valds, heimild um boðskap, pólitískan, trúarlegan eða siðfétðilegan. Hvernig kemur sagnfræðin Hstfræðingum að gagni ? A sama hátt verður listffæðingurinn að grípa til sagnfræðinnar þegar lesa skal mynd eins og “Morðið á Marat” frá árinu 1793 eftir franska málarann David. Myndin er samofin sögu frönsku bylt- ingarinnar, hlaðin táknum er vísa til þeirra klassísku gilda sem byltingarmenn gerðu að sínum. Kemur þetta ekki síst fram í framsetningu myndefnis, vali á sjónarhomi, htum eða fremur litleysi og jafnvel áletmn í neðra homi myndar- innar sem er með sömu stafagerð og róm- versk grafskrift. Listfræðingurinn getur einnig þurft að nýta sér þekkingu sagnfræðinnar við lest- ur á óhlutbundinni (abstrakt) list. Eitt helsta einkenni listar 20. aldar er að myndefhið er eða virðist vera horfið. Fonnið eitt stendur eftir. Lítum á áróðursplakat eftir rússneska hstamanninn E1 Lissitsky frá árinu 1919. Geometrísk form og andstæðir litir (rautt, svart og hvítt) glíma á þröngum fleti. Vissulega mynda hvöss formin spennu og hreyf- ingu í myndfletinum, sem kalla á tilfinn- ingaleg viðbrögð áhorfenda. Greina má ósamstæða stafi í orðum sem dreift er um flötinn og sé þeim púslað saman segir textinn áhorfandanum í raun það sama og stefna og átök formanna gefa sjón- inni til kynna: “„Rauði þríhymingurinn sigrar þá hvítu”. I fletinum takast á spenna, árekstrar og óreiða. Með stefhu formanna er spilað á pólitíska merkingu vinstri og hægri. Lengi mætti halda áfram að form- greina þessa margræðu, en um leið ein- földu mynd, en lítum nú til sögunnar. Rússland árið 1919. Borgarastyijöld. Flvithðar og rauðhðar beijast um völdin. E1 Lissitsky var úr hópi þeirra lista- manna er unnu að því að þróa nýtt auð- skiljanlegt myndmál, sem síðan var notað í áróðursskyni á fýrstu ámm byltingar- innar. Almenningur þekkti einfalt táknmál trúarinnar, en einnig var hefð í rússneska keisaradæminu fýrir ódýram , prentuðum dreifimyndum, er fluttu áróð- ur og boðskap til ólæsra löngu fýrir daga byltingarinnar. Mynd E1 Lissitskys er því a.m.k. tvíþætt heimild. Annars vegar lýsir hún vel þeim einföldu aðferðum sem hann þróaði til að koma upplýs- ingum og áróðri á framfæri í mynd, og gerðu hann að upphafsmanni nútíma grafískrar hönnunar. Flins vegar ef myndin er sett í stærra sögulegt samhengi, þá verður hún ekki eingöngu heimild um þessa rannsóknarvinnu lista- mannsins á áhrifamætti forma og lita, heldur söguleg heimild um pólitískt áróðutskerfi. Hver eru tengsl búninga- og textílfræða, annars vegar við sagnfræði og hins vegar við Hstfræði ? Búninga- og textílfræðin sem fræðigrein er yngst fýrmefndra greina. Aðeins einn háskóh í Evrópu kennir hana sem aðal- grein, það er Courtauld Institute of Art í London, en þar hefur greinin verið kennd á þriðja áratug í laustengdri samvinnu við hstffæðideild skólans. Búninga- og textílsagan er háð fom- leifafræðinni, sagnfræðinni og hstasögunni þar sem hún byggir mjög á þekkingu og rannsóknum þessara fræðigreina. Jafn- framt er leitað til bókmenntanna og jafnvel felags- og sálfræðinnar einkum þegar fjallað er um tískufýrirbæri á 19. og 20. öld. Búninga- og textilfræðingar eiga við margslunginn heimildavanda að stríða, þar eð þeir verða að leita heimilda mjög víða. Búningar og textílar era viðkvæmir og varðveitast illa. Sjaldgæft er að finna heila búninga eldri en frá 18. öld. Tals- vert hefúr varðveist af stökum búningum og búningshlutum frá 17. öld, t.d. á Englandi og í Danmörku. Merkir fomleifafundir gefa upplýs- ingar um fýrri tíma, og má þar helsta nefna fundi á Grænlandi, í Danmörku, Þýskalandi og Egyptalandi. Þar hafa nánast heilir og óskemmdir búningar komið úr jörðu, en slíkir fhndir era undantekning. Búninga- og textílfræðingar vinna þvi í náinni samvinnu við fomleifafræð- inga þegar fjallað er um tímabil Egypta, Grikkja, Rómveija og miðaldir Evrópu. Orfaar fhkur hafá varðveist fiá miðöldum, en mun meira af textílum og hafa þessir gripir oft varðveist vegna þess að þeir hafa verið notaðir við kirkjulegar athafhir, eða þá að goðsögn eða einhvers konar helgi hefur átt þátt í varðveislu þeirra. Skal hér fýrstan nefna Bayeux-refilinn, varðveitt- an i borginni Bayeux í Normandi. Refillinn er stórkostleg heimild, ekki bara um klæðnað og vopnabúnað, heldur einnig byggingar, hertygi o.fl. á ofan- verðri 11. öld. Búninga- og textílfiæðingar verða því SAGNIR 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.