Sagnir - 01.06.1993, Side 72

Sagnir - 01.06.1993, Side 72
Jón Magnússon lýsa eftir galdrakvend- inu Margréti: Þessi eru auðkenni þeirrar konu sem burt veik á næst fýrirfarandi ári úr Strandasýslu og galdraverknaði var fullkomlega borin nú í vor eð var, og var því dæmt, að til rannsaks væri réttilega tekin, hvar sem hittist, og sektarstraff það hæsta eptir lögum þeim tildæmt, sem hana hyldu ellegar dyldu, eður ráð með henni leggðu, svo lög og réttur þess vegna hindraðist.20 Er engu líkara en hér sé á ferðinni stórhættuleg galdranom, sem ekkert bíði annað en bálkösturinn. Þvi kemur lýs- ingin á henni vægast sagt á óvart miðað við þá ímynd, sem almenningur virðist hafa gert sér í hugarlund um galdra- nomir yfirleitt: „Er hún svo að yfirlit: Vel að meðalvexti, ljósleit, kinnbeinahá, léttfær og skynsöm i máli. Kveður nærri kvenna best.”21 Það er vissulega athyglis- vert að nomin eftirlýsta er bæði ung og að sama skapi bráðhugguleg, samkvæmt lýs- ingunni. Erlendis voru sakborningar yf- irleitt rosknar konur, að jafhaði yfir fimmtugt. I Genf og Essex var meðalald- ur þeirra um sextugt.22 I bókmenntum frá 17. öld, virðist ljótleiki galdranoma vera hafður í fyrir- rúmi. Þeim er gjarnan lýst sem forljót- um, afgömlum kerlingaskmkkum með afbrigðum viðskotaillum.23 Galdra- Manga gat hins vegar talist fúllsæmd af útliti sínu. Samt sem áður var hún gmnuð um græsku og meðhöndluð eins og hver önnur galdranom. Mál hennar var aftur tekið fýrir á Alþingi vorið 1660, þar sem hún hafði ekki svarið þann eið, er henni var ædað að sverja árinu áður. Dæmdi þá lögmaður að vottar þeir sem henni hefðu verið löglega nefndir, ...skyldu sveija hana annaðhvort til falk eða ffelsis, og hafa eiðinn unnið innan 10 vikna... Sóm svo í héraði 6 af þeim tilnefndu eiðsvættiskonum, 10. júní 1661, Margréti eiðinn ósær- an, en 5 sóm ekki neitt.24 Eiðstafur þeirra kvenna er sóm á móti Galdra-Möngu er til í handriti og er hann eftirfarandi: Til þess leggur þú25 hönd á helga bók, og það segir þú guði almáttug- um, að þann eið, er Margréti Þórðar- dóttur var til dæmdur anno 1659 að Kirkjubóli við Steingrímsfjörð fýrir fjögra manna áburð, hana borið hafa fullkomnum galdraverkum, kvenn- persónum hér í sveit til meinsemda, hyggið þið eptir ykkar hreinni sam- vizku áður nefhdri Margréti Þórðar- dóttur heldur ósæran en særan og greinda Margréti heldur seka en óseka í greindu máli, og þennan eið sveijið þið hvorki fýrir vild né óvild við nokkra persónu, karl eða konu, eður nokkurra rnuna sakir, heldur all- einasta ykkar samvizku og sannleik- ans vegna, og að stöfhðum eiði sé ykk- ur guð hollur, sem satt segið, gramur, efþið ljúgið.26 Vafalaust hafa þessar sex vestfirsku frúr trúað því, að Margrét væri rammgöldrótt og því væm þær að vinna hið mesta góðverk í þágu drottins með því að leggja sitt af mörkum til þess að losna við handbendi djöfulsins. Aður en eiðar vom sómir var rækilega brýnt fýrir fólki, að rangir eiðar væm synd og grimmileg hefnd biði meinsærismanna.27 En ekki dugði eiðstafur þessara sex kvenna til að koma Galdra-Möngu á bál- ið, þar sem fimm konur höfðu ekki svarið neitt. Mál hennar kom því enn til kasta Alþingis þá urn sumarið og virðist ein- hver vandræðagangur ríkja um framhald þess, samkvæmt Alþingisbókum, en þar segir meðal annars: Um mál Margrétar Þórðardóttur að vestan I Jesú nafni. Þessir menn út- nefndir á Öxarárþingi um það vanda- mál, sem Margrétu Þórðardóttur á- hrærir um galdraverk... því nefnir lögmaður Ami þessa sýslumenn til dóms og álita, hvemig nú skuli fara um mál eður líf Margrétar...28 Samkvæmt bón Þorleifs Kortssonar sýslumanns, er var fjarverandi, var borin upp fýrirspurn þess efnis, hvort ekki beri að sýna henni vægð, ef hún fai „... þá ær- lega votta, sem hana vilja undan bera þessu stórmæli með sínum eiði eftir þeirra hyggju.”29 Nefhdi lögmaðurinn 12 sýslu- menn í dóm, til að skera úr um málið og vísuðu þeir því aftur heim í hérað, og skyldi Margrét vera í haldi hjá sýslu- mönnum, þar til tylftareiðnum væri full- nægt.30 Á miskunn hefi ég þóknan... Enn og aftur kom mál Galdra-Möngu til kasta Alþingis sumarið 1662. Hafði hún nú loksins komið tylftareiðnum fram. Fjórir vottar höfbu sannað með henni heima i héraði, en sex á móti. Þar sem hún hafði ekki fallið á eiðnum, mælti Þorleifhr Kortsson, þá orðinn lögmaður, með því að hún fengi enn einu sinni færi á að vinna eiðinn og „... að láta erlega fangavotta til tylftar innan Þorskafjarðar- þings sanna hana saklausa...”. Ef það tækist, væri hún fijáls ferða sinna. Var dómsálitið síðan samþykkt af fógeta, en sá vamagli settur ... að þó henni Margrétu sé þessi náð sýnd vegna aðskiljanlegra tilfella í þessu flækjumáli og langvaranlegs undandráttar, þá skuli aðrir sig ekki þar eftir rétta, heldur með lögum og rétti straffast, sem hæfir.31 Hér er greinilega verið að árétta, að þrátt fýrir þá og miskunn, sem Margréti hafi verið sýnd, skuli aðrir ekki láta sig dreyma um slíka málsmeðferð. Lausn þessa „flækjumáls” var ekki ædað að hafa fordæmisgildi. Aberandi er, hversu lögmaðurinn Þorleifur Kortsson sýnir sakbomingi ó- trúlega linkind. Hann tekur nánast á henni með silkihönskum og fer nú lítið fýrir þeim skörungsskap, sem Þorleifi var eignaður árið 1654, er hann lét brenna foður hennar ásamt tveimur öðr- um.32 Málsvörnina byggir hann m.a. á ritningargreinum Biblíunmr, t.d Matteusarguðspjalli 12.6: „A miskunn hefi eg þóknan, en ei á offri.” Ennfremur vitnar hann í Jónsbók um miskunn,33 svo augljóst er hvað fýrir honum vakir. Hefði hann hins vegar vimað í aðra Móse- bók 22.18, máli sínu til stuðnings, þá hefði úrskurður þingsins líklega farið á annan veg. Þar stendur: „Ekki skaltu láta galdrakonuna lifa.”34 Þorleifur sneiddi hins vegar hjá þessari alræmdu ritningar- grein, sem virðist hafa verið vinsælasta réttarheimildin, þegar galdranomir vom dæmdar á bálköstinn.35 Segir Ólafur Davíðsson að svo rammt hafi kveðið að því, að íslenskir galdramenn væra dæmdir á grundvelli Biblíunnar, „... að oftar er vís- að í galdradómunum til sumra ritningar- greina en til nokkurra laga.”36 Einnig vekur það athygh að Margréti er gefinn 70 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.