Sagnir - 01.06.1993, Síða 74

Sagnir - 01.06.1993, Síða 74
þjóðsögum Jóns Ámasonar. Átti hún að hafa kontið yfir Snæfjallaheiði í hríðarbyl og fafið sig í fjárhúsunum á Stað. Fann smalamaður prests hana og dvaldist hún þar með hans vitund i þijá daga. Kemur síðan að því að Möngu ber fyrir augu Tómasar „lízt hún honum fögur og fell- ir brátt ósjálfráða elsku til hennar.”4'' Þó svo klerkur bjóði hinni gestkomandi að búa í bænum, afþakkar hún gott boð, en biður um að fa að dveljast í kirkjunni og vill hvergi vera nenia í altarinu. Færir prestur henni matinn þangað daglega. Að viku liðinni biöur Manga um að fa að sjá prestsmaddömuna og sendir Tómas hana út í kirkju einhverra erinda. Er maddaman sér altarið opið og Möngu þar inni, bregður henni svo við, að liún hníg- ur dauð niður. Þegar konan var dauð, dró Manga sig í bæinn og tók brátt við húsforráðum; leið ekki á löngu, að hún þótti þar öllu spilla, bæði heinrilinu og um sóknina. Prestur unni henni mjög, og er það sögn sumra, að hann gengi að eiga hana, og víst er það að hann átti bam nreð henni.50 Ekki er ólíklegt, að almenningi hafi blöskrað sambúð hins roskna prests og eftirlýstrar galdrakonu, sem auk þess tók upp á því að ala honum böm. Enda var henni gefið að sök í þjóðsögunni að hafá tælt séra Tómas með göldmm og drepið konu hans.51 Skulum aldrei þessa Margréti sturla Séra Tómas var þó ekki eini klerkurinn, sem studdi Möngu í raunum hennar. Sóknarpresturinn hennar, séra Þorvarður Magnússon hélt hlifiskildi yfir henni með kristilegum vamarræðum, sem hafa áreið- anlega haft sitt að segja, mitt i öllu galdrafarinu í Trékyllisvík. Til er vitnis- burður hans, nteð eigin hendi, sem er á þessa leið: I nafni guðssonar svara ég svo upp á kristilegt efni, að ég trúlofa52 því öll- urn mínum og velgjörðamönnum, að ég vil einga ásókn veita né veita láta Margréti Þórðardóttur, hvorki af mér né mínu sóknarfólki, heldur skal mér gleði vera að öllum þeim, senr henni liðsinna og gott til leggja,... ég og mitt sóknarfólk skulum aldrei þessa Margréti sturla eður til ills ýfa... 53 Hannes Þorsteinsson telur að Galdra- Manga hafi farið burt úr sókninni með vitund sóknarprestsins, en ekki strokið. Nefnir hann annan vitnisburð Þorvarð- ar,54 sem lýsir djúpstæðum áhyggjum hans af velferð Margrétar: ... mig sturlar það, að sú frávikna manneskja úr minni sókn, Margrét Þórðardóttir, kemur ekki til leiðrétt- ingar við guð og menn. Því er nú guð- hræddum mönnum vel gert, hvar sem hún er, eða frant kemur, að hugga hana og styrkja ... því að ekkert illt er sannprófað upp á hana síðan hún tók altarissakramentum hér í Árness- kirkju, og er það sannarlega satt, að bæði ég og allt mitt sóknarfólk sjáum það gjaman, og viljunt það helst, að henni verði allt að góðu upp héðan, lifi sem lengst og lukkist sem best, ,..55 Vitnisburðir þessir, sem dagsettir eru 3. september 1658, benda til þess að Margrét sé klerki afar kær og að hann trúi engu misjöfnu upp á hana. Lætur hann í það skína, að hann hafi ekki hug- mynd um dvalarstað hennar. Það er vel hugsanlegt, að séra Þorvarður hafi sjálfúr staðið fyrir flótta Margrétar og komið henni þannig undan ofstækisfulluin sóknarbörnum sínum, til kollega síns, séra Tómasar. Hvort sem sú örlagaríka ákvörðun var hans eða ekki, þá er ljóst, að Galdra- Manga var hvorki brennd á báli, né var henni drekkt undir áðumefndum fossi. Það er einungis þjóðsaga. Varð hún kerl- inga elst. Samkvæmt manntalinu 1703, er Margrét Þórðardóttir sögð búsett á Lónseyri á Snæfjallaströnd hjá syni sín- um Þórði, 44 ára. Hún er sögð 89 ára,56 sem er að öllum líkindum ofreiknaður aldur, þar sem Pétur sonur hennar er þá aðeins 39 ára gamall. Hannes Þorsteins- son telur að hún hafi líklega verið 79 ára árið 1703.57 Er líklegt að Margrét hafi þurft að burðast með hið illræmda galdraorð alla sína ævi, enda erfitt að kveða niður slíkan orðrórn meðal óupplýstrar alþýðu, í af- skekktum byggðum Vestfjarða. Þjóðsög- umar hafa haldið nafni Galdra-Möngu á lofti hingað til, sem útsmoginni kunn- áttukonu, sem beitti fyrir sig göldmm sér til framdráttar. Embættismenn virðast hins vegar ekki hafa trúað á fordæðuskap íslenskra kvenna, eins og fram hefur komið í máfi Margrétar. Sama skoðun virðist ráðandi, þegar mál Galdra-Imbu kemur til kasta yfirvalda. Fróm og guðhrædd dandikvinna Eins og áður er getið, fór Ingibjörg ffam á, að fa nafh sitt hreinsað opinberlega af galdraáburði. I Alþingisbókuin frá árinu 1687 er getið um frelsiseið Ingibjargar Jónsdóttur úr Múlaþingi: „Var upp lesin erleg kynning þeirrar frómu og guð- hræddu dandikvinnu Ingibjargar Jóns- dóttur, sem henni hefur verið af mörg- um góðum manni, bæði norðan og austan lands, út gefin uin hennar erlegt fram- ferði...” Skýrði sýslumaðurinn Bessi Guð- ntundsson síðan ffá því, „... að hér nefnd kvinna beri þunga angursemi, sökum þess henni hafi ei leyft verið að ná frels- iseiði mót því galdraryktis hneykslunar- aðkasti, er hún þykist merkt hafa,...”58 Hér gætir sömu linkindar og i máli Galdra-Möngu. Sýslumaður virðist aug- ljóslega hneykslaður fyrir hennar hönd og fúllur samúðar. Nomaveiðar áttu ekki upp á pallborðið hjá Bessa Guðmundssyni frekar en Þorleifi Kortssyni. Jón Espólín segir að þingmenn hafi heiinilað Imbu að vinna eiðinn.5'' Ekkert er getið um málið næstu árin í Alþingis- bókum, svo telja verður víst að eiðurinn hafi verið unninn og hin „fróma og guð- hrædda dandiskvinna” hafi þar með hreinsað mannorð sitt af galdraáburðinum og fengið uppreisn æm. Almenningur var hins vegar á öðra máfi. Hið illræmda galdraorð fylgdi bömum hennar flest- um“ ogfifði góðu lífi í þjóðsögum, sum- urn hveijum ótrúlega illkvittnislegum. Smáfættir sauðir, móðir Segir sagan að Imba hafi snemma orðið „skaprík og mörgu slegin”. Á faðir hennar því að hafa kveðið eftirfarandi vísu um dóttur sina í æsku: Augun þín era eins og stampar, í þeim sorgarvatnið skvampar, ofan með nefi kiprast kampar, en kjafturinn 72 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.