Sagnir - 01.06.1993, Page 112

Sagnir - 01.06.1993, Page 112
árum áður, í frægum kappræðum við Douglas dómara árið 1858, sagði hann: ...ég hef ekki í hyggju að skipta mér beint eða óbeint af þrælahaldi í þeim ríkjum þar sem það viðgengst. Ég tel mig ekki hafa til þess neinn lagalegan rétt og ég finn enga hvöt hjá mér til þess. Ég hef ekki í hyggju að koma á pólitískum og félagslegum jöfnuði hvítra manna og svartra. Þeir eru ó- líkir að gerð, og sá munur kemur að mínum dómi sennilega í veg fýrir það um aldur og ævi að þeir geti lifað sam- an í fullkomnum jöfnuði. Og úr því óhjákvæmilegt er að á þeim sé munur þá er ég hlynntur því á sama hátt og Douglas dómari að kynstofn sá sem ég er af sé æðri.’4 Douglas, sem fannst Lincoln linur í af- stöðunni til svertingja, vegna þess að sá síðamefndi var mótfalhnn því, að þræla- haldi yrði komið á í nýju ríkjunum, af mannúðarástæðum, hafði lítil svör við sið- ferðilegum rökum Lincolns. Hann beitti þess í stað háði gegn lionum og bendlaði hann við afnámssinna og talaði um „Mr. Lincoln and the Black Republican Party“ (hr. Lincoln og repúblikanaflokk svertingja) og gaf i skyn að Lincoln myndi giftast svartri konu25 Þeir deildu hart og mikið, en það eina, sem þeim bar í raun og vem á milli, vora siðferðilegar hugmyndir um það, hvort þrælahald væri rétt eða rangt. Lincoln lýsti því yfir, að hann afneitaði algerlega ásökunum Douglas um að hann giftist svertingja- konu, svo og öllum hugmyndum um jafnrétti: Þessu hef ég þráfaldlega lýst yfir um hinn siðferðilega þátt einan og sér, og þetta ber að hafa í huga þegar við setjum einhverju landi lög sem býr ekki við það böl sem þrælahald er. Ég hef aldrei látið í ljósi óþolinmæði vegna þeirra kvaða sem sprottnar era af tilvist svertingja á meðal okkar og vegna þrælahalds þar sem það er fýrir á meðal okkar. Engin regla er réttlát önnur en sú sem byggist á siðferðileg- um og altækum rétti.26 Það ætti að vera ljóst af framansögðu, að Lincoln var ekki jafnréttissinni, þótt hann teldi þrælahald stríða gegn siðferðis- vitund sinni. Að hans dómi snerist þræla- deilan um rétt og rangt. Aðeins fair afnámssinnar voru jafnréttissinnar, örfair þeirra, sem voru virkir í afnámsfélögun- um. Lincoln var ekki einu sinni hrifinn af afnámssinnum. Arið 1837 lýsti hann því yfir opinberlega, ásamt starfsfélaga sínum Dan Stone: Þeir [undirritaðir, Lincoln og Stone] telja að þrælahald sé bæði óréttlátt og óskynsamlegt en áróður fýrir afnámi þess auki á bölið fremur en dragi úr þvi.27 Það var kannski ekki skrýtið, að góðum stjórnmálamanni, eins og honum, þætti þrælahald slöpp pólitík. Málið þvældist endalaust fýrir. Það þvældist fýrir flestum, því faum var stætt á því, að þræta fýrir, að það væri einfaldlega ljótt að fara svona með fólk. I bréfi, sem hann skrifar Williamson Durley, árið 1845, í tengslum við innlimun Texas í ríkja- bandalagið, harmar hann, að menn láti þrælahaldsmálið hafa of mikil áhrif á sig. Hann dáist að mönnum, sem hafna flokki sínum vegna stefnunnar í þræla- málum, eins og Durley gerði, en reynir samt að sannfera hann um, að hann fai sínu frekar framgengt með því, að láta það ekki ráða öllu.28 Rök Lincolns á móti þrælahaldi, eins og annarra, vora siðferðilegs eðlis. En málið leystist ekki og varð ekki leyst, nema þrælahald yrði afnumið, vegna þess, að menn vora sammála um flesta hluti, sem það vörðuðu. Það var þessi „siðferðilegi og altæki réttur“, spumingin um rétt og rangt, sem þeim bar á milli. Um hann, þennan rétt, var ekki hægt að semja, því að þar er engan milliveg að finna. Sunn- anmenn gátu hvorki sannfert Norðan- menn um ágæti þrælahalds á efnahags- legum forsendum, né með skírskotun til yfirburðastöðu hvíta kynþáttarins, vegna þess, að Norðanmenn vora sammála þvi hvort eð var. Lausnin Abraham Lincoln er sá, sem mest hefur verið þökkuð lausn þrælanna. Það var hann, sem gaf út tilskipunina, sem leysti þá úr tveggja alda ánauð. Honum virðist hafa snúist hugur þegar hann íhugaði betur líf þrælanna og hann hefur hætt að trúa því, að líf þeirra væri „þolanlegt". I ritum hans og ræðum má greina, hvemig hugmyndir hans gegn þrælahaldi skýrast smám saman. Upp úr 1850 virðist hann vera búinn að gera upp hug sinn, þótt hann telji það ekki innan valdsviðs alríkis- stjómarinnar að afnema það í þeim ríkj- um, þar sem það er enn. I ódagsettu broti, rituðu með hans hendi, sennilega frá seinni hluta 6. áratugarins, sést, að hann er greinilega búinn að taka afstöðu. Þar stendur: Ef A. getur sannað - jafnvel svo óyggjandi sé - að hann megi með fullum rétti gera B. að þræl sínum, hvers vegna getur B. þá ekki sannað með sömu rökum að hann megi hneppa A. í þrældóm? Þú segir að A. sé hvítur en B. svartur. Það er sumsé litaraftið sem ræður; sá ljósari hefiir rétt til að þrælka þann dekkri, eða hvað? En bíðum við. Samkvæmt þessari reglu ættir þú að verða þræll fýrsta manns sem þú hittir og er ljósari á hörand en þú. - Þú átt ekki við litaraftið í bókstaflegum skilningi? Þú átt við að hvítir menn séu vitsmumlega fremri svörtum og hafi því fullan rétt til að gera þá að þrælum? Hægan aftur. Samkvæmt þessari reglu ættir þú að verða þræll fýrsta manns sem þú hittir og er þér fremri að vitsmunum. En þetta er spuming um hagsmuni, segirðu þá; og ef þú getur sýnt fram á að það sé þinn hagur þá hefurðu rétt til að hneppa annan mann í þrældóm. Gott og vel. Ef hann getur sýnt fram á að sér sé hagur í því þá hefúr hann rétt til að gera þig að þræl sínum.2'4 Svo skall á stríð. Árið 1861 klufú Suð- urríkin sig frá Norðurríkjunum og sögðu sig úr ríkjabandalaginu, vegna þess, að þau vora farin að óttast mjög um sinn hag, sérstaklega varðandi þrælahaldið. Afiiámssinnar norðursins vildu, að mark- mið stríðsins yrði að frelsa þrælana í suðri. Lincoln vildi, á hinn bóginn, ekki hætta einingu ríkisins og óttaðist, að þau ríki, sem héldu þræla, en voru samt á bandi einingarsinna í stríðinu, fýndist þau hafa verið svikin ef þrælamir yrðu frelsaðir. Afnámssinnar álitu að stríðið væri þræla- stríð; þrælahald hafi verið ástæðan fýrir því og yrði ástæða fýrir öðra stríði nema það yrði lagt af. Mannafla vantaði og margir þrælar straku og gáfu sig fram við her Norðurríkjanna. Hvað átti að gera við þá? Hvers vegna ekki að nýta mannaflann í orrustumar?'" I maí 1862 var birt álykt- 110 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.