Sagnir - 01.06.1993, Síða 116

Sagnir - 01.06.1993, Síða 116
lítið gefnir fyrir að segja meiningu sína á hlutunum, eða yfirleitt að vera að túlka atburði eða orsakasamhengi of mikið. Þessa blindu hafa síðan seinni tíma sagnffæðingar fengið i arf. Þeir hafa talið að konur hafi haft litla pólitíska þýðingu - allavega hafa þær ekki verið taldar með í stjórnmálasögunni. Rannsóknir i kvennasögu hafa hins vegar leitt í ljós að konur höfðu áhrif og nutu pólitiskra valda i Evrópu á ármiðöldum.3 Hugsunin á bak við þjóðveldið var valdajaínvægi bæði innan ætta sem utan. Ég hef bent á að konur stóðu vörð um þessa hugsjón - þær báru hag ættmenna fyrir bijósti og reyndu að stilla til fiiðar innan ætta, og í deilum á milfi ætta vom þær líka á verði - þær fylgdust greinilega með að ætt- menni þeirra héldu sæmd sinni og virð- ingu. Þetta hlutverk kvenna var karl- mönnum ekki algjörlega hulið - þeir segja bæði frá afikiptum kvenna innan fjölskyldu og t.d. þegar þær eggjuðu karla til hetjudáða. Vegna þess að menn á 12. og 13. öld töldu ekki að konur væm aðilar að pólítískum átökum - vom þær settar í nefndir með klerkum, ábótum og biskupum t.d. við sáttagerð og ákvörðun um greiðslu bóta. A þennan hátt nutu konur bæði óformlegra opinberra valda, og formlegra valda sem húsfreyjur.4 Antoine Prost franskur félagssögu- fræðingur hefur nýlega skrifað uppbyggi- lega grein er birtist í Thc Historical Joumal. Þar lítur hann yfir farinn veg í félagssögurannsóknum þarlendra, og segir að afleiðing heimspeki Foucault hafi orðið sú að sagnfiæðingar hafi orðið að end- urmeta “every historical statement to find the hidden meaning behind the explicit one.”5 Þetta em ágætis orð að hafa í huga við heimildarýni í kvennasögu rannsóknum. Að minnsta kosti ætti hugmyndin að minnka hættuna á heimildablindu - sem viða gætir jafnvel hjá þeim lærðustu og bestu fræðingum, um önnur málefni en stöðu kvenna. Dæmi um þetta má finna hjá Christopher Brooke kirkjusögufræð- ingi. Hann segir að hið veraldlega samfe- lag í Evrópu hafi fyrst og fremst verið mótað af körlum. Um hafi verið að ræða feðraveldi.6 Þó svo geti virst af heimild- um að karlmenn hafi verið alls ráðandi, er ekki sjálfgefið að veldið hafi verið algjört. Það verður að rýna í bæði hugtakið og heimildatextann áður en fárið er að álykta um vald karla og kvenna. Og jafnvel þó að við höfum komist að þeirri niðurstöðu að feðraveldi hafi verið ráðandi á miðöldum, þá gefur það ekki í sjálfu sér nægjanlegan gmnn til að við getum afgreitt stöðu kvenna með því orðinu einu. Við verðum að skýra hver var þýðing kvenna innan þessa veldis og þátttaka á hverjum tíma. Hlutverk sagnfiæðinga er að skilja og skýra, en ekki að dæma. Þeir sem fast við kvennarannsóknir og gleyma að staðnæmast við merkingu hugtaka og tengsla þeirra við rannsóknarverkefhið, falla oft í þá gryfju að telja að konur eigi íninna erindi inn í sagnfræðirit en karlar. Þessi skoðun á sér hins vegar litla sögu- lega skírskotun. Kyn rétt eins og stétt, er bæði þjóðfelagslegur og sögulegur hópur með mismunandi pófitísk, felagsleg og efnaleg réttindi. Leiðin til miðalda Því hefúr verið haldið fram að íslenska bændasamfelagið hafi verið tiltölulega kyrrstætt um aldir og er þá oft miðað við almenna lifnaðar- og fiamleiðsluhætti. Líklega gemm við sjálfkrafa ráð fýrir að staða kvenna hafi breyst tiltölulega lítið frá lokum þjóðveldistímans og ffarn á síð- ustu öld, er til landsins fóm að berast borgaralegir hugmyndastraumar, sem áttu eftir að kollsteypa íslensku torfbæjar- menningunni. Hafa ber þó í huga að þó að moldin hafi um aldir verið helsta byggingarefhið þá þarf að stinga margar skóflustungur áður en komið er niður á miðaldabæinn er hýsti til dæmis Solveigu Sæmundsdóttur á Sauðafelli. Fomleifafiæðingar em með- vitaðir um að fjarlægja þarf mikið af jarð- lögum áður en þeir koma niður á hina elstu byggð á hverjum stað. Sagnfræðingar þurfa að geta gert hið sama á vissan hátt. Munurinn er bara að í staðinn fyrir moldarlög þurfá sagnfiæðingar að losna úr viðjum eigin hugsunar, nokkurskonar hugmyndalaga, en þau geta verið misjafnlega þykk. Byrja þarf að huga að þeim pólitíska bakgmnni sem allar kvenna- og kynferð- issögurannsóknir em skropnar úr, nefni- lega jafnréttisbaráttu kynjanna. Hvort sem að þeir er sinna kvennarannsóknum em meðvitað eða ómeðvitað að berjast fýrir málstaðnum, þá em þeir sprottnir upp úr þessum jarðvegi og því mikilvægt að reyna meðvitað að aðskilja viðfángið ffá þeim pólitíska hvata er liggur að baki. Rýna þarf í þær þjóðfélagslegar breytingar er átm sér stað á síðustu öld og staðnæmast við borgaralega hugmynda- fræði er var að vakna í lok 19. aldar og fýlgifiskum hennar, svo sem hugmynd- inni um aukin mannréttindi bæði til handa konum og lægri stéttum. Þrátt fýrir að konur hafi ekki notið formlegs jafnréttis á við karla og þeir að öllum lík- indum verið ráðandi öfl á heimilum sín- um, þá útilokar það ekki að konur hafi líka getað haft viss völd yfir körlum. Það er því gjörsamlega óhæft að líta á mið- aldatexta út frá borgaralegu sjónarmiði um jafnrétti þegnanna. Miðaldaþjóðfelag var nefnilega þjóðfelag með ólík réttindi og skyldur fýrir fijálsa og þræla, vinnu- hjú og húsbændur, þingmenn og goða, konur og karla. Ef við ætlum að skýra þetta samfelag verðum við að skoða það út frá öðmm mælistikum en jafnréttishug- sjón 19. og 20. aldar. Það jaðrar við sögu- fölsun að yfirfæra hugsun okkar aldar aftur á bak á miðaldir. Að sama skapi not- um við ekki upplýsinguna, í 17. og 18. aldar merkingu, við greiningu á 12. og 13. öld. A leið okkar niður á miðaldagólfið þurfhm við að losa hugann við gamla tíð- aranda, t.d. upplýsingastefnu, píetisma og hverskonar lútersku. Hér spira ekki lengur sömu tumar á móti himneskum guði og gerðu á miðöldum. Og þar sem íslenskri trú hefhr verið snúið upp á lút- ersku, hefur vitundin um kaþólskar mið- aldir með sínum heiðnuskomu blæbrigð- um, brenglast meira en ella. En eftir að hafa grafið okkur niður til miðalda og fjarlægt þau lög sem tilheyra öðrum öldum má byrja að skafa upp úr miðaldagólfinu og vonast til að það sem við sjáum verði ekki túlkað eingöngu á forsendum yngri laga. Og hér er ekki boðuð sú trú að hægt sé að endurgera fortíðina í öllu sínu veldi, heldur bara verið að minna á grundvaUarvinnureglur í sagnfiæði. Sérstakrar aðgátar er þörf í kvennasögu, bæði vegna pófitískra og tilfinningalegra tengsla hennar við samtíð- ina. Það er vandasamt verk að skýra af hveiju konur hafa ekki sama sess í sögunni og karlar, en orsakimar liggja m.a. í sögulegri og pólitískri þróun. Brýnt er þó að hafa í huga að kvennasaga er ekki bara saga kvenna, og ef ævi kvenna reynist hafa verið aumari en karla, þá þarf að skýra það og þá 114 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.