Sagnir - 01.06.1993, Side 120
1885. Að auki styðst ég við sendibréf frá
konum, þau elstu frá um 1820 og þau
yngstu frá því rétt eftir síðustu aldamót.
Eg vil geta þess áður en lengra er
haldið að konumar em ekki margorðar
um sjálfar sig, hvorki í minningum sín-
um, ljóðum né sendibréfum. Þær skrifa
minnst um sjálfar sig sem sjálfstæðar til-
finningaverur, heldur sem hluta af mik-
ilvægari heild. Líkt og oft var raunin í
lífi kvennanna, létu þær aðra ganga fyrir
í skrifum sínum. Þær skrifá ekki til að
halda sínum hlut á lofti, heldur annarra.
Eða eins og Gunnþómnn Sveinsdóttir
skrifar: „Og hollt er það hveijum manni,
að rifja upp minningar um góða menn og
mikilhæfa.”' Þarna er strax komin á-
kveðin vísbending um sjálfsmynd ís-
lenskra kvenna á 19. öld. Sjálf þeirra
var léttvægt, fannst þeirn.
I bréfum kvennanna sést hvað þeim
þótti mest áríðandi að flytja fréttir af. Yf-
irleitt var byrjað að lýsa heilsu, þá árferði
og loks búskaparháttum. Einnig var
samviskusatnlega sagt frá trúlofunum,
andlátum og giftingum.
Það sem einnig einkennir bréfáskrif
kvennanna er guðhræðsla og auðmýkt
gagnvart máttarvöldunum. Oft byrja
þau og enda á ósk um guðsblesssun í
einhverri mynd. Enda var almenningur
algerlega háður duttlungum náttúmnnar
með framfærslu sína og sinna. Að auki
kváðu lög frá árinu 1746 á um guðrækni
á heimilum. 2 Guðrækni var eitt af ein-
kennun síðustu aldar og er því við hæfi að
skoða þennan þátt í sjálfsmynd kvenn-
anna.
Taumhald trúarinnar
Fingur Guðs mjer vísar veg;
vil jeg móðrökk áfram halda,
tilsjá hans því treysti jeg,
torsótt mörg þó rísi alda.
Lærði’ eg bam, við brjóst þín, móðir,
að biðja þann, er skapti þjóðir3
Taumhald trúarinnar var mikið í öllu
lífi almennings á síðustu öld og þá, rétt
eins og nú, vom það einkum konur sem
héldu trúrækni á lofti. Mæðumar
kenndu börnum sínum bænir og sáu um
uppeldi þeirra að mestu leyti. Það kom
því í þeirra hlut að halda kristnum fræð-
um að bömunum og gera þau að guð-
hræddum og auðmjúkum þegnum þjóð-
félagsins.
„ Sií kona var ekki búleg sem lá í bókum
Eins og ég gat um í inngangi, skrifa
konur um sig sem hluta af mikilvægari
heild. Þær voru lokaðar af inná heimil-
unum í einkalífi sínu með eiginmanni,
börnum og vinnuhjúum. Vinnukonur
jafnt sem eiginkonur komust þannig í
lida snertingu við annað en það sem bein-
línis snerti þeirra afmarkaða heim, -
heimilið. Karlinn var aftur á móti sá sem
fór um og kynntist lífinu úti fýrir.
Kvenfólkið virðist því hafá sökkt sér
meira í guðhræðslu, alla vega í orði, en
karlmenn. Heimurinn var illskiljanlegra
fyrirbæri fyrir óupplýstar konurnar en
karlana og þær því kannski meira uppá
náð æðri máttarvalda kornnar. Þær vom
aðeins léttvægur þráður í vef almættisins.
Ef þær vom svo heppnar að hafa ein-
hvem aðgang að ffæðandi riturn, dirfðust
þær sjaldan að sökkva sér í bókalestur.
“Kvenfólki fannst þá og hefur fundist til
skamms tíma, það vera að stela tímanum,
sem það notaði til þess að lita í bók, nema
helst í guðsorðabækur á sunnudaga.”4
Aherslan á guðrækni, sem birtist í til-
skipuninni um húsaga árið 1746, varð
ansi langlíf frameftir 19. öld. Þannig átti
helst ekkert að lesa annað en guðsorðabæk-
118 SAGNIR