Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 124

Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 124
„Konur vildau uppfylla sín skyldustöif. hluta af tíma þeirra. Böm vom þó ætíð óvissuþáttur í lífi hverrar konu. Hún vissi aldrei hversu mörg hún kæmi til með að eignast. Ef þær eignuðust engin böm var ástæðan sú, eins og Rannveig Briem segir í bréfi 1887, að “Guði hefir ekki þóknast að gleðja mig með slíkri gjöf ...”22 Ingunn Jónsdóttir segir í minning- um sínum: En það var ótrúlegt táp í þeim mörg- um, fyrri tíðar konunum. Það hjálpaði þeim mikið gegnum allt strit og stríð, þeirra óbifanlega trú, að allt, sem fram við mann kæmi, væri eftir fyrirfram á- kveðinni ráðstöfbn Guðs, og einkum það hvað mörg böm hveijum væri á- skapað að eignast, “því að engin sál kæmi þar, sem hún væri ekki fyrir- huguð”.23 Oft þurftu konur að þola bamamissi, því bamadauði var þá mun meiri en í dag. Börnin vom þeim nærri allt, svo missir- inn var þeim mun stærri. Þeim er tíð- rætt um tilfinningar sínar til látinna bama og yrkja tregafull ljóð til minning- ar um þau. I ljóðabók Júlíönu Jónsdótt- ur, Stúlka, má sjá óhemjumörg ljóð um bamsmissi. Júlíana tók oft að sér að yrkja fyrir aðra jafrit ástarljóð sem ljóð til minn- ingar um látinn ástvin. 1 bók hennar eru mörg ljóð ort fyrir aðrar konur um látíð barn. Hér er eitt erindi úr “Móðirin í kirkj ugarðinum”. Blessaða hjer und blómsturreit bamið mitt sefúr vært, sem eggin dauðans af mjer sleit. O, hvað mitt hjarta er sært!2,1 Otta kvenna við bamamissi má sjá víða í skrifum þeirra sem sýnir glöggt mikil- vægi utanaðkomandi áhrifa eins og sjúk- dóma og harðinda á líf þeirra. Dómhild- ur Briem skrifar til eiginmanns síns 1851: “Þorsteinn frá Saurbæ liggur mikið þungt í þessari nervefebersveiki, en ekki fleiri hér um pláss ennþá. Geir missti nýlega barn. Eg er svo hrædd.”25 Húsmóðurstörfin gengu fyrir öllu öðra, enda von þar sem þau fólu í sér fæði, klæði og nauðsynlega umönnun bama og sjúkra. Að fjölskyldan kæmist vel af gekk fyrir öllu. Eins og sjá má í bók Guðrúnar Borgfjörð, Minningar, fómaði hún ýmsu fyrir umönnun foður síns og bræðra, jafnt yngri sem eldri. Henni bauðst að fara í kvennaskóla í Danmörku, allt skyldi borgað fyrir hana. Hún hafriaði boðinu eftir að hafá ráðfert sig við fjölskyldu sína. Nú var eftir að vita hvað fólkið segði heima, bæði fhðir minn og Guðný syst- ir mín ... Guðný sagðist ekki geta staðið fyrir heimilinu. Þar með var þessu lokið ... Mér fannst alltaf að þar hefði ég fómað töluverðu, einkanlega í þá daga.26 Það er spuming hvort fómin hafi ekki skipt töluverðu máli í lífi kvennanna í trúarlegu tilliti. Fómin gefúr um leið og hún tekur. Guðrún fómaði eigin mennt- un en fékk kannski viðurkenningu og lof samfélagsins í staðinn. Ekki má heldur gleyma trúarlegu innrætingunni, þ.e. að gera ekki persónulegar kröfur sem kona heldur þjóna guði sinum og eiginmanni og hljóta þannig náð og blessun fyrir augum guðs. Þessi fómarviðhorf virðast mér koma þó nokkuð oft fyrir hjá kon- unum. Þær áttu sér drauma og þrár en fómuðu þeim fyrir skyldur sinar í þjóðfe- laginu. Bak við fórnfúsar brár, leyndust draumar og þrár Guðrún Borgfjörð fómaði menntunar- möguleikum sínum fyrir húsmóðurstörf. Hana hafði þó ætíð dreymt um að fa að mennta sig. Fóm Guðrúnar var ekkert einsdæmi. Konur vora sífellt að fóma sínum hagsmunum í þágu annarra. Þannig átti það líka að vera. Hvort sem það vora eiginmenn, systkini, foreldrar eða böm, vora þær tilbúnar að slá af kröfum sínum i þeirra þágu. Malena Jónsdóttir skrifar í bréfi til Páls sonar síns sem hefúr boðist vist hjá Bjama Þorsteinssyni amtmanni: “Þó ég af sjálfselsku hefði óskað mér að mega vera nálægt þér, þá vittu fyrir víst, að aldrei skulu kjör mín spilla lukku þinni, að svo miklu leyti sem ég hefi vit á.”27 Sigríður Stefansdóttir ædaði að fóma góðum biðlum fyrir minningu bróður síns. Enginn skyldi fa hana fyrir konu nema sá sem reynst hefði bróður hennar best í lifanda lífi. Gallinn við fóm þessa var sá að vinur bróður hennar hafði ekki áhuga. Lítum á rök Sigríðar fyrir ákvörð- un sinni. Yrði nokkur maður farsælli fyrir að eiga mig, vildi ég sá yrði það, sem bróður mínum var bestur, þegar eng- inn var hans, og ég segi þér það satt, hvem sem ég ætti annan, skildi sá þanki aldrei við huga minn. En ég get verið ógift, ef guð vill ekki, að þessi verði mitt hlutskipti.2" Hún Sigríður vildi gifta sig til heiðurs látnum bróður. Eða, skyldi þetta hafa ver- ið fyrirsláttur til þess að geta hafnað bón- orðum og verið ein og óheft kona? 122 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.