Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 129

Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 129
þekkileg grein, lipurlega skrifuð og laus við derring. Hins vegar þótti mér frásagnaraðferð höfundar varla viðeigandi. Þorgerður býð- ur lesendum í tímaferðalag, að því er virð- ist huggulega sunnudagsferð og í upphafi leggjast ferðalangar fýrir í laut og virða fýrir sér 15 ára albanskan dreng skjóta nágranna sinn til dauðs! Og ég hefi inn- byggt vamarkerfi gegn kumpánlegum sögumönnum, sem segja „nú fömm við...“ eða „við gefhmst ekki upp...“; „Við þurfúm ekki að leita lengi...“ Og mér líður eins og samsærismanni þegar kemur að: „Eftir Laxdæluferðina hefur tilgáta okkar um hefndaruppeldi fengið byr undir báða vængi og er nú á góðri leið með að verða að kenningu.“! Kenning Þorgerðar eða tilgáta sem hún kallar svo er annars sú, að á bak við flest víg Islendingasagna leynist móðir í hefndarhug. Þetta styður hún fjölmörg- um dæmum, þ.á.m. um móður Egils, sem lagði að syni sínum að höggva mann og annan, Þorgerður Egilsdóttir eggjar syni sína gegn Bolla Þorleikssyni og Guðrún Osvífursdóttir svarar í sama ht. Fleiri mæður em leiddar fram á sögusvið- ið, mis-blóðþyrstar. Dálítið þykir mér höfundurinn fara offari í leit sinni þegar líður á greinina. Til dæmis er ekki sérlega sannfærandi að „móðurskortur“ Gísls Illugasonar, sem vó föðurbana sinn í Noregi án þess að vera til þess eggjaður af móður skv. þætt- inum, stafi af „knöppum stíl sögu- manns“. Og þegar Droplaug letur syni sína að leita hefnda hvíslar „lítill púki“ að höfundi, að e.t.v. fýlgi ekki hugur máH. Það er ekki endilega víst að ævinlega hafi þurft hefndarríka móður til að synir hefndu víga; hefndin var einfaldlega skylda sérhvers þess, sem vildi standa vörð um sæmd ættarinnar ef hann taldi sig á annað borð hafa einhvem ættarheið- ur að verja. En Þorgerður tekur raunar til dæmi um mæður sem löttu syni sína fremur en hitt. Allt þetta breytir þó vissulega ekki þeirri niðurstöðu, að konur í efri stéttum höfðu mikil áhrif á karlana sem í orði kveðnu höfðu völdin, og beittu ýmsum brögðum til að ná sínu fram. „Fáðu Eskimóanum aftur skautana sína!“ Eggert Þór Bemharðsson skrifar hressi- lega grein í blaðið: lceland. Saga af kvik- mynd. Eggert er einn af lærifeðrum sagn- fræðinemanna og bera skrif hans ýmis merki, að hann er gamalreyndur í Sagna- hópnum. Umfjöllunarefni hans er ann- ars dæmalaus viðkvæmni íslendinga þeg- ar verið er að gera gys að þeim í útlönd- um. Myndin lceland með Sonju Heine í aðalhlutverki er þar eitt dæmi, en hún var fmmsýnd árið 1942. Þar fengu Is- lendingar herfilega útreið og létu við- brögðin hérlendis ekki á sér standa. Með- al annars létu menn í veðri vaka, að sú mynd sem dregin væri upp af landi og þjóð ógnaði dýrmætum viðskiptasam- böndum Islendinga í Ameríku. Kvik- myndin Iceland hreyfði með öðrum orðum svo við Islendingum að utanríkisráðuneytið tók í taumana, og Thor Thors sendi- herra var fálið að sjá til þess að sýningar kvikmyndarinnar yrðu hindraðar eða henni breytt. Eggert getur sér þess til að ástæðan fýrir þeim þungu áhyggjum sem Islend- ingar höfðu af áhrifum myndarinnar stafi af því hversu mótandi áhrif amerískar kvikmyndir höfðu á þeirra eigin hugar- heim. Mér er þó nær að halda að hér hafi gamli smáþjóða-komplexinn ráðið ferðinni á nákvæmlega sama hátt og hann gerir stundum enn i dag þegar við erum ósátt við umfjöllun um Island og Islendinga erlendis. Trúlega hafa íslendingar þó verið sér- staklega viðkvæmir á þessum árum. Þeim fannst pínulítið óþægilegt að hafa útlend- an her í landinu og innst inni hefur það trúlega nagað samviskuna að blóðsúthell- ingamar skyldu færa landinu hina mestu velsæld. Landsmenn voru að búa sig undir lýðveldisstofnun og þóttust geta staðið á eigin fótum á vettvangi þjóðanna. Mér koma í hug mörg dæmi frá þessum ámm, áþekk kvikmyndinni Iceland: Daninn Gothfredsen, sem skrifaði óhróð- ur um Islendinga í bresk blöð og úr varð dómsmál, greinar, sem Snæbjöm Jóns- son skrifaði í Spectator og uppskar höf- undurinn morðhótanir fýrir, uppþot vegna ummæla tveggja islenskra stúlkna, sem skýrðu fiá því í viðtali við bandarísk- an blaðamann, að amerísku dátamir væm sætir og að þær gætu bara vel hugsað sér að giftast amerískum hermanni („himneskir brúðgumar“ kallaði Alþýðu- blaðið dátana á eftir!). Efniviðurinn er náttúrulega kjörinn í skemmtilega tímaritsgrein og Eggert lukkast vel að koma fjaðrafokinu hér heima til skila. Hann styður fiásögnina traustum heimildum, þeirra á meðal bandarískum gögnum, s.s. greinargerð Hays-stofnunarinnar; kvikmyndahand- bókum af ýmsu tagi, og jafnvel er að finna í heimildaskránni sjónvarpsþátt og kvikmynd. „Konur eiga að vera mæður“ Baráttan fýrir ýmsum réttindum kvenna, kosningarétti, rétti til menntunar og embætta, hefhr verið sagnffæðingum, ekki síst kvenkyns sagnfræðingum, ákaf- lega hugleikin undanfarin ár og kemur því fatt orðið á óvart í þeim efnurn. Um þessa baráttu á þingi fjallar einmitt grein Unnar Karlsdóttur, „Konur eiga að vera mœður“. Það hefur verið lenska að segja þessa sögu þannig, að taka sérstaklega út það sem kemur nútímamanninum, sem álítur t.d. kosningarétt kvenna sjálfsagðan hlut, spánskt fýrir sjónir og jafnvel annað sem verður beinlínis hlægilegt í máli þingmanna. Frá þessari venju víkur Unnur lítt, enda er því ekki að neita, að oft varð þessi umræða ákaflega spaugileg. Dæmi um slík spaugilegheit er t.d. málflutningur Jóns Þorkelssonar, en af honum má ráða að andstaða þingmannsins við kvenréttindin stafi öldungis ekki af fordómum né illsku í garð kvenna heldur föðurlegri ást til þeirra!; með fiumvarpinu sé verið að neyða upp á þær einhverju sem verði þeim einungis að meini! Unnur er dágóður sögumaður; í upp- hafi máls minnir hún á að réttur kvenna til að ganga að kjörborði svo eitthvað sé SAGNIR 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.