Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 131

Sagnir - 01.06.1993, Qupperneq 131
að skrafa svo við innfædda, að þeir síðar- nefhdu hafi leyst hann út með fróðleik um heila heimsálfii handan við hafið? Og hvað urn landaleit Englendinga sjálfra? Er ekki allt eins líklegt að Kólumbus hafi fengið pata af Ameríku í Bristol, þar sem Kólumbus var þó örugglega 1477? Eða heima í Portúgal, eins og Einar stingur raunar sjálfur uppá, eða ...? Greinin er yfirleitt læsileg í betra lagi og höfúndur setur rök og mótrök hinna ýmsu þátta skýrt fram. Því bregður lesandanum í brún að hnjóta um setn- ingar á borð við þessa: „... glæða frásögn hans af Islandsferðinni nægilegri sann- leikstýru til að hrekja rnyrkur tortryggn- innar burt úr hugarfylgsnum lesenda." (bls. 39) Þetta þýðir eitthvað miklu lát- lausara en það virðist gera. Á ferð með Maríusi Sesselja Guðmunda Magnúsdóttir skrifar greinina Lengi býr að fyrstu gerð, sem ber undirtitilinn Hugleiðing um sveitamennsku og sjósókn. Viðfangsefni Sesselju em ákaflega flóknir þættir í byggðaþróun á síðari hluta 19. aldar, nánar tiltekið í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. Hún getur þess, að sú skoðun hafi komið ffam að andstæða við þéttbýlismyndun hafi að stórum hluta verið hagsmunabarátta bænda, sem vildu tryggja sér áfram ódýrt vinnuafl. Strauminn til sjávarsíðunnar megi sam- kvæmt því rekja til þess, að vinnufólk braust undan offíki bænda. Þessu hafnar Sesselja, örugglega með miklum rétti, en svo öllum sé gert rétt til verður að geta þess, að fleiri skýringar hafá auðvitað verið settar fram um orsakir þéttbýhsmyndun- ar hér á landi á síðustu öld. Menn hafa bent á fólksfjölgun, kreppu í landbúnaði, jarðnæðisskort og fleira. Til að grennslast nánar um hvað Borgfirðingar tóku til bragðs og hverjir hafi upphaflega lagt grunn að þéttbýhnu á Skipaskaga (Akranesi) gerði hún æði viðamiklar athuganir. I fýrsta lagi skoðaði höfundurinn fæðingarsókn þeirra sem hfðu á fiskveiðum á Akranesi árið 1870 (hvaðan kom fólkið?); þá lífshlaup þeirra sem voru að komast af unghngsaldri (hvað tóku Borgfirðingar til bragðs efjarð- næði skorti?); og loks kannaði Sesselja Vesturfaraskrá (hverjir tóku það ráð að yf- irgefa landið ffemur en að setjast að í þurrabúð?). Sesselja Guðinuttda Magnúsdútlir Lcngi býr að fyrstu gerð Hugleiðing um sveitamennsku og sjósókn. Niðurstaðan var sú, að þeir sem ahst höfðu upp á bæjum við sjávarsíðuna vom líklegir til að setjast að í þurrabúðum ef enga jörð var að fa. Uppsveitanrenn, sem aldir vom upp við búskap, tóku hins vegar ffemur þann kost að fara til Amer- íku heldur en að gerast þurrabúðarmenn ef þeir áttu ekki kost á jarðnæði. Þetta ó- hka val rekur Sesselja til þess að „ffamtíð- ardraumar og lífsmynstur ungs fólks mómðust af hfsmynstrinu sem það ólst upp í.“ A það er þó að benda, að sjósókn var trúlega ekki alveg eins fjarri upp- sveitabændum og hún vill vera láta, því á hvenju ári flykktust a.m.k. vinnu- menn og smábændur, t.d. úr Borgarfirð- inum, á vertíð í verstöðvamar í Gull- bringusýslu. Þó er það trúlega rétt sem Sesselja segir, að þegar uppsveitamenn stóðu andspænis því að gera sjósókn að að- alstarfi og tileinka sér lífshætti sjávar- byggðanna þótti þeim fýsilegra að halda vestur um haf. Eðh málsins samkvæmt byggir athugun sem á þessi á mikilli tölfræði, og mér þykir sjálfum svoleiðis nokk ægilega tormelt (svo ég segi nú ekki beinhnis leiðinlegt) þegar boðið er upp á það hrátt eða hálfhrátt. Það er því guðsblessun að höfundinum tekst að sneiða hjá því að kæfa lesandann með prósentum og staðal- frávikum upp á fjóra aukastafi; hún segir ffá, og fellir m.a. haganlega inn frásögn af lífshlaupi eins manns, Ingintars Maríussonar bónda, sem valdi að flytjast ffekar úr landi heldur en að gerast þurra- búðarmaður þegar hann flosnaði upp ffá búskapnum. Greinin stendur því fylli— lega fyrir sínu og er það sem hún ætlar sér að vera. Landið fyrirheitna; ísland Oskar Bjamason skrifar um Islandsáhuga Þjóðverja, einkum á Weimartímanum, í grein sinni: „Thule, land mitt, hvar ertu?“ Þar ræðir hann um vitneskju Þjóðverja um Island og hvað það hafi öðm ffemur verið sem dró þá hingað; hvemig Islend- ingar komu ferðalöngum fyrir sjónir o.s.ffv. — með öðmm orðum svona „glöggt er gests augað“-grein. Þá segir Oskar frá stofnun og starfsemi Vereinig- ung der Islandfreunde, eða Islandsvinafé- lagsins. Það var stofhað í Dresden árið 1913, einkum af germanistum og nátt- úmffæðingum sem ferðast höfðu um land- ið. Félagið gaf út tímaritið Mitteilungen der Islandffeunde. Islandsvinafélagið lognaðist út af árið 1932 en reis úr ösku- stó tveimur ámm síðar undir forystu — hverra annarra — nasista. Oskar segir, að ffaman af hafi það einkum verið söguheimurinn sem dró Þjóðveija til Islands auk þess sem þeir vom að leita uppi óspillta náttúm. Síðar kom Island nútímans frarn í dagsljósið í stað leitarinnar að germönskum rómm. Greinin er læsileg í betra lagi, sannast sagna hef ég aldrei botnað almennilega í þessari útbreiddu Islandsdellu Þjóðveija, og mér þótti Oskar varpa ljósi á margt í því sambandi. Ofbráðar barneignir Þriðji kennarinn í hópi greinahöfunda er Már Jónsson, sem skrifar um of bráðar barneignir á fýrri hluta 19. aldar; þ.e. gemaði sem virðast hafá átt sér stað áður en aðilar gengu í hjúskap. Greinin geymir mikla statistík, enda árangur af söfnun 10 sagnfræðinema úr bókum nokkurra kirkjusókna á tímabilinu 1785-1845. Athugunin í viðkomandi sóknum virðist benda til að um þriðja hver íslensk brúður hafi gengið óffísk upp að altarinu og kemur það heim við niðurstöður erlendra sagnfræðinga. Og nærri helmingur hjónaefna hóf samfarir a.m.k. hálfu ári fýrir vígslu. Þetta em merkilegar niður- stöður þótt vitaskuld hafi einungis lítill hluti landsins verið athugaður. Þetta er grein fýrir „lengra komna“, og myndefnið hefur miklu lægri sess hér SAGNIR 129
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.