Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 18

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 18
flestallri vöru og þjónustu sem boðin var föl á íslandi við upphaf níunda áratugarins. í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um tilslakanir á opinberri verðlagningu: Fyrst um sinn skal aðeins heimila þá hækkun á vörum og þjónustu, sem nauðsynleg er til að standa undir óhjákvæmilegum kostnaðar- hækkunum. Síðan verði dregið úr opinberum afskiptum, þannig að neytendur og atvinnu- lífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmynd- unar, þar sem samkeppni er næg.20 Þessi samþykkt lagði grunninn að þeim breytingum í verðlagsmálum sem nú fóru í hönd. Hinn 12. janúar 1984, eða um þremur vikum áður en verðstöðvun féll úr gildi, beindi viðskiptaráðherra því til Verðlagsráðs að það beitti sér fyrir því að stefna stjórnarinnar um minni opinber afskipti af verðlagi næði fram að ganga. í febrúar 1984 var felld niður hámarksálagn- ing í matvöruverslunum að undanskildum íslenskum búvörum. Hinn 26. júní sama ár bætast vélar og tæki í þann vöruhóp sem ekki er háður opinberri verð- lagningu og 9. ágúst 1984 bætast við gólfteppi og dreglar, rafmagnsrör og rafmagnsvír alls konar, bygg- Á tímabilinu frá því í janúar 1984 til júní 1985 var verðlag að mestu leyti gefið frjálst. Áfram voru þó nokkrir mikilvægir vöruflokkar háðir verðlagsákvæðum svo sem kjöt og fiskur, eldsneyti og vöru- og fólksflutningar. ingarvörur, málningavörur, þakjárn og girðingaefni, smíðajárn og smíðastál í stöngum og plötum og verð á steypu á höfuðborgarsvæðinu.21 í maí 1985 bætast ýmsar vörur við þann flokk sem ekki lýtur lengur opinberri verðforsjá, s.s. búsáhöld, stílabækur, sóla- leður, myndavélar, skotvopn og ýmsar fleiri vörur. Þar með var markmiðum ríkisstjórnarinnar náð er þessir síðustu vöruflokkar losnuðu undan opinberri forsjá.22 Nokkrir vöruflokkar svo sem fólks- og vöru- flutningar, verð á eldsneyti, brauði, fiski og landbún- aðarafurðum voru áfram háðir ákvörðunum ráðsins en allstór hluti innkaupa almennings var óháður opinberum ákvörðunum um verð. Reglur um meðferð gjaldeyris og heimildir fyrir- tækja og almennings til að nýta sér gjaldeyri voru strangar 1983. Innflutningur var almennt ekki háður leyfum en fjármagns- og þjónustugreiðslur voru háð- ar reglugerðarákvæðum. Bankarnir höfðu heimild til þess að gefa út gjaldeyrisleyfi sjálfir og einstaklingum var heimilt að eiga gjaldeyrisreikninga. Ekki var heimilt að kaupa fasteignir erlendis eða erlend verð- bréf og erlend lántaka var háð leyfi ríkisstjórnar á hverjum tíma. Skilaskylda var á öllum gjaldeyri sem fenginn var fyrir útfluttar vörur, endurgreiðslur inn- fluttra vara, þjónustu og afgreiðslu skipa og flugvéla, þjónustu við ferðamenn og endurgreiðslu lána til útlendinga og sölu á verðbréfum ásamt fleiru, eða í stuttu máli fyrir öll viðskipti við útlönd.23 Hins vegar var heimilt að eiga gjaldeyri á sérstökum gjaldeyrisreikningum ef gjaldeyrir áskotnaðist mönnum af öðrum orsökum en getið er hér að framan og var þá hægt að ráðstafa honum í eigin þágu. Fyrirtæki sem eignuðust gjaldeyri eftir öðrum leiðum máttu eiga hann á eigin reikningi og ráðstafa honum með takmörkuðum hætti. Yfirfærsla fjármuna til útlanda vegna brottflutnings eða arfs eða af öðrum orsökum var torsótt þar sem ekki voru um það reglugerðir heldur var það í valdi ráðuneytisins að setja sér um það reglur og voru þær æði þröngar.24 Hinn 27. júlí 1983 skipaði viðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, nefnd, sem kölluð var Davíðsnefnd eftir formann- inum Davíð Ólafssyni, sem hafði það hlutverk að endurskoða lög og reglugerðir um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála. í skipunarbréfi til nefndarmanna segir að nefndinni sé falið að gera tillögur um breytingar á þeim reglum sem í gildi hafa verið um gjaldeyrismeðferð til „að draga úr viðskiptahömlum og rýmka reglur um gjaldeyrismeðferð í því skyni að veita megi betri og hagkvæmari þjónustu.“25 í október 1983 lagði nefndin fram tillögur um hvernig hátta skyldi skilum gjaldeyris.26 Lagði hún ti! við ráðherra að á gjaldeyri væri frjáls ráðstöfun að und- anskildu því sem veðsett var banka vegna afurðalána. Enn- fremur var lagt til að heimiluð yrði eignayfirfærsla við brott- flutning íslendinga frá landinu. Fyrsta breytingin varð í desember 1983 en þá „var nær öllum viðskiptabönkum og sparisjóðum veitt takmörkuð heim- ild til viðskipta með erlendan gjaldeyri“. í mars 1984 setti Seðlabankinn reglur um bindingu og ávöxtun innistæðna á inn- lendum gjaldeyrisreikningum hjá viðskiptabönkunum. í apríl sama ár komu til framkvæmda hugmyndir Davíðsnefndar um rýmkun heimilda á yfirfærslu eigna við brottflutning úr landi og hámark ferðagjaldeyris var jafnframt hækkað.27 I september 1984 setti Seðlabankinn nýjar reglur sem heimiluðu fjármögnun banka á afurðalánum erlendis upp að tilteknu hámarki.28 Þá voru settar reglur um notkun kreditkorta í nóvember 1984 en tilkoma greiðslukorta á íslenska markaðnum og notkun þeirra erlendis ýtti undir aukið frelsi varðandi ferðamannagjaldeyri þar sem eftirlit með notkun þeirra erlendis var nokkrum vand- kvæðum bundið.29 I apríl 1985 hætti Seðlabankinn endur- kaupum á afurðalánum bankanna en þeir fengu heimild til þess að fjármagna lán á útflutningsafurðir að hluta til erlendis og að hluta hjá Seðlabankanum.30 Erlendar lántökur fyrirtækja vegna útflutningsafurða voru heimilaðar í júní 1986 og reglur um erlenda fjármögnunarleigu (leasing) á tækjum og vélum til atvinnurekstrar komu til framkvæmda í maí 1987.31 Loka- skrefið á níunda áratuginum var síðan tekið hinn 1. september 1990 með reglugerð sem gerði ráð fyrir því að öll almenn gjald- eyrisviðskipti yrðu frjáls frá og með 1. janúar 1993 að telja en sú reglugerð byggði á tillögum Davíðsnefndar.32 Á þessum stutta tíma hafði orðið mikil breyting á reglum um meðferð gjaldeyris, einstaklingum og fyrirtækjum var nú heimilt að ráðstafa öfl- uðum gjaldeyri nokkurn veginn að vild. Afstaóan til markaðsvæðingar Bylting verðlagskerfisins og vaxta- og gjaldeyrismála á um þriggja ára tímabili varð án þess að mikil umræða færi fram á Alþingi um þá grundvallarhugsun sem mótaði þessar breytingar. Alþýðubandalagið hafði efasemdir um frjálsræði í verðlagningu og hafnaði auknu vaxtafrelsi en þó var það ekki megináhersla þeirra í andófinu við bankafrumvörpin. Flokkarnir voru, að öðru leyti, nokkuð samstíga í því að leiða viðskiptalífið á íslandi til samræmis við það sem gerðist í öðrum löndum. Fyrirmynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.