Sagnir - 01.06.2001, Page 47
bæjarfógeta veitt heimild til starfsins en með öllu er óvíst hvort
að þessu úrræði hafi verið beitt.89 En ekki er það ólíklegt; Jón
Espólín greindi t.d. frá því að af 300 ráðstöfunarlausum mönn-
um á Nesjum hafi 100 þeirra fengið eina máltíð á dag í tukthús-
inu á kostnað konungs.90 Sem er með sanni gríðarlega há tala
þegar litið er til þess að á árinu 1801 voru Reykvíkingar 307
talsins en í allri Gullbringusýslu voru íbúarnir samtals 2030.91
Frásögnin rennir þó stoðum undir þá kenningu að einhvers kon-
ar mötuneyti hafi verið starfrækt í tukthúsinu eftir að föngun-
um var sleppt. Lýður Björnsson telur jafnvel að frásögn Jóns
Espólíns bendi til þess „að hér hafi verið um mun meira fyrir-
tæki að ræða en ráðið verður af bréfi bæjarfógeta.“ En þá ber
vel að merkja að Espólín, sýslumaður norður á landi, var víðs
fjarri suðvesturhorni landsins og vel kann að vera að frásagnir
um slíkt mötuneyti í tukthúsinu hafi verið ýktar. Stjórnvöld
höfðu áður gripið til þess ráðs að stofna mötuneyti í tukthúsinu
fyrir börn og ungmenni sem liðu skort í bænum. Þann 13.
desember árið 1807 setti Rasmus Frydensberg bæjarfógeti á
laggirnar mötuneyti sem var kostað af fátækrasjóði hreppsins,
og starfaði það fram til aprílloka 1808. Þar fengu nítján börn
á aldrinum 3-18 ára daglega úthlutað matvælum sér til
lífsviðurværis.92
En það voru ekki bara ólánsamir fangar og umkomulaus
börn sem þurftu að neyta hrossakjöts á styrjaldarárunum.
fslendingar í ýmsum Iandshlutum neyddust til að fara eftir boði
yfirvalda um hrossakjötsát þegar öll önnur aðföng voru úti-
lokuð. Pétur Ottesen, sýslumaður í Mýra-og Hnappadalssýslu,
tilkynnti sdftamtmanni árið 1813 að það væri mikill „mangel
paa levnetsmidler“ og að hungurdauðinn væri „uundgaaelig.“
Þar af leiðandi var „hestekiödspisen bleven temmelig
almindelig...blandt de fattigste af bonderne" sem höfðu það eitt
að markmiði að „sdlle sin hunger.“93 Það fór augljóslega lítið
fyrir fordómum meðal íslendinga á þessum árum, hvort sem um
var að ræða þann möguleika að stinga upp hluta af beitarland-
inu í því skyni að rýma fyrir matjurtagarði eða að neyta fjöru-
grasa eða hrossakjöts. íslendingar reyndu satt að segja að takast
á við harðindin með öllum tiltækum ráðum. Menn höfðu
jafnvel gripið til þess úrræðis að éta skinn sér til viðurværis.94 í
Strandasýslu, þar sem vetrarharkan var viðvarandi allt fram til
júnímánaðar árið 1812, lögðu ýmsir íbúarnir sér til munns
hordautt hrossakjöt og skinn af kúm, hestum, kindum og há-
köllum. Einhverjir höfðu étið gamla útslitna skó í því skyni að
halda lífinu. Það skal engum koma á óvart að fjöldi fólks dó úr
sulti eða næringarskorti sökum neyslu á óhollri fæðu þennan
sama vetur.95
Timbur, tjara, færi og járn
íslendingar hafa löngum sótt sjóinn og dregið þaðan mikilvæg
lífsmeðöl á land. En viljinn til þess að sækja sjóinn dugði
skammt þegar skipaferðir lágu niðri; íslendingar voru háðir inn-
flutningi á veiðarfærum. Á hinu viðburðaríka sumri árið 1809,
sem þótti reyndar bæði „fúlt og kalt,“96 var skorturinn á nauð-
synjum eins og timbri, járni, salti, tjöru og færum orðinn dlfinn-
anlegur. Þessar vörur töldust til þess varnings sem var nauðsyn-
legur svo að unnt væri að stunda sjávarútveginn, draga fiskinn
á land, jafnframt því að gera við og smíða nýja báta. En hugvits-
semin hafði vaknað meðal íslendinga á þessum árum. Ýmis
konar varningur, sem áður taldist til nauðsynja, mátti því teljast
til óþarfa innflutnings þar sem menn gátu m.a. búið til net, lóð-
ir, haldfæri og línur af togi ullarinnar.97 Gyða Thorlacius taldi
þó að „blessaðir karlarnir" ættu sérstakt hrós skilið „fyrir það,
hve hugvitssamir þeir urðu er í nauðirnar rak; þeir spunnu lín-
ur úr togi, önglana smíðuðu þeir sjálfir, og þeir báru lýsi á bát-
ana í tjöru stað.“98 Hvort sem hugvitssemi karlanna eða mildi
Guðs var að þakka, varð aflinn á árinu 1810 svo góður í Múla-
sýslum að hann var annálaður í riti Pjeturs Guð-
mundssonar um nítjándu öldina.99 Árið 1813 neydd-
ust fátækustu íbúar Austurlands enn til þess að „beti-
ene sig af heste haar og uld til sine fiske- og havkal-
er- redskaber.“100
En það voru ekki aðeins íbúar á Austurlandi sem
gripu til þessa ráðs. Jón Guðmundsson, sýslumaður í
Skaftafellssýslu, greindi einnig frá því að
blandt det adskillige, som nogle af Indbyggerne
have under Krigen til hjelp opfundet
formedelst mangel eller dyrtid, er fiskeliiner
og torskgarn af uld, ...kun af de lange haar-
lokker, som voxe udaf ulden paa de islandske
faar, kaldes tog, saaledes tog-fære, tognet.101
Erfiðara var um vik að bæta timbur- og járnskortinn.
Timbrið var einnig nauðsynlegt við viðhald og smíði
húsa, líkt og þegar hefur komið fram. Sýslumaðurinn
á Snæfellsnesi sá ennfremur fram á það, þegar árið
1808, að ekki yrði hægt að jarða hina látnu í lík-
kistum vegna skorts á timbri við kistusmíðarnar.102
Trampe hafði bent íslendingum á að þeir þyrftu
ekki að óttast skort á timbri þar sem hafið færði
íslendingum rekavið til húsa- og skipasmíða.103 En
ekki var hægt að treysta á slíkar náðarbjargir úr hafi.
íbúar Strandasýslu fengu t.d. engan rekavið árið
1811 og það þótti greinilega svo mikið tiltökumál að
Jón Jónsson, sýslumaður, gat þess sérstaklega í
skýrslu sinni til stiftamtmanns.104
Messuvín
Einnig horfði til vandræða hjá kirkjunnar mönnum á
þessum harðréttistímum. Altarisgöngur voru einkar
tíðar hér á landi og vanræksla var litin hornauga. Þó
svo að ströng viðurlög lægju við „ofdrykkju altaris-
gaungu-fólks“ allt frá árinu 1746105 er ekki ósennilegt
Hugað að veiðarfærum á Eskifirði. Gyðu fannst aðdáunarvert
hvernig brugðist var við veiðarfæraskorti á heimaslóðum sínum.
að altarisgöngur hafi orðið enn vinsælli á styrjaldar-
árunum þegar ýmiss konar varningur, eins og áfengi,
var nær ófáanlegur. Bæði dýrtíð og skortur aftraði
mönnum frá almennri drykkju.106 í nóvember árið
1809 voru hreppstjórar áminntir um að þeim bæri
skylda til að koma í veg fyrir eða sekta hverskyns
„drykkjuslarki ... í kirkjum...11.107 En varla bætti það
ástandið í kirkjum landsins þegar kaupmenn voru
farnir að færa íbúum landsins messuvín að gjöf, sem
var mikill hörgull á á styrjaldarárunum. Gyða
45