Sagnir - 01.06.2001, Page 63

Sagnir - 01.06.2001, Page 63
yfir fátækum heimilum að lenda á sveitinni með tilheyrandi nið- urlægingu og sundrun fjölskyldunnar. Sá ótti neyddi bjargþrota foreldra oft til að leggja þungar byrðar á ung börn sín og tefla örlögum sumra þeirra í tvísýnu.14 Fyrir tíma getnaðarvarna var erfitt að skipuleggja stærð fjölskyldunnar eftir efnum og ástæðum hverju sinni og reglulegar barnsfæðingar juku sífellt fátækt og eymd heimilisins.15 í nýlegri fræðslubók um brjóstagjöf eftir Máire Messenger er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að kona nærist rétt og umfram allt að hún sé ekki undir miklu líkamlegu álagi ef hún brjóstelur barn. Ef aðstæður kvenna á 18. öld eru skoðaðar í samhengi við þær lágmarkskröfur er nútímaþekking segir að þurfi að vera fyrir hendi til að stuðla að farsælli brjóstagjöf, kemur berlega í ljós vanhæfni íslenskra mæðra til að brjóstala börn sin sökum vannæringar og vinnuálags. í bókinni um brjóstagjöf segir m.a. að til að brjóstfæða barn verði kona að bæta við sig allt að 6-800 hitaeiningum á dag um- fram eðlilega neyslu til mjólkurmyndunar.16 Fátækar 18. aldar konur hafa að öllu jöfnu verið vannærðar, þó þær hefðu börn sín ekki á brjósti en vannæring þeirra hefur komið til vegna hungursneyða er hér gengu látlaust alla 18. öldina og kenndu mæðrum að spara við sig mat til að eiga nóg handa bónda og börnum. Hungrið hefur þannig tvímælalaust bitnað á mæðrum sem sökum vannæringar gátu ekki framleitt mjólk handa ung- börnum sínum. Einnig segir í bók þessari að óregluleg brjóstagjöf, og mikið vinnuálag, áhyggjur og þreyta dragi verulega úr mjólkurfram- leiðslu.17 Þar sem mjólkurframleiðsla er orkufrek fyrir líkamann getur mikil erfiðisvinna sem leggst á móðurina á sama tíma bitn- að á heilsu hennar og þrótti og þá um Ieið skert getu hennar til að framleiða næga mjólk handa barninu. Danski læknirinn Schleisner segir íslenska karlmenn ekki kunna að meta gildi kvenna því næstum hvergi í hinum siðmenntaða heimi Evrópu þurfi konan að vinna eins mikið og á íslandi. Síðan telur lækn- irinn upp dagleg skyldustörf kvenna hér á landi sem að hans mati eru ærin, annast allt innandyra, sauma skótau og allan klæðnað, raka hey, annast húsdýrin, jafnvel stunda fisk og fuglaveiðar, uppvarta mennina á allan máta svo sem að afklæða þá að vinnudegi Ioknum o.fl. Margar konur tjáðu honum vilja til að brjóstala börn sín en sökum anna við heimilis- og búrekst- urinn var þeim það ómögulegt.18 Danski læknirinn Schleisner taldi að hvergi í hinum siðmenntaða heimi þyrfti konan að vinna eins mikið og á íslandi. Efnahagslegar ástæður hafa einnig haft sín áhrif á val kvenna að brjóstala börn sín en eins og áður er getið var vinnu- framlag móðurinnar fjölskyldunni lífsnauðsyn og oftast átti hún einnig önnur börn sem hún þurfti líka að ala önn fyrir. Tímafrek umönnun ungbarna kom því oftast í hlut einstaklinga á heim- ilinu sem ekki gátu skilað fullu vinnuframlagi eins og t.d. fót- lúinna gamalmenna eða barna innan við tíu ára aldur. Ef móð- irin valdi hins vegar að sitja heima og brjóstala barn sitt gat hún átt á hættu að fjölskyldan yrði bjargþrota og endaði sundruð á sveitinni, barna hennar biðu þá þau örlög að alast upp sem niðursetningar við misgott atlæti hjá vandalausum innan hreppsins. Að brjóstala barn sitt voru forréttindi sem fátækar alþýðukonur uppi á íslandi gátu tæpast leyft sér en í stað þess voru börn hér alin upp á kúamjólk og dúsugjöf. Kúamjólk og dúsa Kúamjólk var eflaust algengasta fæða íslenskra ung- barna á 18. öld, mjólkinni var hellt í ask og barnið látið sjúga hana upp með fjöðurstaf sem fóðraður hafði verið við sogendann með léreftsdulu. Mjólkin var oftast gefin ný en allar mæður vildu gera vel við ungbörn sín og gefa þeim það besta sem til var í kotinu eins og t.d. eftirhreyturnar úr kúnni eða rjómann. Trúðu þær því að börnin döfnuðu betur og yrðu hraustari af feitri mjólk og síst hefði þeim komið til hugar að gefa ungbarni sínu eitthvert vatns- blandað glundur. Sem slík hefði mjólkin þó eflaust reynst barninu betur en hin feita mjólkurafurð sem viðkvæm meltingarfæri þess þoldu illa og leiddu oft til alvarlegra meltingarkvilla og jafnvel dauða barn- anna.” Þekking á næringarfræði 20. og 21. aldar var því miður ekki til staðar á 18. öld. Það sem varð börnum að fjörtjóni var því í raun ekki brjósteldis- leysið sem slíkt, heldur þekkingarskortur um þann mat sem komið gat í stað brjóstamjólkurinnar. í sjávarplássum var oft erfitt að fá mjólk fyrir ungbarnið og á einstaka kotbýlum víða út um land þar sem kúna vantaði. Þá kom samhjálpin til sög- unnar og nágrannar sem státuðu af mjólkurkúm gáfu mæðrunum mjólk handa ungbörnum sínum.20 Líkt og önnur afkvæmi spendýra er barni með- fædd löngunin til að sjúga móðurbrjóst og frá fyrstu tíð nærist ungbarnið með því að sjúga en síðan verður sogið algengasta huggunaraðferð barnsins. Barnið sýgur í stað þess að gráta en óværum börnum líður mun betur ef þau fá að sjúga eitthvað. Dúsan gengdi þessu hlutverki á íslandi allt fram á 19. öld en hún var léreftsdula sem tuggið var í brauð og smjör, síðan mótuð eins og snuð og stungið upp í barnið. í gegnum duluna saug barnið síðan í sig næringuna. Dúsan gengdi þannig tvíþættu hlutverki, bæði sem tæki til fæðugjafar og sem huggunaraðferð ef barnið var óvært rétt eins og snuð er notað nú til dags. Því mjólkurrýrara sem búið var því algengari hefur dúsan verið en hún var þó einnig notuð upp til sveita með kúamjólkurgjöfinni sem fyrsta næring tannleys- ingjans. Þá var kjöt eða fiskmeti tuggið saman við fitu og sett í dúsuna.21 Sú aðferð að tyggja ofan í tannleysingja var aldagamall siður sem mæður notuðu til að næra börn sín. Jónas frá Hrafnagili segir að almennt álit mæðra og barnfóstra hafi verið að ekkert barn héldist spakt án dúsunnar.22 Á miðri 19. öld þegar lærðir menn ferðuðust hér um landið undruðust þeir þennan sið íslendinga að brjóstala ekki börn sín heldur gefa þeim kúamjólk og tyggja í dúsur. Óheilnæmu mataræði íslenskra ung- barna var jafnvel kennt um hinn háa ungbarnadauða er hér viðgekkst á 18. og 19. öld og þá var dúsan sér- staklega gagnrýnd sem einn helsti skaðvaldurinn. Skiljanlega urðu þessir lærðu menn fyrir ákveðnu menningaráfalli er þeir ferðuðust hér um dreifbýlar 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.