Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 76

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 76
andi orðræða hefur tekið á atburðunum sem áttu sér stað í New York og Washington 11. september 2001 - annað dæmi er helförin sem alltof oft er álitin ein- angraður svartur blettur á glæstri framfarasögu vest- rænnar menningar. Benjamin ræðst í skrifum sínum gegn þessari söguskoðun sem hvílir á orðræðu vald- hafa og þar með trúnni á framfarir. Hann telur að til þess að nálgast hinn liðna tíma verðum við að nálg- ast þau brot sem fortíðin hefur skilið eftir, t.d. í formi bréfa, einstakra hluta eða ljósmynda. Það er í gegn- um heimildir af þessu tagi sem hann nefnir „díalek- tískar myndir“ sem við eigum möguleika á að komast inn fyrir þá opinberu orðræðu sem stjórnast af vald- hafa samfélagsins hverju sinni. Þessi fortíðarbrot veita okkur með öðrum orðum annars konar aðgang að liðnum tíma en heimildir valdhafanna og sá að- gangur krefst þess að við sýnum fjölbreytileika for- tíðarinnar meiri virðingu en hinar opinberu heimildir gefa kost á. Sem díalektískar myndir leitast persónu- legar heimildir ekki við að einfalda veruleikann heldur krefjast þær þess að sagnfræðingurinn sem vinnur með þær beri virðingu fyrir því sem er flókið og ef til vill óútskýranlegt. Persónulegar heimildir draga athyglina að hinu flókna sambandi fortíðar og samtíðar sem endurspeglast í vinnu sagnfræðingsins. Um leið og þær segja okkur að eitthvað hafi átt sér stað þá gefa þær til kynna að þetta eitthvað verði aldrei endurskapað, heldur aðeins endurtúlkað. Þetta er að mínu viti það sem gerir persónulegar heimildir jafnaðlaðandi og raun ber vitni og það er einnig þess vegna sem ég forðast að stilla því sem gerir þær erf- iðar viðfangs upp sem göllum þeirra. Hver voru þín fyrstu kynni af persónulegum heimildum? Mín fyrstu kynni af persónulegum heimildum voru í Mannkynssögu II hjá Guðmundi Hálfdanarsyni og Önnu Agnarsdóttur en þar voru persónulegar heim- ildir m.a. notaðar til að veita nemendum innsýn í líf evrópskra aðalskvenna. Þá strax áttaði ég mig á því að persónulegar heimildir hafa upp á margt að bjóða, meðal annars vegna þess að innan þeirra rúmast bæði hin opinbera orðræða eða orðræða valdhafanna í samfélaginu og orðræða hinna undirokuðu, t.d. orð- ræða kvenna. Það var þó ekki fyrr en ég fór sjálf að handleika og vinna markvisst með persónulegar heimildir í áðurnefndu námskeiði, Mannkynssögu II, sem heimildagildi þeirra varð mér raunverulega ljóst og þá í samhengi við þær aðferðafræðilegu spurn- ingar sem þær kalla á. Telur þú nauðsynlegt að vekja athygli almennings á frumheimildum eða persónulegum heimildum með útgáfu bókaflokksins og ef já þá af hverju? Ég tel mjög mikilvægt að sem flestir þjóðfélagsþegnar geri sér grein fyrir því að mannkynssagan er ekki aðeins saga valdhafanna. Hlutirnir gerast ekki aðeins á ytra yfirborði samfélagsins. Sú saga sem býr í hugsun og athöfnum hvers einstaklings er hluti af sameiginlegri sögu samfélagsins. Athafnir einstak- lingsins eru viðhorfsmótandi, bæði fyrir samtíma hans og framtíðina. Ég tel að það sé mjög mikilvægt og ef til vill nauðsynlegt hverju þjóðfélagi sem vill viðhalda eða stuðla að virku lýðræði þegna sinna, að hver og einn samfélagsþegn líti ekki á sig sem lítið peð í valda- tafli þeirra sem valdið hafa heldur líti á sjálfan sig sem virkan þátttakanda í sögunni. Hverjum manni er hollt að vita að sannleikurinn, hvort sem er um fortíðina eða eitthvað annað, er ætíð háður ákveðnu kerfi sem rannsakandinn gengur út frá. Við vitum hversu hættulegt það getur orðið þegar fjölmennur hópur fólks treystir öðrum fámennum hópi í blindni. Þetta á við á öllum sviðum þjóð- félagsins. Gagnrýnin hugsun er ætíð af hinu góða og því tel ég mjög æskilegt, ef ekki nauðsynlegt, að sem flestir geri sér grein fyrir því að sá sannleikur sem sagnfræðingurinn hefur fram að færa er ætíð háður því samhengi sem hann er skoðaður í. Þetta er einmitt sá þáttur í sagnfræðinni sem frumheimildaútgáfa af hvaða tagi sem er beinir sjónum fólks að. Davíð Ólafsson tók saman bókina Burt - og meir en bæjarleið. Dagbœkur og persónuleg skrifVesturbeimsfara á stðari bluta 19. aldar ásamt Sigurði Gylfa Magnússyni. Bókin kom út í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar árið 2001 og er fimmta bókin sem kemur út í ritröðinni. Hver var tilurð bókarinnar Burt - og meir en bœjarleið? í stuttu máli kom upp úr dúrnum í samræðum við ritstjóra Sýnisbókanna að til væri nokkur fjöldi dagbóka vesturfara sem gætu hentað vel sem efniviður sýnisbókar. Þannig væri tekin örlítið ný stefna í útgáfunni þar sem fyrri bækur höfðu fjallað um einn eða örfáa einstaklinga en hér væri dregið fram sögulegt viðfangsefni með vitnisburði margra einstaklinga með áherslu á ólíka upplifun og reynslu þeirra. Á um tveggja ára vinnslutíma frá hugmynd til útgáfu tók þessi grunnhugmynd á sig mynd, ákveðið var að einblína á misserin í kringum flutningana sjálfa, viðskilnaðinn, ferðina og aðkomuna að nýjum heimi vestan hafs. Auk þess að búa frumheimildirnar til útgáfu skrifuðum við Sigurður Gylfi hvor sinn inngangskaflann þar sem fjallað var um stöðu vesturferðanna í samtímanum, sögulegt baksvið þeirra, persónulegar heimildir og reynslu þess fólks sem í bók- inni birtast. 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.