Sagnir - 01.06.2001, Page 77

Sagnir - 01.06.2001, Page 77
Var úr miklu efni að moða þegar þú hófst upphaflega að vinna bókina? Upphaflega hugmyndin var að nota einungis kafla úr þeim dag- bókum sem varðveittar eru í handritadeild Landsbókasafns en fljótlega komumst við á þá skoðun að vænlegra væri að leita víðar fanga. Mér gafst færi á að komast til Winnipeg í Kanada og leita heimilda í skjalasafni Manitobaháskóla en auk þess var spurst fyrir um dagbækur vesturfara í héraðsskjalasöfnum hér- lendis. Að lokum var gripið niður í Almanaki Ólafs Thorgríms- sonar sem kom út um áratugaskeið vestanhafs og inniheldur mikinn fróðleik um vesturferðir og Vestur-íslendinga, þ. á m. mikið af ævisögulegum frásögnum. Niðurstaðan varð því sú að um helmingur textans er fenginn úr handritadeild Landsbóka- safns en hinn helmingurinn úr öðrum áttum. Auk dagbókakafla eru nokkrir ævisagnakaflar, ýmist úr handritum eða prentaðri útgáfu og auk þess nokkur bréf. Hversu góðar heimildir telur þú dagbækur vera? Dagbækur hafa eins og aðrar heimildir bæði kosti og galla. Stærsti gallinn er hugsanlega hversu stuttaralegar og knappar þær eru þegar maður vill fá meira að heyra. Formsins vegna er aðeins rétt tæpt á afdrifaríkum viðburðum á sama hátt og hinir hversdagslegu viðburðir eru tíundaðir. Þetta er um leið ákveðinn kostur þar sem hlutirnir birtast manni í samhengi hversdags- lífsins eins og reynt er að sýna fram á í bókinni. Um leið gefur dagbókin ákveðin færi á að rannsaka hversdagslífið í sínu fábreyttasta formi. Sá sem heldur á penna setur sig sjaldan í stellingar við dagbókarskrifin og því geta þau verið meira „spontant" en aðrar persónulegar heimildir. En allt fer þetta eins og fyrr segir eftir viðfangsefni fræðimannsins, aðferðum hans og viðhorfum til heimildanna. Telur þú dagbókina vera deyjandi tjáningarform nú á tölvuöldinni? Mér sýnist að dagbækur, líkt og bréfaskriftir og ýmis önnur form skriflegrar tjáningar, hafi gengið í endurnýjun lífdaga með almennri tölvuvæðingu. í kynningu sinni á viðfangsefninu á heimasíðu sinni segir Sigurður Gylfi persónulegar heimildir ekki hafa átt upp á pallborðið hjá flestum fræðimönnum, hverjar telur þú ástæðurnar vera fyrir því? Svokallaðar persónulegar heimildir eru allt í kringum okkur og það í miklu magni. Ógrynni ævisagna komu út á liðinni öld, endurminningar, frásagnir og upprifjanir af ýmsu tagi. Á tíma- bili var gefið út nokkuð magn af bréfasöfnum og einstaka dag- bækur hafa ratað á prent. Þar fyrir utan eru söfn víða um land full af ritheimildum sem falla í þennan flokk og á nokkrum söfnum eru til munnlegar heimildir af þessum toga, ýmist á seg- ulböndum eða í uppskriftum. Því má segja að slíkt efni hafi verið í hávegum haft meðal þjóðarinnar á síðustu öld, fólksins sem bæði framleiddi þær og notaði sér til gagns og gamans. Ég held að meginástæðan fyrir því að persónulegar heimildir hafi ekki verið notaðar sérlega mikið af sagnfræðingum síðustu áratugi sé sú að þær hafi dottið úr tísku, þær hafi þótt gamal- dags og átt meira skylt við frásagnarlist og þjóðlegan fróðleik heldur en sagnfræðilega rannsókn og greiningu sem byggði á vísindalegum grunni. Einnig má nefna að persónulegar heimildir tengjast nokkuð persónusögu, fyrirbæri sem fór halloka fyrir félagssögunni uppúr 1970 en virðist á ný eiga uppá pallborðið hjá fræðimönnum jafnt sem lesendum í dag. Árið 1995 var fyrst haldið námskeið um persónu- legar heimildir sem þú sast. Breytti námskeiðið ein- hverju um viðhorf þitt til persónulegra heimilda? Ég held að námskeiðið 1995 og önnur námskeið um svipað efni hafi haft mikil áhrif til að kynna persónu- legar heimildir og ekki síður í þá átt að koma nem- endum í snertingu við frumheimildir og gefa verðandi sagnfræðingum tækifæri til að „uppgötva" eitthvað sem geymt er í sprengjuheldum geymslum. Það er alltaf spennandi fyrir sagnfræðinema að opna pakka sem varla hefur verið hreyft við síðan hann kom á safnið og byrja að skoða hvað hann hefur að geyma. Almennt séð er nemendum mjög hollt að kynnast sem flestum tegundum heimilda og um leið að leiða hugann að því hvar finna megi heimildir sem varpa nýju ljósi á viðfangsefnin. Telur þú nauðsynlegt að vekja athygli almennings á frumheimildum eða persónulegum heimildum með útgáfu bókaflokksins og ef já þá af hverju? Útgáfa bóka eins og þeirra sem komið hafa út í rit- röðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar hefur fyrst og fremst tvennan tilgang. Annars vegar að gefa út frumheimildir fyrir aðra fræðimenn. Heimildirnar eru kynntar almennt auk þess sem í bókunum eru aðgengilegar heimildir sem nýtast við margvíslegar rannsóknir. Að hinu leytinu er verið að gefa sýnishorn úr íslenskri menningarsögu út fyrir fróðleiksfúsan almenning sem svo er kallaður og þannig bætt við dráttum í þá litskrúðugu mynd sem íslensk menning- arsaga er. Ég held að nokkuð stór hópur lesenda hafi áhuga á að lesa texta úr fortíðinni án þess að fræði- menn séu búnir að greina hann og skýra í þaula. Auðvitað fer heilmikil úrvinnsla fram við val heim- ilda, uppskrift, uppsetningu og ritun formála en við útgáfu bókanna hefur verið lögð áhersla á að birta sýnishorn sem eru lýsandi fyrir heimildina. Ef til vill má tala um þverskurð í því sambandi. Sem dæmi má nefna dagbækur vesturfara en útgáfa þeirra er hvorki samfelldur skemmtilestur né er stórkostlega viðburði að finna í hverri setningu. En á móti kemur að með því að birta samfelldar ársfærslur úr dagbók bónda sem skyndilega tekur þá ákvörðun að flytja vestur til Ameríku með allt sitt fólk og fátæklegar eignir án þess í raun að vita hvað bíði hans handan hafsins fær lesandinn ákveðna tilfinningu fyrir lífsins gangi og hinu hversdagslega samhengi sögulegra viðburða og sögulegs ferlis. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.