Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 98

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 98
Það gerði einn helsti hugmyndasmiður nasista Alfred Rosenberg í bók sinni Goðsögn tuttugustu aldarinnar: „Þátttaka kvenna í atvinnulífinu lækkaði laun karl- manna. Afleiðing þess var sú að karlmenn voru pip- arsveinar óeðlilega lengi. Það leiddi til fjölgunar ógiftra kvenna á giftingaraldri. Það leiddi svo til aukins vændis.“20 Þessi sérkennilega afstaða til kvenna skýrist þó ekki af íhaldsseminni einni né heldur á hræðslu við þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Hún byggðist öðru fremur á hugmyndum um viðhald kynstofnsins sem ekki væri unnt að viðhalda nema með þátttöku Germanía vakir yfir sonum sínum á vígvellinum. kvenna. Þátttaka í atvinnulífinu myndi skarast við það „æðra“ hlutverk að fæða börn og fóstra þau. Þjóðernishyggja og kynþáttahyggja eiga fylgi sitt að þakka þeirri „vá“ sem kynstofninum stafar af erlendri innrás og blöndun. Slík umræða var t.d. ríkj- andi þegar illa horfði fyrir Frökkum í fyrri heims- styrjöldinni. Frakkar óttuðust ekki einungis áhrif þess að óskilgetin börn þýskra ofbeldismanna væru að dafna í frönskum móðurkviði heldur líka að fólks- fjölgun var mun meiri í Þýskalandi en í Frakklandi. Umræðan beindist því að sambandi kynþáttar, blóðs og landsvæðis og getuleysi Frakka gagnvart þýsku valdi.21 Sjálfsvorkunn og vanmáttur hermanna á vígvellinum er þar með tengdur getuleysi þeirra kyn- ferðislega. Ekki var heldur alltaf svo að hermenn hugleiddu eigið getuleysi og teldu sig bera alla sök á því þegar illa fór. Dæmi um þetta má finna í stríðsáróðri í Króatíu þegar sigurvíma breyttist í reiði yfir ósigrum. Móðurímynd Króatíu varð í einu vetfangi að „fall- inni konu“ eins og kom fram í einu króatísku dag- blaðanna árið 1992: „Króatía upplifði siðferðislegt hrun, sem einungis kona getur upplifað þar sem það eru ekki til neinir lauslátir karlmenn. Einungis lauslát kona gefst upp án þess að veita mótspyrnu og tekur þessu sem óumflýjanlegu hlutskipti eða örlögum. Hins vegar verjast karlmenn.“22 Á þennan hátt breyttist hin háleita mær/móðir/fóstra í fallna, auðunna konu og hóru og ábyrgðin færðist til hennar af óförum í stríðinu.23 Svipaðar ímyndir má finna í Frakklandi fyrri heimsstyrjaldarinnar þar sem Frakkland var tákngert sem vændiskona. Þessi mynd siðferðisskorts og laus- lætis átti að sýna hversu Frakkland var hrjáð af hneykslismálum og flokkadráttum. Hún sýndi hversu rýrir líkamlegir burðir og kvenlegt siðferði Frakk- lands mátti sín lítils gagnvart karlmannlegu valdi Þýskalands.24 Konur, sem er svo mikilvægt að verja í stríði, eru samtímis uppfullar af allskyns löstum. Þær eru gjarnan sýndar sem þær séu þess ekki verðar að fyrir þær sé barist, að þeim sé ekki treystandi og jafnvel sýndar sem óvinurinn sjálfur. I áróðurs- veggspjöldum er konum lýst sem blaðurskjóðum sem missa út úr sér mikilvæg hernaðarleyndamál með blaðri sínu svo sem slagorðin „Lausmælgi sökkvir skipum"25 eða frægt bandarískt veggspjald úr síðari heimsstyrjöldinni sem sýnir tvær konur ræðast við í almenningsvagni en Hitler og Göring sitja fyrir aft- an þær og á því stendur „Þú veist aldrei hver er að hlusta! VAN- HUGSAÐ TAL KOSTAR MANNSLÍF."26 Þrátt fyrir slíkan áróður er hermönnum uppálagt að virða sumar konur en bera enga virðingu fyrir öðrum. Þrátt fyrir meinta siðferðisbresti kvenna er stríð engu að síður háð til að vernda mæður, dætur og eiginkonur gegn þeim sem vilja nauðga þeim og drepa.27 Þegar styrjaldaráróður hefur öðlast svo kyn- ferðislegan undirtón, konur heima í héraði hafa verið upphafnar samtímis því sem andstæðingurinn hefur verið svertur er nauð- synlegt að athuga hverjar afleiðingar slíks málflutnings eru í eig- inlegum bardaga. Fullnaðarsigur nauðgunarinnar Áður hefur verið bent á þá ráðandi áherslu í stríðsáróðri að tengja órjúfanlegum böndum dularfulla móður- eða meyjar- ímynd eiginlegu landssvæði. Vesna Kesic bendir á að: Með hinu dularfulla sambandi konu, lands og þjóðar var landið og þjóðin jafn svívirt og líkami einnar konu. Ein- staklingur sem átti að baki einstaka reynslu þjáninga og sársauka hvarf og var breytt í voldugt þjóðartákn. Kven- líkamar voru teknir undir landsvæði þjóðarinnar.28 Að eiga konur hefur alltaf þótt merki um karlmannlegan ár- angur og heyrir það með líkum hætti undir karlmannlegt stolt að geta varið konur sínar. Óvinaherir sem nauðga konunum eyðileggja allar vonir hins sigraða karlmanns um völd og eignir. Með þeim hætti hefur líkami konunnar orðið táknrænn víg- völlur, þar sem sigurvegarinn sendir auðskilin boð um fullnað- arsigur sinn.29 Gerda Lerner gengur svo langt að telja að nauðgun kvenna í samfélagi feðraveldisins sé í raun táknræn vönun karlmanns, þar sem sá sem getur ekki varið konur sínar sé sannarlega getulaus.30 Þetta getuleysi er tengt við foldina í Frakklandi fyrri heimstyrjaldarinnar í orðum Dr. Paul Rabier sem segir að eiginmaður án barna myndi sannarlega „skammast sín og fyllast heift ef hann kæmi heim að akri sem hann hefði ekki náð að sá almennilega."31 Nauðganir hafa ekki þann eina tilgang að niðurlægja óvina- karlmenn því að þær geta líka þjónað markmiðum kynþátta- hyggjunnar. Þær geta verið skipulagðar hernaðaraðgerðir og liður í þjóðernishreinsunum. Vitnisburður bosnískra kvenna er til merkis um að nauðganir hafi farið fram með svipuðum hætti allsstaðar. Þær voru niðurlægðar vegna uppruna síns og mark- miðið var að þunga þær svo þær gætu síðar meir fætt „litla chetnikka.“32 Sökum þessa skilst enn betur ofuráhersla þjóðern- issinna á móðurhlutverkið heima í héraði til þess að koma i veg fyrir rýrnun kynstofnsins sem á endanum leiðir til landvinninga kynstofnsins á erlendri grundu. Sökum kynþáttahyggjunnar getur framferði hermanna verið breytilegt eftir því hvaða þjóð á í hlut. Um þetta vitnar fram- ferði Sovétmanna er þeir sóttu vestur á bóginn í heimsstyrjöld- inni síðari. Slavneskar konur, þ.e. pólskar, tékkneskar, slóvaskar, serbneskar og búlgarskar, urðu almennt ekki fórnar- lömb ofbeldis Sovétmanna. Aðra sögu var að segja um þýskar og ungverskar konur sem ekki voru slavneskar og þurftu að þola taumlaust ofbeldi og nauðganir Sovétmanna.33 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.