Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 123

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 123
vel heppnuð dæmi. Þá gætir eftirtektarverðrar tilhneigingar allra síðustu ár í þá átt að leita í mesta átakatímabil íslandssög- unnar, Sturlungaöldina (Morgunþula í stráum eftir Thor Vilhjálmsson, Óvinafagnaður eftir Einar Kárason). Sumar sögulegar skáldsögur eru svo fræðandi um sinn tíma að þær virðast nánast tæmandi um hann. Þannig virðist Nafn Rósarinnar eftir Umberto Eco hin endanlega úttekt á f.hl. 14. aldar og á svipaðan hátt Tbe Island of the Day Before (óþýdd) eftir sama höfund um 17. öldina. Svipuðu máli gegnir um eldri og minna þekktan höfund, hinn argentínska Manuel Mujica Lainez, sem skrifaði hnausþykkar sögulegar skáldsögur á 6.-7. áratug nýliðinnar aldar; ein þeirra (The Wandering Unicorn) segir nánast allt sem vert er að vita um líf manna og krossferðir á 12. öld og önnur (Bomarzo) um Ítalíu á háendurreisnartímanum.1 Bestu sögulegu skáldsögur eru í senn listrænar og fræðandi. Þær auka jafnan nýrri „mannlegri“ vídd við fræðin og fá okkur til að sjá hið sammannlega frá öllum tímum, samhliða því sem þær draga fram sérkenni síns skeiðs. Annar mælikvarði á ágæti þeirra er hvernig þær klæða frægar sögupersónur holdi og blóði. Ekki er ég frá því að sú mynd sem ég hef í huganum af Kládíusi, keisara Rómaveldis, sé frekar komin úr skáldverkum en fræðiritum, þá einna helst úr The Kingdom of the Wicked eftir Anthony Burgess, en einnig úr Kládíusar-bókum Robert Graves. Jafnvel enn betur tekst Burgess upp í bókinni Man of Nazareth þar sem brugðið er upp fullkomlega sannfærandi mynd af manninum Jesú án þess að hann glati þeim guðlegu eig- inleikum sem í hugum flestra eru tengdir við hann. Enn eitt að- dáunarvert dæmi um það hvernig bókmenntir geta gefið okkur „fyllri“ mynd af sögulegum veruleika er bókaflokkur Bernard Cornwell, The Warlord Trilogy, þar sem hann tekst á við Artúrs- arfleifðina á raunsæislegum og sannfærandi nótum (Artúr, kon- ungur yfir SV-Englandi og hluta Wales, þarf að verja ríki sitt fyrir Söxum um 500 e.Kr.) án þess að minni arfsagnanna glatist. Þarna fást Merlin og Morgan le Fay við kukl og kynngi sem kunna að vera galdrar, en gætu alveg eins verið loddarabrögð til að slá ryki í augu hinna fákunnandi. Klíó er ströng og smásmuguleg en Kallíópe blíðlynd og und- irgefin. Fyrir vikið er helsta hætta sögulegra skáldsagna sú að Klíó kæfi systur sína, þ.e. að fræðin skyggi um of á bókmennta- legt gildi. Gott dæmi um togstreitu fræða og bókmennta er bóka- flokkur Colleen McCullough um síðustu áratugi rómverska lýð- veldistímans, einar 6 skáldsögur þegar útgefnar og hver hið minnsta 800 blaðsíður, ásamt um 100 blaðsíðum með frekari skýringum. Þær bækur eru aðdáunarverðar fyrir fræðilega ná- kvæmni - einn gagnrýnandi lét svo um mælt að höfundurinn verðskuldaði doktorsgráðu fyrir hverja og eina - en jafnframt stíga persónurnar fram af holdi og blóði. Vandi McCullough er hins vegar sá að hún segir í senn stóra sögu og gætir ítrustu nákvæmni svo að umfangið fer úr böndum og verður beinlínis fráhrindandi (sá hópur lesenda fer stækkandi sem ekki getur innbyrt meira en 250 síðna skáldsögur). Slíkt áhlaupaverk er að ráðast í lestur Rómarsagna McCullough að lesandanum finnst hann hafa unnið þrekvirki við bókarlok. Ég get þó hughreyst hinn hik- andi lesanda og fullyrt að sú ferð er til fjár. Árlega kemur út mýgrútur sögulegra skáldsagna og það væri að æra óstöðugan að halda upptalningu áfram. Á það skal þó bent að verulegur hluti slíkra bóka er í afþreyingarskyni sem í sjálfu sér er góðra gjalda vert ef vel tekst til. Sumir höfundar hafa til- einkað sér tiltekið tímaskeið sögunnar sem vettvang fyrir morðgátur (t.d. Ellis Peters og Lindsay Cooper) og játa ég að ég les slíka reyfara töluvert, mér til ánægju. Aðrir hafa gert söguna að leiksviði fyrir vís- indaskáldskap sem höfðar reyndar síður til mín þótt ég minnist þar einstakra athyglisverðra bóka, t.d. Live from Golgotha eftir Gore Vidal og Behold the Man eftir Michael Moorcock. Loks skal nefnt að til eru mýmörg dæmi þess að fræðimenn ættu að halda sig frá bókmenntum ef þeir búa ekki yfir skáldlegum hæfileikum. Nærtækar eru skáldsögur Christian Jacq um Ramses II sem munu vera metsölubækur í heimalandi höfundar, Frakk- landi. Jacq þessi er Egyptalandsfræðingur mikill, enda drýpur þekking hans á lífi Forn-Egypta af hverri blaðsíðu, sérstaklega í lýsingum á daglegu lífi manna, klæðaburði, mataræði og þvíumlíku. En sem skáld- sagnahöfundur er hann svo gersneyddur hæfileikum að undrum sætir. Nær allar persónur sem hann leit- ast við að skapa eru flatar, tvívíðar og lifa í svart- hvítum heimi, ýmist algóðar eða alvondar. Söguþráð- urinn er jafnan svo hlægilega einfaldur að þær Barbara Cartland og Catherine Cookson myndu skammast sín fyrir hann. Þar sem ég hef ekki lesið bækur Jacq á frummálinu kann að vera að orðfæri hans sé hrífandi á frönsku en hitt veit ég að það skilar sér engan veginn í íslenskri þýðingu. Eftir stendur að betra væri heima setið en af stað farið. Ég fæ marg- falt meira út úr því að lesa hreinar fræðibækur um Egyptaland hið forna heldur en að finna slíkan fróð- leik ofinn inn í lélegan skáldskap. Það er við lestur slíkra vondra sögulegra skáld- sagna sem ég efast um að þær Klíó og Kallíópe geti alltaf lifað í sátt og samlyndi. Ef á reynir, ef þær þurfa á annað borð að eiga eitthvað samneyti, þá verður hin drambláta og freka Klíó að vera reiðubúin til að beygja sig, þvert gegn eðli sínu. Ella getur illa farið. 1 Bomarzo er vert að bera saman við aðra langa sögulega skáldsögu um sama tímabil, The Agotiy and the Ecstasy eftir Irving Stone en sú síðar- nefnda lýsir ævi Michelangelo og tekst engan veginn að fanga tíðarand- ann, þótt hún sé feikinákvæm og fræðandi um afmörkuð svið, einkum listtækni. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.